Vikan - 15.12.1949, Blaðsíða 33
Jólablað Vikunnar 1949
33
Hamingjuskeifan
BARNASAGA.
Það var síðara hluta dags, árið
1440, að maður var á gangi eftir veg-
nium, sena lá meðfram Rin, í grennd
við þýzka bæinn Mainz. Þetta var
að haustlagi.
Rignt hafði allan daginn. En nú
var stytt upp. Vegurinn var vond-
ur, eins og eðlilegt var, eftir rign-
ingima.
Vegfarandinn tók þó ekki eftir því.
Hann var djúpt hugsandi. Hann var
gáfulegur á svip, ennið hátt og hvelft.
Maðurinn hafði alskegg, tvíklofið.
Strauk hann það án afláts.
Þegar maðurinn kom að litlum
lundi, sem var rétt við veginn, komu
tvö börn hlaupandi. Það voru piltur
og stúlka. Átti faðir þeirra bóndabæ
þama i grenndinni.
„Góðan daginn, meistari Jóhann,"
kölluðu bæði börnin samtimis.
Vegfarandinn hafði ekki veitt börn-
unum athygli, fyrr en hann heyrði
þau kalla.
Hann nam staðar, all-forviða, brosti
vingjamlega og'sagði: „Jæja, Franz
og María. Hvað eruð þið að gera
hér ?“
„Pabbi sendi okkur til þess að tína
sprek og kvisti," svaraði drengurinn.
„Við erum á heimleið.“
Bömin og meistari Jóhann urðu svo
samferða áleiðis til bóndabæjarins.
Á leiðinni sögðu ,au honum, hvað
gerzt hefði á heimili þeirra frá því
er hann siðast heimsótti þau og for-
eldra þeirra.
Skyndilega staðnæmist Franz og
sagði: „Hér liggur skeifa“.
Hann laut niður og tók skeifuna.
„Ég fer heim með þessa skeifu og
læt hana yfir dymar. Henni fylgir
hamingja. Það hef ég heyrt talað
um.“ Franz var mjög hrifinn.
Á meðan þessu fór fram, hafði
meistri Jóhann staðið eins og töfrað-
ur og horft á farið, sem skeifan hafði
myndað í leðjuna á veginum.
Svo leit hann upp, kvaddi börnin
i skyndi og gekk hratt áleiðis til
borgarinnar.
Franz og María horfðu forviða á
eftir honum.
„Því fór meistari Jóhann svo
skyndilega?" spurði María. Franz
vissi það ekki.
Það var ekki að búast við því,
að bömunum kæmi til hugar, að þessi
atburður yrði frjóangi mikillar upp-
götvunar.
Meistari Jóhann fékkst við að
prenta bækur. Hann hafði um margra
ára skeið velt því fyrir sér hvern-
ig hann gæti bætt tæki sín.
Er hann prentaði, varð hann að skera
bókstafina á tréplötur. Þetta var
seinlegt, — og þar að auki var ekki
hægt að nota tréplöturnar oftar en
einu sinni.
Þegar meistari Jóhann sá farið eft-
ir skeifuna í leðjunni á veginum, datt
honum í hug að steypa mætti lausa
bókstafi úr málmi.
1 litlu, óbrotnu handtæki fór hann
svo að steypa bókstafi úr blýi. Hann
gat þá raðað stöfunum saman og
myndað úr þeim orð. Svo var hægt
að aðskilja stafina og nota þá i önn-
ur orð. Þetta mátti endurtaka i sí-
fellu. Ennfremur var það mikill kost-
ur, að stafirnir voru hver öðrum lík-
ari. En þegar stafirnir voru skornir
með hníf, urðu þeir meira og minna
ólikir sem eðlilegt var.
Þessi maður, sem hér er um að
ræða, hét Jóhann Gutenberg. Hann
er nefndur faðir prentlistarinnar.
Þegar hann fann upp hið „lausa let-
ur“ var hægt að prenta bækur án
gifurlegs kostnaðar.
Gutenberg er einn af mestu vel-
gjörðamönnum mannkynsins. Eftir að
prentlistin breiddist út, fjölgaði bók-
um, og menningin jókst. Hvemig
myndi heimurinn nú líta út án bóka,
tímarita og blaða ? Gutenberg græddi
ekki á uppgötvun sinni. Það er líka
algengt, að snillingar verða ekki ríkir.
— Áðrir menn stálu uppfinningu
Gutenbergs og græddu á henni. —
En Jóhann Gutenberg lagði horn-
steininn að nútimamenningu vorri og
verður einn hinna „eilífu" manna í
sögu kynslóðanna.
Það er ekki of djúpt tekið i ár-
inni, er stórskáldið Victor Hugo
sagði: „Uppgötvun prentíistarinnar
er mesti viðburður mannkynssög-
unnar."
Hér á Islandi er bókaútgáfa hlut-
fallslega meiri, samanborið við fólks-
fjölda, en í nokkru öðru menningar-
landi.
En bækur eru misjafnar að gæð-
um, og sumar ekki við bamahæfi.
Það er bezta skemmtun margra að
lesa góðar bækur. Og mörg íslenzk
börn eru sólgin í að lesa sem flestar
bækur. En fæst þeirra vita, hverjum
þau eiga þá ánægju að þakka. En það
er Jóhann Gutenberg.
Það er til máltæki, sem hljóðar
þannig: „Blindur er bóklaus maður".
Er það óvéfengjanlegur sannleikur.
Bækur eru dýrar, og rétt er að
minna á það, að vel þarf með þær
að fara, svo að verðmæti þeirra rýrni
ekki óhæfilega mikið. Og óhreinar
bækur em hættulegir smitberar.
Biblíumyndir
þeir munu bera þig á höndum sér,
til þess að þú steytir eigi fót þinn
viJ steini.
4. mynd: Síðan lauk hann upp hug-
skoti þeirra, til þess að þeir skildu
ritningarnar, og sagci við þá: Svo
er skrifað, að Kristur eigi að líða
°S upp rísa frá dauðum á þriðja
degi og að boðað skuli verða í nafní
hans öilum þjóðum iðrun og syndá*
fyrirgefning — en byrjað í Jerú-
salem: ■ ..."... ...
Veiztu
1. mynd: Guð minn, guð minn! hví
hefur þú yfirgefið mig.........Guð
minn!“ hrópa ég um daga, en þú
Svarar mér ekki, og um nætur, en
ég finn enga fró.
2. mynd: Því að hundar umkringja
mig, hópur illvirkja slær hring um
mig, hendur mínar og fætur hafa
þeir gegnumstungið.
3. mynd: Ef þú ert Guðs sonur, þá
kasta þér niður, því að ritað er:
Hann mun fela þig énglum sínum og
cVTf*
Mynd efst til vinstri: Að hleypa brúnum, veldur hrukkum. Mynd í miðju:
Rjúpur eru náskyldar orrum og þiðrum, sem eru villtir bæði í Mið-Evrópu
og Skandinavíu. Mynd að neðan til vinstri: 1 jórturdýrum, sem deyja úr
hungri, er vömbin aldrei tóm. Sést af þvi, að fæðan, sem skepnan tekur til
sín í hvert skipti, liggur lengi í vömbinni, áður en hún er tuggin. Mynd til
hægri: Búsáhaldasalar á Guatamala bera þungar byrðar á bakinu yfir fjöll
og firnindi og hvíla sig ekki nema endrum og eins.
B-20