Vikan - 15.12.1949, Blaðsíða 19
Jólablað Vikunnar 1949
19
BRÉFASAI\IBÖI\ID Sjá bis. 6.
Hildigunnur Þorsteinsdóttir, Fanney Egilsdóttir (við pilta eða
Þórunn Steindórsdóttir1,
Elísabet Kristjánsdóttir,
Margrét Haraldsdóttir (við pilta eða
stúlkur 18—22 ára, mynd fylgi),
allar Húsamæðraskólanum,
Blönduósi, A.-Hún.
Anna Ólafsdóttir (við pilt 18—20
ára, skolhærðan eða ljóshærðan)
Kleppjárnsreylcjum, Borgarfirði.
<Juðbjörg Sigfúsdóttir (við pilta eða
stúlkur 18—22 ára),
Þorbjörn Sigfússon (við pilta eða
stúlkur 15—17 ára), bæði Stóru-
Hvalsá, Hrútarfirði, Strandasýslu.
Gísli Guðbrandsson og
Þórður Einarsson (við stúlkur 16—
20 ára), báðir á Héraðsskólanum
Reykholti, Borgarfirði.
Hjálmar Friðriksson (við stúlkur allt
frá tvítugu, mjög æskilegt að mynd
fýlgi),
■Ólafur Jóhannsson (við stúlkur þri-
tugar og eldri, mynd fylgi), báðir
að Miðkoti, Þykkvabæ, Rangár-
vallasýslu.
Ársæll Markússon (við stúlkur 25
ára og eldriýnauðsynlegt að mynd
fylgi), til heimilis að Dísukoti í
Þykkvabæ, Rangárvallasýslu.
Úr ýmsum áttum —
Þegar Japanir voru að búa sig und-
ir striðið, þótti það hin mesta dyggð
að vera illa til fara og gengu ráð-
herrarnir á undan rpeð góðu for-
dæmi. , , ,
Yngsti sundmaðufi heimsins er átta
mánaða drengur í Ástralíu. Faðir
hans er vitavörður og fór móðir hans
í fyrsta skipti með hann í sjóinn með
sér þegar hann var þriggja mánaða.
! ! !
Þegar Benjamín Franklin fann upp
•eldingavarann árið 1750, ásökuðu
klerkar hann um að hann væri að
reyna að koma í veg fyrir refsingar
guðs.
! ! !
Það er skaðlegt fyrir manninn að
ganga uppréttur! Við erum þannig
sköpuð að við eigum að ganga á f jór-
um fótum! Mannfræðingar og lækn-
ar eru sammála um þetta. Þeir segja
að innýflum okkar sé þannig háttað,
að þau eigi að vera í láréttri en ekki
lóðréttri stöðu. Og þeir spá því, að
ef við höldum áfram að ganga á flðt-
um fætinum, eins og við gerum, þá
hverfi litla táin með tímanum.
; ; i
Á heitum sumardögum gufar upp
25 m’ á sek. úr sænska vatninu
Siljan.
! ! !
Snillingurinn Jascha Heifetz hefur
síðan hann var sjö ára, leikið í 90,000
klukkustundir á fiðlu (en það eru
tveir fimmtu hlutar þess tíma, sem
hann hefur verið vakandi). Er hann
ákafur tennisleikari eins og Menuhin,
Milstein og Kreisler.
! ! !
Rússar hafa ákveðið að hefja
framleiðslu á húsgögnum úr pappír.
stúlkur 20—25 ára), Skarði,
Þykkvabæ, Rangárvallasýslu.
Kristrún Sigurðardóttir (við pilta eða
stúlkur 20—25 ára), Börgartúni,
Þykkvabæ, Rangárvallasýslu.
Stefán Jóhannesson (við stúlkur 15—
17 ára, mynd fylgi),
Bjarni Sigurðsson (við stúlkur 14—
17 ára, mynd fylgi), báðir á I-
þróttaskólanum í Haukadal, Bisk-
upstungum, Árnessýslu.
Eftirtaldir menn óska eftir bréfa-
samböndum við stúlkur 16—18 ára:
Einar Eybert,
Gylfi Jónsson,
Sigmundur Magnússon,
Jóhann Guðmundsson,
Haukur Sveinbjörnsson,
allir á bændaskólanum á Hvann-
eyri í Borgarfirði.
María Gísladóttir (við pilt 13—14
ára, æskilegt að mynd fylgi),
Hamraendum, Hraunhreppi, Mýra-
sýslu.
Jónína Árnadóttir (við pilt 30—40
ára), Hamraendum, Hraunhreppi,
Mýrasýslu.
Guðmundur Bjarnason (við stúikur
14—16 ára, æskilegt að mynd
fylgi), Hamraendum, Hraunhreppi,
Mýrasýslu.
Skolppípur, úr, föt, vagnhjól, teppi
og herskip hafa menn búið til úr
pappír.
; ; i
1 Chicago átti að byggja hús með
159 íbúðum. 158 baðkör var komið
með á staðinn. Næsta morgun voru
þau öll horfin.
Unga friiin hjá geðveikralækninum.
„Hann hvorki reykir, drekkur né
spilar fjárhættuspil, — en hann vill
ekki stoppa í sokka, þvo upp leirinn
eða liggja í gólfunum."
„Þú varst jólasveinninn á barna
ballinu, það er auðséð."
Parisarstúlkur hafa mikið dálæti
á loðhundum, þvi að þá er hægt að
klippa þannig, sem bezt fer við nýj-
ustu tízku. Þær láta einnig lita feld
hundsins, svo að hann fari vel við
Það er stranglega bannað i Kína
að rífa sundur áletruð blöð. Kínverj-
ar læra frá barnæsku að bera virð-
ingu fyrir því, sem skrifað er. 1
hverjum bæ eða þorpi er hof, þar sem
brenna má prentuð blöð eða handrit.
! ! !
Kúlusveppurinn, sem er einna ljúf-
fengasti sveppurinn, vex niðri í jörð-
inni og eiga hundar hægast með að
finna hann. 1 Italíu er haldinn vörð-
ur um staði, þar sem mikið vex af
kúlusveppunum, en samt er mikið
um þjófnaði á sveppunum. Þjófarnir
senda þá hunda inn á svæðin, sem eru
þjálfaðir i að grafa sveppina upp.
! ! !
Meðalhæð veðreiðahesta hefur auk-
izt um 22,3 cm á síðustu 200 árum.
Flöskuskeyti, er sent var 23. sept.
1826 frá skipi, sem var statt miðja
vegu milli Ameríku og Evrópu,
fannst við Frakklandsstrendur 15.
júní 1842 — eða nær 16 árum síðar.
; ; ;
Napoleon var fyrstur til þess að
veita frönskum hermönnum heiðurs-
merki fyrir hugprýði. Áður hafði
verið siður að veita mönnum góð
vopn eða verjur.
j ; ;
Italskur kaupmaður á 16. öld
ákvað að fara fótgangandi til lands-
ins helga, og til að gera förina sér-
lega merkilega gekk hann þrjú skref
' aftur á bak við hver f jögur, sem hann
gekk áfram. Og til Jerusalem komst
hann heill á húfi. Katrínu af Medici
fannst þetta svo athyglisvert uppá-
tæki, að hún aðlaði kaupmanninn.
! ! !
Menn, sem eru „vínsmakkarar" að
atvinnu drekka ekki vínin til þess að
dæma um gæði þeirra, heldur nota
þeir ilmanina.
„Bölvaður sóði ertu, maður! Þú ert með blöð frá fyrri viku. Skiptirðu
aldrei á rúminu?“
Nú geta menn fylgzt með þróun
og vexti unganna í eggjunum með
berum augum. Tveir lífeðlisfræðingar
hafa fundið upp að brjóta smá auga
á eggin án þess þó að skaða himn-
urnar.
! ! !
„Kokkteil" er engin ,,nýmóðins“
uppfundning. Þegar á 15. öld voru
bornar með mat i stórum veizlum
drykkjarblöndur, sem þannig voru
blandaðar: rauðvtn, koníak, pipar,
engifer, nellikur, ambra og moskus.
1 1 1
Það hafa fundizt upp í 180 perlur
í einni ostru.
1 október 1929 kafaði pérlukafari
í Persaflóa og kom upp með feg-
urstu perlu, sem fundizt hafði síðan
1850. Var hún metin á eina miljón
króna.
; ; j
Charles Darwin óskaði þess í fúl-
ustu alvöru, að sett yrðu lög, sem
bönnuðu skáldum að láta sögur sin-
ar „enda illa“.
; ; ;
Mazarin kardlnáli, hinn frægi
stjórnmálamaður, hélt því fram, að
hann væri túlípani og skipaði þjón-
um sínum að vökva sig.