Vikan - 24.01.1991, Síða 44
JÓNA RÚNA KVARAN MIÐILL SVARAR BRÉFI FRÁ VIKULESANDA
HUGSANLEGT GILDI
ANDLEGRA VERÐMÆIA
Komdu sœl, Jóna Rúna!
Ég veit ekki hvað langt er síðan ég fór að velta fyrir mér eilífðarmálunum en einhvern veginn
hef ég alltaf haft tilfinningu þess að þetta iíf sé bara partur afmeira lífi. Ég er húsmóðir og
ein af fimm systkinum, er reyndar á milli þrítugs og fertugs. Fram að tvítugu þótti mér nokkuð
eðliiegt, þó að takmörkuðu leyti vœri, að nota hugarorku til að fá til dœmis fólk til að hringja
til mín. Eftir þann tíma fór þetta dvínandi en vissan um framhaldslíf og forveru sálarinnar
var enn til staðar.
Ég held að það hafi verið árið 1986 að ég fór á námskeið hjá þandarískum miðli sem fjallaði
um engla. Flvers vegna ég fór er mér ekki fyllilega Ijóst en uþþgötvaði þó hvað margir velta
þessu fyrir sér. Uþþ úr þessu námskeiði, sem var reyndar alltof fjölmennt að mínu mati, sat
ég í sjö manna hóp sem reyndi saman að upplifa og finna svokallað orkuflæði frá
umhverfinu og eins hver frá öðrum. Við bárum saman bœkur okkar eftir á og rœddum hvað
við upplifðum. í þessum hóþi leið mér mjög vel og við hittumst regluiega. í millitíðinni missti
ég kæran ástvin og ég reyndi á þessum hóþfundum að biðja fyrir honum, foreldrum okkar,
börnum hans og eftirlifandi konu.
Síðan þetta var hefég eignast fjórða barnið mitt. Fiópurinn hefur minnkað og upp úr honum
verið stofnaðir nýir hópar. Á endanum fann ég ekkert á fundum nema pirring, sjálfsagt yfir
því að finna ekkert sérstakt. Þegar svo var komið að mér leið verr og verr á þessum fundum
hætti ég. Reynt hefur verið að fá mig í nýjan hóp en ég er treg. Ég lít svo á að eitt af
hlutverkum mínum ilífinu sé að vera sjálfstæð og þora að taka ákvarðanir á eigin ábyrgð
en ekki í gegnum aðra. Þetta hef ég reynt og er þegar að vinna á þó mér mistakist þessi
ásetningur stundum
Ég er sem afleiðing afþessari vissu ákveðin í að prófa og sjá hverju fram vindur. Miðað við
hina er ég mjög jarðþundin en mér hefur verið sagt afandlegu fólki að ég hafi góða orku.
Að öllu þessu upptöldu er ég samt ákveðin að prófa og hætta síðan efég get ekki fellt mig
við fundina.
Allir í hópnum nema ég virðast nokkuð vissir um mögulega hœfileika sína. Sumir telja sig
miðla, aðrir huglœkna og svo eru enn aðrir sem hafa einhverja aðra sálræna hœfileika.
Eitthvað segir mér að í ekki stœrri hóp sé mjög einkennilegt að allir séu meiri háttar sérstakir
andlega þó ekki sé meira sagt. Varla er mér œtlað að vera einhvers konar akkeri fyrir hina
því innra með mér finnst mér að mitt hlutverk kunni að vera annað og öðruvísi. Alla vega
er ágœtt að velta í þessum efnum sem flestu fyrir sér en ekki bara því sem í fljótu bragði
virðist sniðugt. Mér er Ijóst að á síðustu árum hefur einhvers konar holskefla andlegs áhuga
skollið yfir og maður hittir ekki svo gömlu félagana að þeir séu ekki flestir á kafi í einhverjum
andlegum framkvœmdum eða upplifunum. Eins finnst mér hafa aukist framboð alls kyns
varnings, námskeiða og fólks sem selur sitthvað sem mjög má deila um hvort talist getur
innihalda mögulegt andlegt gildi. Þetta virðist vera söluvara sem fremur er tengd peningum
en ekki endilega andlegum verðmœtum og það er sorglegt.
Mér er Ijóst að lífið er til að lœra afþví og minn vilji verður á einhvern hátt að lúta fjölskyldu
minni. Ég er ekki ein í heiminum og heima hjá mér erum við sex. Ég tel mig vera að gera
það sem mig langar til með því til dœmis að hafa kosið að vera heima hjá börnunum
mínum. Kannski ert þú til í að fjalla svolítið um þessi mál almennt eftir lestur þessa bréfs og
það yrði kannski til þess að ég gœti sjálfkomið frekara skiþulagi á vilja minn og hugmyndir
í þessum málum.
Með þestu kveðju og þökK
Lerki.
Kæra Lerka! Þakka þér
hjartanlega fyrir ákaf-
lega jákvætt og
skynsamlegt bréf. Vegna
plássins, sem mér er ætlað á
síðum Vikunnar og svo aftur á
móti vegna ýmissa persónu-
legra upplýsinga sem þú
gefur, ákvað ég að stytta bréf
þitt til muna. Vonandi kemur
það ekki að sök. Þú ert kona
sem kýst að nota karlmanns-
nafn sem dulnefni. Það er galli
svo ég tek mér bessaleyfi og
kalla þig bara Lerku í stað
Lerka og veit að þú fárast ekki
yfir því. Við reynum í þessari
stuttu hugleiðingu að íhuga af
kostgæfni það sem fallið gæti
undir það sem þú óskar eftir
að fá umfjölun um.
Það verður að viðurkennast
að mér eru takmörk sett eins
og þér andlega og ég reikna
ekki með að verða þér neinn
vegvísir. Kannski geta þó
sjónarmið mín og innsæi auð-
veldað þér að skipuleggja þín
ef þú notar mín einungis sem
viðmiðun við góðan ásetning
þinn. Vonandi getum við verið
sammála um að það kunni að
vera einhvers virði því þú get-
ur augljóslega á endanum
fundið þína eigin leið.
ANDLEGUR ÁHUGI
ER MIKILVÆGUR
Ef við til að byrja með íhugum
þann mikla andlega áhuga
sem gripið hefur um sig um
víða veröld er eitt og annað
sem vert er umhugsunar. Við
íslendingar erum engin
undantekning frá öðrum þjóð-
um í leit okkar að innri verð-
mætum og andlegri upprisu.
Við erum smá þjóð sem öldum
saman hefur verið þvinguð af
öðrum og stærri þjóðum. Auk
þess höfum við þurft að kljást
við ofurefli fátæktar, jarðhrær-
inga, sjúkdóma og annarrar
vosbúðar af náttúrlegum
ástæðum eða mannavöldum.
Síðan gerist það fyrir örfáum
áratugum að við eignumst
sjálfstæöi og erum þá þegar
orðin aðþrengd, jafnt andlega
44 VIKAN 2. TBL. 1991