Vikan - 15.12.1949, Side 37
Jólablað Vikunnar 1949
37
:.... Framhaldssaga: .........................................
LEIKUR ÖRLAGAIMNA
| 20 Eftir HERMÍNU BLACK
........■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■...■■■■■■...■■■■■■■■■■■■•.......■■■•■.......■>■■.•■>■■■■■■■■■••■•■
„Getið þér ekki séð, hvað þér eigið að gera?
Þér eruð ekki brjálaður, Rosslyn ?“
„Nei, það vona ég ekki.“
„Jæja, — lítið þá skynsamlega á málið." Sir
Hugh hafði staðið upp og stóð við arininn. „Þér
eigið aðeins um eitt að velja. Lissa Grey getur
ekki hjálpáð yður, en mig grunar, að til sé ann-
ar, sem getur það.“
„Hvað eigið þér við?“ spurði Garth.
„Þegar ég las frásögnina af réttarhöldunum,
gat ég mér til, að sá, sem sökina ætti, væri ekki
dáinn. Er það rétt?“
Garth hikaði.
„Já, en — —“
„Vitið þér, hver hann er?“
„Og ef ég veit það -— ?“
,,Þá verðið þér að fá hann til að gefa sig fram
og taka sjálfan afleiðingunum af gerðum sín-
um.“ •
Þögn varð í stofunni. Garth stóð upp og gekk
út að glugganum og horfði út. Nú að lokum sá
hann þetta allt greinilega fyrir sér, og hann böly-
aði heimsku sinni, sem hafði fengið hann til að
vernda Tony. Hér var ekki einungis um að ræða
gott nafn hans sjálfs, heiður hans, heldur allt
lífsstarf hans og — mikilvægara en allt annað
■— Hamingju Nödu! Sir Hugh hafði rétt fyrir
sér. Hinn seki varð sjálfur að taka afleiðingun-
um.
„Ég er sammála yður, Sir Hugh,“ sagði hann
og gekk til hans, en því miður eru ■— vissar á-
stæður, sem gera þetta mjög erfitt. Ég hef gefið
loforð mitt —“
„Þá verðið þér að brjóta það,“ sagði Sir Hugh
ákveðinn. „Og, Rosslyn — hversu erfitt, sem
þetta verður fyrir yður, þá skuluð þér vita, að
ég stend bak við yður, og að þér getið treyst
hjálp minni. En því miður held ég, að Bulverton
hafi aldrei getað þolað yður.“
„Ég held það lika,“ sagði Garth.
„Nú er það starf yðar sem um er að ræða, vin-
ur minn — móti loforði, sem aldrei hefði átt að
gefa, og sem ég er viss um, að unga. stúlkan
m'undi leysa yður frá, ef hún gæti.“
Garth stóð grafkyrr. Ef aðeins væri um að
ræða loforð, sem hann gaf látinni manneskju!
En hann hafði gefið lifandi manni loforð sitt, og
ekki var liklegt, að þessi maður myndi lita á
málið frá hans sjónarmiði.
Hann og Tony — og Bulverton lávarður, sem
endilega vildi eyðileggja annan þeirra. Það var
andstyggileg hugsun, að það væri starfferill hans
á móti starfsferli frænda hans.
En nú var einnig um Nödu að ræða! Smán
hans mundi kremja hjarta hennar. Ó, hamingjan
góða, hvað lifið var hræðileg flókið.
„Stjórnin heldur fund aftur eftir viku,“ ^agði
Sir Hugh. ,,Ég veit ekki, hvað komið getur fyr-
' ir á þessari viku, og hvernig sem ffer, vil ég ráð-
leggja þér að nota tímann vel.“
„Það ætla ég að gera, ef ég get,“ sagði Garth.
„Og þúsund þakkir, Sir Hugh. Þér hafið reynzt
mér sannur vinur.“ »
18. KAPLI.
Þegar Garth eftir samtal sitt við Sir Hugh
fór heim í Harley Street, hugsaði hann um að-
stöðu sína. Hann vissi, að fyrr eða síðar mundi
hann þurfa að sæta dómi sjúkrahússstjórnarinn-
ar og —- augum heimsins mundi hann, Rosslyn,
vera glæpamaður.
Ef Tony ekki viðurkennir, þá verður að neyða
hann til að sjá þetta í réttu ljósi!
Sir Hugh gat verið mjög strangur. Jafnvel
Bulverton lávarður mundi hugsa sig um tvisvar
áður en hann ákvæði að berjast á móti þessum
fræga sérfræðingi.
En Gatth vissi alveg eins vel og Sir Hugh,
að ekkert gat hjálpað honum. Þegar hann gaf
Tony loforð sitt, hafði honum aldrei til hugar
komið, að dauði Lissu hefði annað í för með
sér en nokkurra daga umtal í héraðinu, þar sem
þetta kom fyrir og ef til vill grein í blaðinu þar
á staðnum.
En nú vissi hann, að vonlaust mundi fyrir
hann að reyna að halda loforð sitt, og þessi hugs-
un var honum mjög erfið, þar eð hann hafði
aldrei á ævi sinni brotið loforð sitt. Hann hafði
engan tima til að fara til Tony nú, en á leið-
inni upp gekk hann inn í lækningastofu sína
og hringdi í Tony.
„Það er Garth,“ sagði hann, þegar Tony svar-
aði. „Það gleður mig að þú varst heima. Held-
urðu, að þú gætir komið og talað við mig um
klukkan hálfníu ?“
„Ég fer til Brighton í kvöld,“ var svarið. „En
— já, ég held ég geti komið. Hv'að er nú að?“
„Það get ég ekki sagt í símann,“ sagði Garth.
„Það mun taka alltof langan tíma að útskýra
það.“
„Klukkan hálfníu. Þetta er mjög leyndardóms-
fullt. Ég vona, að það séu ekki nýir erfiðleik-
ar.“
„Ég skal segja þér það, þegar þú kemur. Mér
leiðist að þurfa að gera þér þetta ónæði.“
Tony hló.
„Minnstu ekki á það, góði frændi minn. Klukk_
an hálfníu."
Garth hefði viljað heldur, að Tony kærni ekki
þangað heim, en — einkum vegna þess, að hann
ætlaði að fara í burtu, var þetta óhjákvæmilegt.
Við kvöldverðinn sagði hann vúð Nödu.
„Tony kemur í kvöld. Ég þarf að tala við
hann.
„Tony!“ hrópaði Nada forviða.
,Já, elskan. Hann fer i kvöld í burtu og ég veit
ekki hve lengi hann verður burtu — en ég verð
nauðsynlega að tala við hann, áður en hann fer
af stað, og ég verð að vera heima, af því að ég
á von á hringingu."
,,Ég vil ekki hitta hann, Garth," flýtti Nada
sér að segja.
„Þú þarft þess heldur ekki. Ég hef þegar beð-
ið Annie að vísa honum inn á skrifstofu mina
-----“ hann þagnaði, þegar Annie kom inn.
Nödu þótti mjög fyrir þvi, að Tony skyldi
ætla að koma. Hún hafði vorkennt honum —
þrátt fyrir reiði sína — áður en Garth hafði kom-
ið um kvöldið, í litla sumarhúsið, en henni var
ljóst, að hún hafði þá séð Tony betur en hún
nokkru sinni mundi sjá hann — ef til vill vegna
þess, að hún bar engar tilfinningar í brjósti til
hans lengur.
Klukkan var næstum átta, er þau höfðu lok-
ið við að snæða kvöldverð, og þau ætluðu að fara
að drekka kaffið, þegar Annie tilkynnti, að hr.
Hammerton væri kominn. Þegar Annie fór út
úr skrifstofunni, fór Garth á eftir henni, en áður
en hann lokaði dyrunum, sneri diann sér við og
tók Nödu í faðm sér.
„Elskan mín — ég lofa þér — ég skal ljúka
við þetta eins fljótt og ég get,“ sagði hann, kyssti
hana og fór síðan.
Þegar hann kom inn í vinnustofu sína, stóð
Tony við arininn og sneri andUtinu að dyrunum.
Garth stóð kyrr, óttasleginn yfir útliti Tonys.
„Hvernig hefurðu farið með þig?“ hrópaði
hann. „Þú lítur hræðilega út.“
„Mér líður ágætlega," sagði Tony óþolinmóð-
ur. „Ég hef hræðilegan höfuðverk, annað er það
ekki. Þetta andstyggilega veður er alveg að gera
út af við mig.“
„Ég skal láta þig fá eitthvað við þessum höfuð-
verk,“ sagði Garth.
„Nei, þakka þér fyrir! Mér er að batna, og ég
get ekki þolað meðul. Hvað gengur að? Hef-
urðu ekki nógu marga til að lækna?"
Garth þekkti hann frá fornu fari sem erfiðan
sjúkling og yppti því aðeins öxlum.
„Eins og þú vilt.“
„Jæja?“ sagði Tony svo. „Þú hefur varla sent
boð eftir mér, til að spyrja mig umu heilsu mina,
býst ég við.“
„Nei, það hef ég ekki.“ Garth settist v.ið skrif-
borðið og Tony settist í hægindastól. „Mér þykir
það leitt, en því miður hafa orðið vandræði, sem
gerir mér ókleift að halda nafni þínu utan við
Lissu Grey.“
Tony rétti úr sér.
„Hvað? — Ég hélt, að það mál væri úr sög-
unni!“
„Ég verð að segja, að ég hélt það einnig,"
sagði Garth þurrlega. Og svo sagði hann honum
í stuttu máli frá því, sem Sir Hugh hafði sagL
Andlit Tonys varð dökkt af bræði, er hann
hlustaði. Og að lokum mótmælti hann:
„Ég hef aldrei heyrt annað eins þvaður! Hvers
konar kjaftakerlingar eru í þessari stjórn?
Hlusta á þorpsþvaður og nafnlaus bréf! En staða
þín er nógu sterk til að koma þessu i lag,“
„Ég er hræddur um, að ég geti það ekki,"
sagði Garth. „Auðvitað hafa þeir engar raun-
verulegar sannanir gegn mér. Auk þess getur
sjúkrahúsið ekki skellt skollaeyrunum við
hneyksltnu, sem einn af fremstu læknum þess er
flæktur í.“
„En fjandinn sjálfur," hrópaði Tony. „Maður
skyldi ætla, að sjúkrahúsið hefði keypt þig og
einkalíf þitt. Hvaða rétt hafa þeir til að skipta
sér af þínum einkamálum?"
„Það hættir að vera einkamál á því augna-
bliki, sem óviðkomandi manneskja segir, að ekki
sé hægt að trúa lækni fyrir kvensjúklingum,
sem séu hjá honum," sagði Garth þolinmóður.
„Það neyðir stjórnina til að taka ákvörðun —
annaðhvort verður hún að rannsaka málið til
hlítar, eða hún verður að segja mér að biðjast
lausnar. Svo að þú skilur — ég er hræddur um,
að eitthvað áhrifamikið verði að gerast."
„Og hvað hefurðu hugsað þér að gera? Selja
Illustrated Record sömu söguna?“ Einkennileg-
urhljómur var í rödd Tonys.
„Nei," svaraði Garth. „Ég hefi i huga að biðja
þig að fara til Sir Hugh Carruthers — ef til vill
koma fram fyrir stjórnina og segja þeim hrein
skilningslega alla söguna."
„Jæja!“ Tony stóð upp, gekk að arninum og