Vikan - 07.03.1991, Blaðsíða 14
TEXTI: PÓRDÍS BACHMANN/LJÓSM,: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON
ER LÍF EFTIR FERTUCT?
KONUR ÁKVEÐA
ÚTUT SITT SJÁLFAR
Konan veröur ekki kona
fyrr en eftir fertugt,"
segir einn þekktasti
kvennaskoðari landsins, Heið-
ar Jónsson. „Hún þekkir alls
ekki dásemdir eigin líkama og
eigin lífs fyrr og heldur ekki
sínar leyndustu tilfinningar,"
bætir hann við.
„Hvað útlit varðar lita konur
eins út og þær ákveða sjálfar
og það er um að gera að gera
sér grein fyrir þvi. Það gildir
bæði um konur og karla að
maður vex inn i sitt útlit. Eðli-
leg aldursmerki eru merki um
þroska og mér finnst til dæmis
ólíklegt að fimmtug kona, sem
er hrukkulaus, sé sérlega góð-
ur sálufélagi og gott sé að
treysta henni fyrir sínum
málum. Galdurinn við að eld-
„Það er kannski
undirstöðuatriði
við gott útlit að
vera jákvæð og
brosa oft og
mikið.“
ast vel er að láta sér þykja
nógu vænt um sig og alls ekki
að hætta við að gera eitthvað
vegna þess að það veki hugs-
anlega umtal eða af því að
viðkomandi „er orðinn fertug-
ur“. Þá verður þessi tala- 40 -
að einhverju endanlegu sem
setur fólki skorður þegar hún
ætti einmitt að gefa fólki styrk
til að taka eigin ákvarðanir og
standa við þær I krafti þroska
og lífsreynslu."
VIÐ VERÐUM AÐ
BYRJA INNAN FRÁ
Þær Sigríður Eysteinsdóttir
og Guðrún Þorbjarnardóttir
á snyrtistofunni Salon Ritz eru
sammála um að umhirða húð-
arinnar skipti miklu máli fyrir
allar konur, sama á hvaða
aldri þær eru. Húðina þarf
bæði að hreinsa og næra og í
því sambandi benda þær á að
yfirleitt megi treysta vörum frá
þekktum snyrtivörufram-
leiðendum sem hafa haft sína
vöru á markaði um árabil. Fyrir
þær sem komnar eru yfir þrí-
tugt eru framleidd krem með
virkari efnum I en þær húðvör-
ur sem ætlaðar eru fyrir unga
húð. Hreyfing, hollt mataræði
og útivist skiptir þó ekki síður
máli en hvers kyns fegrunar-
vara.
ANDLEGT JAFNVÆGI
OG HUGARRÓ
„Ég held að andlegt jafnvægi
og hugarró hafi mikla þýðingu
fyrir útlitið," segir Guðrún.
„Það er kannski undirstöðu-
atriði við gott útlit að vera já-
kvæð og brosa oft og mikið.
Svo getum við farið að bera á
okkur krem á eftir. Annars
hafa konur afar gott af því að
fara í andlitsböð reglulega.
Þær sem það gera líta vissu-
lega betur út en þær sem lítið
gera fyrir sig.
örvun og burstun húðar get-
ur verið mjög góð þar sem
hætta er á aþpelsínuhúð og