Vikan


Vikan - 15.12.1949, Side 29

Vikan - 15.12.1949, Side 29
Jólablað Vikunnar 1949 29 UPPSÖGIM Þýdd smásaga TTngfrú Arnbek, einkaritari forstjórans, staðnæmdist við skrifborð Rutar. Rut leit upp, og horfði spyrjandi aug- um á ungfrú Arnbek. „Forstjórinn óskar eftir að tala við yður,“ sagði einkaritarinn. Rut varð forviða. Hún fór með ungfrú Arnbek inn í skrifstofu hennar, og beið þar á meðan hún fór inn í hið allra helg- asta. Ungfrú Arnbek kom þegar aftur. Hún mælti: „Forstjórinn er að tala í símann. Bíðið augnablik.“ Rut fékk sér sæti, og ungfrú Arnbek settist við ritvélina. Rut var imdrandi yfir þessari samtals- beiðni. Það var föstudagsmorgunn, og mikið að gera. Þetta var óvenjulegt, og henni leiddist þessi truflun. Vinnan var henni nauðsynleg þennan dag fremur nokkru sinni. Ef til vill gat hún gleymt því, ef hún var nógu önnum kafin, að Martin ætlaði að fara að tveim tímum liðnvun. Rut átti bágt með að trúa því að Martin færi, þau höfðu svo oft talað um sam- eiginlega framtíð, og dreymt dásamlega drauma um hana. Nú var nauðsynlegt að geta gleymt. Rut horfði á imgfrú Arnbek. Hún bar trúlofunarhring. Skrifstofumeyjarnar sögðu að hún ætlaði að gifta sig innan skamms. Hún átti gott. Hún var hamingju- söm. Rut minntist þess, sem Martin hafði sagt: „Það er heppilegast að við skiljum, Rut. Ég get ekki látið það viðgangast, að þú sért mér bundin. Þú hefur verið indæll félagi og vinur. En við getum ekki haldið áfram á sömu braut.“ Hún elskað hann. Og nú fór hann burt. Það er dýrt að búa í stórborg, og ógern- ingur fyrir peningalausan mann. Martin hafði verið atvinnulaus alllengi. En Martin hafði aldrei fengið lánaða peninga hjá Rut, þó að hún hefði oft boðið hon- um það. Hann borgaði aðgöngumiða hennar, er þau fóru í kvikmyndahús. Hann var stór- látur. Vegna f járhagsörðugleika hans var nú langt um liðið frá því að þau höfðu farið í kvikmyndahús, eða borðað á veit- ingastað. Henni hafði með naumindum tek- ist að koma honum til þess, að borða mið- degisverð hema hjá henni um skeið. Öllu sambandi við Martin var lokið. Hún þráði að geta gleymt honum. En það var hægar sagt en gert. Rut óskaði þess með sjálfri sér að forstjórinn færi að kalla á hana, svo hún gæti farið að vinna. Hvaða erindi skildi hann eiga við hana? Ef til vill ætlaði hann að segja henni upp starfi því, er hún hafði. Fyrir skömmu hafði fjórum skrifstofu- stúlkunum verið sagt upp. Það var yfir- leitt ekki mikið að gera í hennar deild, nema nú í nokkra daga. Það var einkennilegt, ef hún yrði at- vinnulaus, eins og Martin. Hún gat ekki að því gert að hann var alltaf efst í huga hennar. Þar, sem hún gat ekki bægt hon- um úr huganum í skrifstofunni, hvemig ætli það tækist þegar hún væri komin heim? Þau höfðu stælt kvöldið áður. Hún hafði lagt fast að honum að fara ekki — grátbænt hann. Hún var ekki stórlát eins og hann. En hún gat ekki taiið hann á sitt mál. Það var gersamlega ómögulegt. Hann sagði: „Hvaða álit hefurðu á mér? Þú gerir þér ekki háar hugmyndir um mig. Kaupið sem ég fæ í banka frænda míns í þessu níu hundruð manna þorpi, er helmingi lægra en laun þín. Dettur þér í hug að yfirgefa góða stöðu og góða íbúð mín vegna? Ég hefi allt of lítið upp á að bjóða til þess að nokkurt vit væri í því. Þú ert vön við að þér líði vel. Þó að þú vildir gera þetta, myndi ég aldrei sam- þykkja það. Nei, góða mín! Þegar ég fer til Vesturbæjar skal okkar sambandi vera slitið. öðruvísi getur þetta ekki verið. Það er okkur báðum fyrir beztu.“ En ef henni yrði sagt upp? Ungfrú Ambek mælti: „Nú getið þér farið inn til forstjórans.“ Rut stóð á fætur og fór á fund hús- bóndans. Rut var stödd á járnbrautarstöðinni, þegar Martin kom þangað. Er hann sá hana varð hann glaðlegur í bili, en áhyggjusvipurinn færðist fljót- lega yfir andlit hans. Hann mælti: „l-u hefðir ekki átt að koma. Koma þín geiir okkur enn sorgmæddari.“ Rut sagði: „Ég gat ekki látið hjá líða að kveðja þig.“ Hann þrýsti henni fast að sér og kyssti hana. Að því loknu sagði hún hon- um hvað hafði gerzt. Þegar Rut hafði lokið frásögninni mælti hann: „Var þér sagt upp? Ég er forviða á því. Þú sem varst í svo miklúm metum.“ Jean Simmons gerir jólainnkaupin. (Myndin er frá J. A. Rank, London). TVÆR FELUMYNDIR Hérna eru hafmeyjarnar þrjár, en hvar er mar- mennillinn ? „Já,“ svaraði hún. „En mér er sama. Ég á svo mikla peninga, að ég hefi nóg fyrir mig að leggja marga mánuði. Martin! Nú skil ég það betur hvemig áhrif atvinnuleysið hefur haft á þig. Það veldur öryggisleysi og ótta við framtíðina, Það lamar.“ „Elskan mín,“ sagði Martin. Og nú var hann eins og fyrrum. Honum hafði aukizt þrek og þor við erfiðleika hennar. „Það fer önnur lest klukkan sjö í kvöld. Geturðu verið tilbúin með svo litlum fyrirvara? Við förum bæði. Við giftumst svo fljótt sem auðið er.“ „Giftum okkur?“ sagði Rut. „Já, vitanlega," sagði Martin. „Álítur þú að ég láti þig verða eftir í borginni, atvinnulausa, með litla peninga og eftir- litslausa. Enginn er hér, sem gætir þín. Þú ferð með mér. Mótmæli em gagnslaus frá þinni hálfu. Komdu með mér!“ Og Rut fór með Martin. Henni hafði ekki til hugar komið að mótmæla því. Hún hafði sagt upp stöðu sinni. Og meira en það. Forstjórinn hafði boðið henni einkaritarastöðu, sem var betur borguð en starf það, er hún hafði haft. Henni þótti leiðinlegt að geta ekki sagt Martin frá því, hve forstjórinn varð undrandi, er hún sagði upp stöðu sinni, og vildi ekki þiggja stöðu þá sem hann bauð henni. Hann vissi ekki að Rut elskaði Martin meira en peningana.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.