Vikan


Vikan - 02.11.1939, Blaðsíða 15

Vikan - 02.11.1939, Blaðsíða 15
Nr. 44, 1939 VIK AN 15 Þrjóturi Það var flutningavagninn. En það var ekkert undarlegt, heldur var það undar- legt, að hann hreyfðist af sjálfu sér. Hest- ar voru engir fyrir honum. Hann hafði verið skilinn eftir og var nú að flýja. Þegar hann fór fram hjá Denry, stökk hann upp á hann, en missti við það hatt- inn sinn. Hann reyndi að stöðva vagninn, en gat það ekki. Vagnstengurnar brotn- uðu, og það var hreinasta kraftaverk, að vagninn skyldi halda sér á miðri götunni. Hann gat ekki stokkið ofan úr vagninum. Allt í einu kom Denry auga á stóra bók- stafi. HLUTAFÉLAGIÐ SHRAPSHIKE. Óviðkomandi bannaður aðgangur. Vagninn stefndi þangað og fór í gegn- um hvað, sem fyrir varð. Denry ríghélt sér í sætið. Vagninn sentist niður í skurð, sem þar var, og sökk. Denry varð rennandi blautur, en þegar hann stóð upp, náði vatnið honum í mitti. Hann kunni ekki að synda. — Þetta var ljóta gamanið, sagði hann hátt. — Hver er þar ? var sagt innan úr vagn- inum. — Það er ég, sagði hann. — Það er vonandi ekki hr. Machin? sagði röddin. — Jú, sagði hann. — Ég stökk upp í vagninn til að reyna að stöðva hann. — Ó, sagði röddin, — ég vildi, að þér gætuð komið til mín. Þetta var rödd Ruth Earp. Nú skildi hann allt. Ruth hafði gabbað hann. Flutningsvagninn var áreiðanlega frá föður hennar. Hún hafði auðvitað enga peninga átt og ætlað sér að laumast í burtu, en þá hafði farið svona. Hann dáðist að dirfsku hennar og fann, að þau voru andlega skyld. Hann klifraði upp á þakið á vagninum og lét sig renna niður. Vagnhurðin stóð í hálfa gátt. Loksins komst hann inn í vagn- inn, en þar var allt á floti. — Hvar eruð þér? — Hérna, sagði Ruth. — Ég sit uppi á borði. Það var það eina, sem þeir höfðu sett inn í vagninn, áður en þeir fóru að borða. Hafið þér eldspýtu? — Já, en það þýðir nú lítið, þegar þær eru rennandi blautar. Stutt þögn. Hann tók eftir því, að hún gaf enga skýringu á hegðun sinni. Hún virtist ganga að því vísu, að hann skildi sig. — Ég er meidd og hefi blóðnasir, sagði Ruth. — Þér eruð slæm stúlka, sagði hann. Hann heyrði, að hún grét. Vesalings stúlkan. Síðan leysti hún frá skjóðunni og nn. Framhaldssaga eftir Arnold Bennett Það, sem áður er komið af sögunni: Edward Henry Machin var fæddur árið 1867 í elzta bænum af „bæjunum fimm“. Móðir hans var saumakona og kallaði hann Denry. Inn í menntaskóla komst hann með klækjum. — Þegar hann var 16 ára gamall kom móðir hans honum á skrifstofu hjá hr. Duncalf, málafærslumanni. — Þá var það, að greifafrú ein hélt dansleik í „bæjunum fimm“. Með klækjum komst Denry inn á dansleikinn og með klækjum útvegaði hann klæðskera sínum og danskennara boðskort á dansleikinn. Á dansleiknum vann Denry sér það til frægðar að dansa fyrstur við greifafrúna. — Frú Codleyn er ekkja og húseigandi, sem skipti við hr. Duncalf. Þeim hafði orðið sundur- orða og varð það til þess, að hr. Duncalf sagði Denry í reiði sinni upp atvinnunni. — Denry náði tali af frú Codleyn og bauð sig í þjónustu hennar sem húsaleigurukkari .... Hann lánaði leigjendunum peninga fyrir borg- un. — Frú Codleyn vildi nú selja hús sín, svo að Denry keypti af henni minnsta húsið, sem fátæk ekkja bjó í. Síðar gaf hann ekkj- unni húsið. — Herbert Calvert, auðugur hús- eigandi, fékk Denry til að rukka fyrir sig. Ruth Earp var ein af leigjendum hans. Denry heimsótti hana því til að rukka hana, en hún lék laglega á Denry .... sagði honum alla sögu sína. Hann hlustaði. Hvað átti hún að gera ? Hún hafði séð fyrir föður sínum. Reyndar hafði hún ætlað sér að borga hluta af húsaleigunni, en . . . Hann fyrirgaf henni allt vegna dirfsku hennar. — Hvað eigum við að gera ? spurði hún. — Bíða birtunnar, svaraði hann. Hún sagði honum meira og meira. Þegar birta tók, sá Denry, að hægur vandi var að stökkva af þakinu í land. Hann gerði það og setti svo borð á milli, svo að Ruth gæti stokkið í land. Því næst tók hann borðið hennar og braut það í mola. — Hvað gerið þér? spurði hún. — Látið mig um það, sagði Denry. — Þetta er hið eina, sem upp um yður gæti komið, en nú er það í lagi. — Jæja, sagði hann. — Nú fer ég. Við getum útkljáð hitt seinna — ég meina húsaleiguna. Þau horfðu hvort á annað. — Þér skuluð fara yfir Acre Lane, sagði hann. — Ég lít til yðar í dag. Þegar Demy kom heim, sló klukkan þrjú. Hann hafði engum mætt. Hr. Herbert Calvert leit hæðnislega á Denry, þegar hann rétti honum tíu pund frá ungfrú Earp. — Heyrið þér, sagði Calvert litli, og augu hans skutu neistum. — Þér verðið að ná í það, sem eftir er, strax. — Já, sagði Denry. — Það skal ég gera. — Ætlaði hún sér að laumast í burtu? spurði Calvert. — Nei, sagði Denry. — Það er misskiln- ingur. — Eruð þér trúlofaður henni? spurði Calvert frekjulega. — Já, sagði Denry, — en þér? Hr. Calvert velti því fyrir sér, hvað hann ætti við. Denry játaði með sjálfum sér, að kvon- bænir sínar hefðu byrjað á óvenjulega kynlegan hátt. IV. KAPÍTULI. Það kemur oft fyrir í „bæjunum fimm“ og á öðrum stöðum, að fólk, sem trúlofar sig snemma sumars, fer á einhvern bað- staðinn í ágústmánuði og býr við sömu götu. Þannig fór það fyrir Denry og Ruth Earp. Þetta hafði valdið þeim mikilla erfið- leika — þannig er það alltaf. Verzlunar- maður, sem hfir á því að innheimta húsa- leigu vikulega, getur auðvitað ekki farið burtu hvenær sem er. Og ung stúlka, sem á engan að, verður að bera virðingu fyrir almenningsálitinu. Ruth fór þannig að ráði sínu, að hún fékk með sér vinkonu sína, Nellie Cotterill, sem var af heiðarlegu fólki komin. Ruth kaus að fara til Llandudno. Þar fengu hún og Nellie sér tvö herbergi við St. Asaphs götu nr. 26, og Denry sér eitt herbergi við sömu götu nr. 28. Denry hafði aldrei séð hafið áður. Þegar hann gekk um í sparifötunum á milli stúlknanna, sem voru í ljósum sumarkjól- um og slóst í för með skemmtanasjúku fólki, fannst honum hafið fágurt og stór- kostlegt. En samt var hann enn hrifnari af því, hvað Llandudno var góður staður fyrir verzlunarfyrirtæki. Daginn eftir að hann kom þangað, fór hann í gönguferð og villt- ist út í Great Orme. I gegnum gluggana á hverju húsi sá hann stórt borð, við það sátu margir menn og borðuðu sama rétt- inn. I Llandudno gerðu 50.000 sálir alltaf það sama á sama tíma. Þær voru allar fíkn- ar í skemmtanir og vildu gera allt til þess að skemmta sér. Allar vildu þær borga í einu. Þessi hugsun hafði mun meiri áhrif á Denry en hafið. Hún festi rætur í heila hans, vegna þess að hann var skyndilega orðinn alvarlega hugsandi maður. Nú hafði hann eitthvað til að lifa fyrir. Hann var hamingjusamur af því að vera trúlofaður, en hreyknari en hann var hamingjusamur og meira undrandi en hreykinn. Þetta hafði allt gerzt öðru vísi en hann hafði búizt við. Hann hafði ekki orðið var við þær tilfinn- ingar, sem hann gerði ráð fyrir að verða var við og því spurði hann sjálfan sig: Hvað sá hún við hann? Hún hlaut að halda, að hann væri dásamlegri en hann var. Gat það verið, að hún, sem var miklu reynd- ari og kunni sig betur en hann, hefði kysst hann? Honum fannst það vera skylda sín að sýna henni, að hann væri það, sem hún hélt. En hvernig átti hann að fara að því ? Enn höfðu þau aldrei rætt um peninga- mál, þó að Denry langaði til þess. Hún áleit hann áreiðanlega auðugan mann. Það

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.