Vikan - 24.01.1991, Side 49
Minningabrot um
sérkennilega granna
Framhald af bls. 41
hvaöa konunglegum kokki sem væri. Lýsing-
arnar á matnum bárust alþýðunni til eyrna meö
stúlkunum sem unnu við húsverk þar og þeim
sem fengnar voru til að ganga um beina í veisl-
um.
Leiðir ríku konunnar og mínar lágu stundum
saman þegar ég tók mér heilsubótargöngu,
gekk þá gjarna eftir stígum sem lágu fjarri ak-
veginum. Þá geystist hún oft framhjá og hund-
arnir tveir á undan. Þeir voru báðir svartir og
feikilega stórir og drógu hana á eftir sér. Fyrst
í stað lét hún sér nægja að veifa til mín en svo
fór hún að staldra við og spjalla smástund.
Hún fann upp leið til að stöðva hundana- hún
valdi stakt tré í nánd við mig, skáskaut sér svo
bak við það og hljóp hringinn í kringum það
með böndin, þannig að hundarnir urðu að
stansa.
Hún minntist lítið á börnin sín sem voru í
heimavistarskóla heldur talaði hún oftast um
viðskiptavini mannsins síns sem hún matreiddi
fyrir, svo og matseðlana. Hún mat vinina
gjarna eftir bifreiðum þeirra. Daimlereigendur
voru skör hærra settir en eigendur Bentley-
bifreiða - eða var það öfugt - en göfugastir
voru Rollsarnir, að hennar mati. Jagúar stóð
samt alltaf fyrir sínu.
Tíminn leið, frúin virtist alltaf vera að flýta
sér meir og meir. Fyrirtæki mannsins hennar
blómstraði, viðskiptavinirnir, sem komu í mat
til þeirra, komu víðar að en áður. Og alltaf var
konan að hreinsa húsið og upphugsa nýjar og
veglegri kræsingar. Mér virtist þetta vera orðið
hálfgert kapphlaup hjá henni.
Þannig gekk það um hríð eða þangað til von
var á Japönunum. Þá sigldi frúin í strand, gat
ekki hugsað um neitt nema fiskrétti en sagðist
ekki kunna nægilega mikið fyrir sér á því sviði.
Hún rakti raunir sínar fyrir mér einn daginn
þarna á stígnum. Hvað átti hún að bera fram?
Kvöldverðurinn væri daginn eftir. Lifðu Islend-
ingar ekki eingöngu á fiski? Gæti ég hjálpað
henni?
Daginn eftir fór ég og hjálpaði frúnni. Við
eyddum deginum í eldhúsinu. Frúin vann hratt
og ákveðið; auðséð var að hún kunni vel til
LAUSN SÍÐUSTU GÁTU
+ + + + + + + + K + + + + + M + + P
♦ + + + + + s T U N D I N + E R + R
+ + + + + + K A L A R + 0 T R E K A
+ + + + + + A T A K A N L E G + 0 C
+ + + + + + L A + T s + L I D U M +
+ T 0 P A + H + P I L s + T I N I R
V I T A R + 0 T U R + M E I N I N U
A L L T + F L 0 T + H Æ F + + R + M
+ V I T A + T R A F A L I N N + H P
R 0 T A S T + F R í S K + V ö L V A
+ N + R A U p + + S K I P + L E A +
+ A M A + G A U M + A + E N D I U N
H N A L L U R + 0 R + B L A U T + Ö
+ D R E Y R I + L 0 R + I D R A S T
1» I N G S + N ö A T 0 N + R + + K A
+ + I + T R U N T A N + R A S K A R
0 P N A + A + A T L A C A + K A L 1
F A C N A tí + F A 0 + E G Ó I Ð + U
+ B + D A I N N ii N E I N S L A G s
E B R 0 + N A + s T I G + K + L E +
+ I + R Ö + 0 Ó L U R + S E T + R s
+ + E R + D 1 p A R I + L I R F A N
F A R A 0 + T A U + R E I K A R + E
ö C N + s K U L F U + S T U D A R I
+ N + S T U R L A s T + F L I S s D
+ + + + + + + + + + + + + + R I T A
Lausnarorö í síðustu krossgátu:
VELFERÐARRÍKI
verka. Ekki smakkaði hún á neinu sem hún
útbjó, fór frekar eftir útliti réttarins, athugaði
hvort sósan væri mátulega þykk. Svo skreytti
hún hvern rétt fyrir sig með grænmeti eða
blómum. Borðið var stórkostlegt. Japanirnir
komu og máltíðin var framreidd. Allt gekk vel
og allir voru ánægðir.
Þegar ég ætlaði að fara að kveðja frúna sá
ég að hún hafði tekið fram disk og sett á eld-
húsborðið. Á honum voru nokkrar rúsínur og
hnetur. Forvitin spurði ég hvað þetta væri. Hún
sat þarna lítil og svo grindhoruð að engu var
líkara en húðin væri strekkt yfir beinin - hvergi
mótaði fyrir vöðva eða kjötflís. Hún kvað þetta
kvöldmáltíð sína. Svo bætti hún við: „Ég hef
ógeð á mat.“ Ég lokaði hljóðlega á eftir mér og
gekk þungt hugsi heim á leið.
KRISTNA KONAN
„Hverju ætlar þú að fórna?" spurði kristna kon-
an mig þar sem við biðum í biðröðinni í kaup-
félaginu á föstudegi síðsumars. „Fórna?"
hváði ég. „Ég skil ekki.“ Hvað gat konan átt
við, fórna? Var hún komin í slagtog með
galdranornum? hugsaði ég. Ætlar hún að
drepa köttinn sinn?
Kristna konan leit hissa á mig. „Veistu ekki
að þaö er þakkarhátíð í kirkjunni á sunnudag-
inn? Færið þið ekki fórnir á íslandi?" spurði
hún. Ég neitaði, sagði lítið um þakkarhátíðir
þar nema ef telja mætti töðugjöld til slíkra há-
tíða. Þá væru borðaðar pönnukökur með kaffi-
sopanum. En það voru ekki slíkar hátíðir sem
konan átti við.
Þetta var indælasta kona, kunni mikið af
Biblíunni utanbókar. Hún var alltaf tilbúin að
rétta hjálparhönd þar sem með þurfti. Einu
sinni lagðist ég í kvefpest og þá kom hún með
blóm úr garðinum til að gleðja mig. Hún trúði
því að djöfullinn réði heiminum: þess vegna
voru verk hennar enn mikilvægari en annars.
Hún trúði að galdranornir væru til - ekki bara í
sögum og bíómyndum - og að þær væru út-
sendarar hins ofannefnda. Hún trúði einnig að
hægt væri að reka illa anda og sendingar
galdranorna úr fólki með því að leggja hendur
yfir fórnarlömbin.
Hún trúði ekki á hjónaskilnaði. í hennar vit-
und þýddi hjónaskilnaður aðeins að hjón
bjuggu ekki saman lengur - hvorugu var samt
heimilt að stofna til nýrra sambanda.
Mér varð hálfórótt við orð hennar. Fórn í
kirkjunni? Mér fannst hún guðlasta miðaö við
mína íslensku trú en kunni samt ekki við að
segja það við hana. Tortryggnar litum við hvor
á aðra, báðar efuðumst við um trú hinnar. Hún
bauð mér að koma í kirkjuna á sunnudaginn
svo að hún gæti frætt mig betur um fórnir og
þakkarhátíðir.
Sunnudagurinn rann upp. Ég fór til að svala
forvitninni. Ég mætti snemma. Kristna konan
tók á móti mér og leiddi mig upp að altarinu.
Mér fannst þetta helst líkjast sýningarbási á
útimarkaði. Þarna var hrúgaö saman öllum
hugsanlegum tegundum grænmetis, skraut-
blómum í vösum og hvers kyns brauðum og
pæjum. Konan útskýrði fyrir mér hver hefði
„fórnað" hverju og að hún hefði verið að taka á
móti fórnum og raða þeim allan morguninn.
Hún fræddi mig um gamla siði í sambandi
við uppskeruna: þeir byrja á maíhátíðinni með
maístönginni og Morrisdönsunum. Þá er jörðin
undirbúin fyrir sáningu. Síðasti siðurinn er svo
þakkarhátíðin: aö færa allt það besta sem vax-
„Hverju ætlar þú aÖ
fórna?" spurði kristna
konan mig þar sem við
biðum í biðröðinni í
kaupfélaginu á föstudegi
síðsumars. „Fórna?"
hváði ég. „Ég skil ekki."
Hvað gat konan átt við,
fórna? Var hún komin í
slagtog með galdranorn-
um? hugsaði ég. Ætlar
hún að drepa köttinn
sinn?
ið hefur yfir sumarið inn í kirkju í þakklætis-
skyni. Eftir messu og blessun prestsins sagði
hún að allt yrði selt á uppboði og rynni ágóðinn
til kirkjunnar.
Ég hlustaði á messuna en var hálfómótt.
Mér fannst athöfnin framandi - heiðin. Hér var
eitthvað ævafornt á ferðinni sem tilheyrði þjóð-
arsálinni, eitthvað sem ég mundi aldrei skilja.
Mér fannst ég vara komin aftur i fornkristni -
fannst eins og hér væri blótað á laun. Var
þessi þakkarhátíð ekki keimlíkfórnarathöfnum
norna - hér var bara fórnað ávöxtum jarðar? Á
meðan ég hlustaði á messuna fannst mér kál-
höfuðin breytast í afhöggvin mannshöfuð.
Ég beið ekki eftir uppboðinu heldur flýtti mér
aftur út í sólina. □
2. TBL1991 VIKAN 49