Vikan


Vikan - 24.01.1991, Síða 34

Vikan - 24.01.1991, Síða 34
S)tjörnuspá Hrúturínn 21. mars - 19. apríl Einbeittu þér að starfs- skyldunum. Samskipti sem byggj- ast á gagnkvæmu trausti gætu komið miklu til leiðar. Óvænt atvik gæti þó sett tímabundiö strik í reikninginn. Nautið 20. apríl - 20. maí Reyndu að forðast óþarfa eyðslu fram að mánaðamótum. Þú færð tækifæri til að afla þér svolítilla aukatekna eftir mánaða- mót en þú þarft á þessum pening- um að halda seinna. Tvíburarnir 21. maí - 21. júnf Þú ert að fyllast nýjum krafti og getur þvf farið að ein- beita þér að hugðarefnum þínum. Samskipti við yfirmenn eða langt að komna eru árangursrík. Fram undan eru breyttir tfmar. Krabbinn 22. júní - 22. júlí Einbeittu þér að smáatr- iðum og gakktu frá lausum éndum. Þú hefur orðið fyrir nokkr- um áföllum en nú er sá tími liðinn, að minnsta kosti í bili. Ljónið 23. júlí - 23. ágúst Rómantíkin blómstrar í lok mánaðarins. I febrúarbyrjun fer Satúrnus inn í Vatnsbera- merkið og gefur möguleika á sterkari vináttutengslum en áður. Láttu þó ekki misnota góðvild þína. Meyjan 24. ágúst - 23. sept. Byrgðu ekki áhyggjur þfn- ar inni. Þér gengur vel f starfinu en fólk krefst mikils af tíma þínum. Reyndu að hvíla þig þeg- ar tfmi vinnst til. Vogin 24. sept. - 23. okt. Þú þarft að sýna lipurð í samskiptum við fólk og tekst það ef þú vilt. Ferðalag eða samskipti við fjarlæga manneskju eru á döf- inni. Einhver bíður eftir bréfi frá þér. Sporðdrekinn 24. okt. - 21. nóv. Spurningin er: Hefurðu vanrækt þína nánustu undanfar- ið? Dulin spenna kraumar undir yfirborðinu og þú fréttir af gömlum kunningja sem hefur áhuga á að hitta þig. Bogmaðurinn 22. nóv. - 21. des. Fjármálin eru ofarlega á baugi um þessar mundir. Nú get- urðu framkvæmt ákveðið verk sem þú hefur lengi haft löngun til en sýndu Ijúfmennsku og nær- gætni. Stelngeitln 22. des. -19. janúar Nú er tími til að styrkja framtíðarhorfurnar. Sumir reyna að hafa áhrif á einkafjármál þín en nú er tækifæri til að breyta um stefnu. Vatnsberinn 20. janúar - 18. febrúar Skemmtilegur fagnaður erframundan;mikiðlíf ogfjör. Nú er tími til að taka upp gamalt mál og koma því út úr heiminum en Satúrnus kemur inn í sólarmerki þitt í febrúarbyrjun og gæti gert þig tvístígandi. Fiskarnir 19. febrúar - 20. mars Aflaðu nýjum hugmynd- um stuðnings og þér tekst vel upp. Taktu svo lífinu með ró því það verður mikið um að vera hjá þér í byrjun febrúar. KORTIRÁ DAG GíWR BJARGAÐ BARNINU. . . Frh. af bls. 13 Gott dæmi um ábyrgð sem börnin eiga að bera en margir foreldrar eigna sér er heima- námið. Þar má oft sjá að allt of margir foreldrar fara í „leynilögregluleik" við börnin. Þá er spurt: „Ertu búinn að læra?“ - Nei, það var ekkert sett fyrir. „Leyföu mér að sjá töskuna." - Ég gleymdi henni í skólanum. Þarna eru börnin að reyna að koma sér hjá sinni ábyrgð og foreldrarnir að reyna að afhjúpa sökina. Þetta verður mynstur hjá mörgum og foreldrarnir fara að taka á sig þá ábyrgð að sjá um þessa hluti. ( svona tilvik- um þurfum við að hjálpa börnunum á alla mögulega enda og kanta svo þau geti staðið undir sinni námsábyrgð. En um leið og við för- um að sjá um þetta, bera ábyrgð á þessu og elta þau uppi þá er þetta orðið okkar mál. Ef þau kunna ekki að bera ábyrgð þá er að kenna þeim það. Mikill meirihluti foreldra tekur ábyrgð á hlutum sem börnin eiga að bera ábyrgð á; á mætingum, heimanámi og með sífelldum lausnum eða uppástungum í stað þess að láta þau finna sínar lausnir sjálf. Þau þurfa ekki að vera há í loftinu þegar þau geta lært félagslega ábyrgö; að vaða ekki yfir fólk og taka tillit til annarra. Foreldrar festast mikið í því að fara að leysa vanda barnanna í stóru og smáu í þeirri trú að þeir séu að gera gott. Þetta kalla ég „ofurfor- eldra“ sem gera sér ekki grein fyrir því að besta hjálpin er stuðningur en ekki að taka málin að sér. Ekki eitt einasta barn sem ég hef hitt í gegnum þetta starf í tæp tólf ár hefur ver- ið ánægt með að skr^a, læra ekki heima og taka ekki til eftir sig. Þau vita hvað er rétt og langar gjarnan til að gera það en það er eitt- hvað sem þau ekki kunna. Stór þáttur í já- kvæðri sjálfsmynd er að finnast maður ein- hvers verður, geta verið stoltur af verkum sín- um og tekið ábyrgð á þeim. Á ákveðninám- skeiðunum reynum við að kenna fólki að greina þarfir sínar og að þora að bera ábyrgð á þeim. Láti maður aðra bera ábyrgð á sér er hætta á að á manni verði troðið í leiðinni. Við reynum að kenna fólki að segja: Hér er ég og þetta er mikilvægt fyrir mig, án þess að óttast að stuða aðra. Það er mikilvægt að kunna að setja sitt fram en að taka jafnframt tillit til ann- arra. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort við kunnum ekki að búa í því samfélagi sem við höfum búið til hérna. Nándin í bændasam- félaginu var miklu meiri og í því voru miklu meiri innbyggð félagsleg samskipti og öryggi varðandi framtíðarsýn. Nú vita krakkar ekkert hvað þeir verða, þeir eru í skóla en eiga sér engar fyrirmyndir svo allt er miklu óljósara. Gömlu aðferðirnar sem gátu gengið í gamla samfélaginu ganga ekki lengur. - Hvaða aðferðir henta þá í þessu vinnu- þrælaþjóðfélagi? Við þurfum að koma mjög sterklega til móts við öryggisþarfir barnanna. Það er ekki sjálf- gefið að barn sem fæðist upplifi öryggi, jafnvel þó það búi heima. Það þarf að hlúa að því. Svo þarf að kenna þeim að gefa og þiggja félags- lega og tilfinningalega. Ég sé alltof marga ein- staklinga sem kunna bara að þiggja eða heimta en kunna ekki að gefa á móti. Aðrir gera sífellda greiða en kunna ekki að taka við. Þar er þá ójafnvægi en ég tel að það sé fólki mjög mikilvægt að jafnvægi ríki í þessum þáttum. Sem dæmi þá er sú vinátta dýpst þar sem við getum treyst og vitum að okkur er treyst. Þar sem við getum gefið og við fáum. Þá ríkir jafnvægi þegar upp er staðið; við vitum að við bæði gáfum og þáðum. Þetta finnst mér vera þau grundvallaratriði sem foreldrar verða að hlúa að því þau koma ekki af sjálfu sér. Ég tala stundum um „töfrakorériö" sem lausn. Það er sagt að korér á dag geti bjargað börnum frá vændi, eiturlyfjaneyslu, afbrotum og öðrum stórborgarvandamálum. Svo spyr maður foreldra hvort þeir eigi korér á dag með barninu sínu sem fari í annað en að segja því að borða almennilega eða bursta f sér tennurnar, heldur verulega góð samskipti þar sem verið er að gefa og þiggja. Meira en helm- ingur fólks svarar þessu heiðarlega og segist efast um að það eigi korér á dag með börnun- um. Fólk segist stundum eiga korért og sund- um eiga hálftíma en ekki kortér á dag að stað- aldri. Það er rexað og pexað um að Ijúka heimanáminu og drífa sig nú í rúmið en um önnur samskipti er lítið. Börnin fá dýra og fína muni en það sem þau sakna þegar ég tala við þau er það að pabbi og mamma eru aldrei heima og það er ekkert hægt að tala við þau. Ef ég spyr þau hvað þau myndu velja; færri hluti eöa betri samskipti, þá kemst aldrei neinn efi að hjá þeim um að þau kysu heldur betri samskipti við foreldra sína, þegar þau upp- götva að þau geta ekki haft hvort tveggja. Þegar eitt gildismat er sett upp á móti öðru; til dæmis lífsgæöakapphlaupið á móti einhverju ekta, á borð við heiðarleika, vináttu eða traust, þá velja þau það. 34 VIKAN 2. TBL. 1991

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.