Vikan


Vikan - 15.12.1949, Page 15

Vikan - 15.12.1949, Page 15
Jólablað Vikunnar 1949 15 Munkaklaustur nútimans. Eftir ALAN E. BOUCHER M.A. Höfundur þessarar greinar, Alan E. Bou- cher, M.A., er 31 árs gamall, enskur mennta- maður, sem dvalizt hefur hér á landi við norrænunám síðan í desember 1947. Hann stundaði bókmenntanám í Cambridge og lauk þaðan prófi, en sjö ár var hann stríð- andi hermaður og dvaldizt m. a. hér á landi í setuliðinu 1940—1942. Er hann kvæntur íslenzkri konu og talar ágæta ís- lenzku. Eftir stríðið var hann um hrið kenn- ari í Ampleforth, sem greinin fjallar um. 1 Vikunni nr. 20 þ. á. birtist eftir hann lítið ævintýri: „Skógarvörður, sem vildi kvænast prinsessunni". Eins og kunnugt er, áttu klaustrin mik- inn þátt í menningarsögu Norðurálfunnar á öndverðum miðöldum, aðallega þau, sem stofnuð voru af hinni alkunnu Benedikts- reglu. Þegar heimsveldi Rómverja, er staðið hafði í rúmlega fjórar aldir, var steypt af stóli, voru það að mestu leyti klaustr- in, er geymdu síðustu glæður gömlu menn- ingarinnar. Á því tímabili, sem einatt er nefnt „aldir myrkursins“ (the Dark Ages), urðu þau að nokkurskonar miðdeplum sið- menningar, þar sem stundað var auk tíða- söngs og bænahalds, búskapur, handíðar og listir, en þó einkum kennsla og marg- víslegar fróðleiksgrreinar. Og þó að áhrif þýzkra fræðimanna hafi ef til vill áður fyrr valdið því, að gert hafi verið sem minnst úr hlutverki klerkanna á íslandi á fornöldinni, er ekki um það að efast, að menningarsaga þessa lands hefði verið mun fátækari, hefðu klaustrin að Þingeyrum, Helgafelli og víðar ekki verið til. Þegar leið að siðaskiptum, hlutu klaustr- in á Englandi sömu örlög og hér á landi. Hinrik konungur áttundi lét greipar sópa um eignir kirkjunnar, og meðal annarra urðu Benediktsmunkamir frá Westminster klaustri í London að leita griðarstaðar á meginlandinu, þar sem þeir héldust við á Frakklandi í rúmlega hálfa þriðju öld. En um aldamótin 1800 fengu kaþólskir menn á Englandi frjálsræði að iðka sína trúar- siði, og þá komu nokkurir Westminster- munkanna aftur til landsins og stofnuðu Ampleforth Abbey, klaustrið og skólinn. Ungir nemendur fá kennslu i eðlisfræði. klaustur á ný við litla sveitaþorpið Ample- forth, um það bil 30 km frá Jórvík, hinni gömlu höfuðborg Norður-Englands. Hér hófu þeir aftur starf sitt í þágu menning- arinnar, með því að stofna heimavistar- skóla fyrir drengi. Nú er Ampleforth klaustur orðið stærsti kaþólski skólinn og einn mesti menntaskóli Englands. Drengirnir eru sex hundruð að tölu, fyrir utan rúmlega hundrað í óháðri barnaskóladeild, og þar stunda hér um bil fimmtíu munkar og tuttugu leikmenn kennslu í ýmsum greinum. Klaustrið stendur í hlíð í fallegum heið- ardal í Yorkshire, en hinum megin dals- ins er gamall kastali, Gilling Castle, þar sem barnaskólinn hefst við. Þar er kennt drengjum frá átta til tólf ára gömlum, en í klaustrinu er sérstakt hús, einskonar milliskóli, fyrir drengi frá tólf til fjórtán ára. Hinir drengirnir, frá fjórtán til átján ára, eru í efri deild skólans. Ens og siður er við enska heimavistar- menntaskóla, skiptist námsárið í þrjú skeið: frá því snemma í október þangað til fram í miðjan desember; frá því síðustu viku janúar til fyrstu viku apríl, og frá byrjun maí til seinni parts júlí. Lærdómsdeildin skiptist í fornmáladeild (Classics), máladeild (Languages) og stærðfræðideild (Science). I máladeild læra nemendurnir aðallega frönsku og þýzku. Þó er einnig, ef vill, hægt að stunda ítölsku og spönsku. Nemendur greinast í deildír að loknu meira gagnfræðaprófi (Lower Certificate), sem allir nemendur verða að ljúka þegar þeir eru orðnir fimmtán ára. Eins og í öllum kaþólskum skólum, er kirkjan miðpunktur skólalífsins. Þar gegna munkarnir aðalstarfi sínu: messugerð og tíðasöng. Syngja þeir hinn ævaforna og fagra gregóriska söng, og er messum oft útvarpað. Drengjunum er aðeins skylt ao sækja messu á sunnudögum og helztu helgidögunum, en þó fara töluvert margir í kirkju á hverjumt morgni áður en kennsl- an hefst. Morgnarnir frá kortér fyrir níu til eitt eru helgaðir kennslustundum, með hálfr- ar stundar hléi fyrir morgunkaffi klukkan hálf ellefu. Eftir miðdegisverð eru stund- aðar ýmsar íþróttir, svo sem fimleikar, knattspyrna á veturna, sund, tennis og cricket á sumrin, skátaæfingar og heræf- ingar. Því að meðal munkanna eru ekki að- eins háskólagengnir fræðimenn og kennar- ar í öllum fræðigreiunm, heldur einnig nokkrir framúrskarandi íþrqftamenn og þjálfarar. Þegar búið er að drekka eftir- miðdagste, byrjar kennslan aftur og hún heldur áfram þangað til hálf átta á kvöldin. Auk venjulegra kennslugreina, getur drengur numið nokkrar aukagreinar, svo sem tónlist, teikningu og málaralist, og auk þess ýmsan handiðnað, en í frístund- um sínum taka þeir, sem vilja, þátt í alls- konar félagsstörfum eftir því sem þeir hafa áhuga á, eins og t. d.: í bókmennta- félagi, tónlistarfélagi, náttúrufræðifélagi, jarðfræðifélagi og málfundafélagi. Þar að

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.