Vikan


Vikan - 07.03.1991, Blaðsíða 27

Vikan - 07.03.1991, Blaðsíða 27
því aö auðvitað varð ég fyrir gífurlegum þrýst- ingi frá konunni minni. Þú veist náttúrlega hvernig þær eru, þessar elskur, þær fá alltaf sínu framgengt ef þær vilja. Svo við fórum til Bertu og ég byrja að tala við Ólaf Sæmunds- son næringarfræðing. Hann lætur mig hafa lista yfir þaö sem ég á að sneiða hjá. Ég má borða mig saddan og allt það en ég verð að sleppa vissum hlutum; fitu, sykri, salti og svo framvegis. Ég fer að rannsaka listann og sé að það munar ansi miklu á kaloríufjölda margra tegunda, til dæmis á milli smjörs og Létt og laggott. Svo ég breytti mataræði mínu í sam- ræmi við þetta og fór að stunda æfingapró- grammið. Og mér fer að þykja það gaman strax í fyrsta tíma, því ég fékk svo góðan félags- skap, að ég mætti á hverjum degi. Árangurinn lét heldur ekki á sér standa. Það hrundu af mér 24 kíló. Að kúrnum loknum sagði Berta mér að ég hefði staðið mig svo vel að hún lét mig fá heilt ár ókeypis. Við það tvíefldist ég en svo þegar ég fór að vinna hérna í Reykjavík varð það til þess að ég komst ekki eins oft og ég vildi og ... þér að segja þá bætti ég svolitlu á mig um jólin. En ég hafði engar áhyggjur af því. Ég gerði það af ásettu ráði að njóta jóla- matarins, verðlauna mig með því. Ég bætti á mig nokkrum kílóum en ég er að ná þeim af mér aftur. Auðvitað var fólk að stríða manni fyrst til að byrja með: „Einar, ætlarðu ekki að fá þér ís?“ og - blabla - en ég stóð mig mjög vel. Það fór ekki sælgætisbiti inn fyrir mínar varir í sex mánuði. Svo fór stríðnin að breytast í öf- und hjá sumum og loks aðdáun. Árangurinn var birtur þegar prógrammið var búið og þá kom í Ijós hvað margir sentímetrar höfðu horf- ið líka. Það varð til þess að öll fötin mín voru algerlega ónothæf, til dæmis smókingurinn minn. Ég get vafið honum utan um mig. Kjól- fötin; ég missi þau niður um mig. - Þú hefur þá þurft að kaupa þér töluvert af fötum undanfarið? Einar: Ég bý nú það vel að konan mfn er lagin við sauma og hefur breytt nokkrum flíkum. Ég hef keypt nokkrar buxur en ég nota flestar skyrturnar mínar ennþá. Mér finnst bara þægi- legt að vera f þeim því að nú eru þær orðnar svo víðar í hálsinn. Eg fór á útsölu til að kaupa mér spariföt en einu fötin, sem mig langaði í, voru númeri of lítil á mig. Konan mín kom að mér og sagði: „Þetta er ekkert mál, Einar minn, þú grennir þig í fötin." Og ég gerði þaö. Tók bara af mér þrjú, fjögur kíló. - En nú byggist þetta ekki bara á matar- æðinu. Einar: Þetta eru æfingar líka og hreyfingin er númer eitt í hvaða formi sem er. Það er hægt að dansa þetta af sér því maður brennir svo miklu við að dansa, tjútta til dæmis. Þegar ég fór á böll með konunni minni hér áður fyrr mátti vinda fötin mín á eftir því við dönsuðum alltaf svo mikið. - Hvað er framundan hjá þér á næst- unni? Einar: Þú hafðir einhvern tíma eftir mér f blaðaviðtali að söngurinn væri hluti af lífi mfnu en síðan ég byrjaði að vinna hérna á Breið- vangi hefur verið skrúfað mikið fyrir sönginn hjá mér. Ég hef ekki getað tekið tilboðum sem mér hafa boðist um aö taka þátt f sýningu og sýningu og þá finnst mér ég vera svikinn um eitthvað í lífinu, að geta ekki sungið. Að sjálf- sögðu mun ég þó aldrei misnota aðstöðuna sem ég hef hérna með því að fara að troða mér inn í sýningarnar. Ég hef þó gert það, svona óumbeðið, að lauma mér upp á svið, L/kamsríelít wr góðir megrun SípE SS‘£"'SŒ ff; /«»• '» Miú “ ' áHZSZSfí"** “v-o>. ‘luúemi i ‘S h/aðKÍ mun a,*nt'inutn og ki'ppununi. írammir M^nxMui J °S f mil tar* , lckt' **ri vcrÍLliS,V*r"m ■ n<‘kkur ijUá "'"a '« I. ‘clígur I ionu l'uiurs " "" c'K<n- 'g&zrSB ÓI‘” taSSS?“*»|w ar/rirðinrj „ /"'• n*rin*- 1 ÞrjMiog ad i „Hún spurði mig bara beint að því hvort mig langaði ekki til að grenna mig. Jú, ég viðurkenndi að mig langaði til að verða nokkrum kílóum léttari, geta farið út í búð og keypt hvaða föt sem mig langar í.“ þegar mér hefur verið farið að líða illa, og sungið nokkur vel valin lög með þeim sem leik- ur fyrir matargesti þegar ábætirinn hefur verið borinn á borð. - Nú tíðkast víða erlendis að skemmt- anastjórar á næturklúbbum eru skemmti- kraftar og halda uppi vinsældum staðarins með því að troða upp sjálfir. Verður þetta ekki þannig hjá þér í framtíðinni? Einar: Ég get ekki tekið afstöðu til þess sjálfur. Og þó að þetta sé lífleg vinna, sem ég stunda hérna, þá vildi ég miklu frekar vera hinum megin við borðið með kollegum mínum. Ég er búinn að syngja alla ævi og það er alltaf söknuður í manni að geta ekki troðið upp sjálfur. En með því að syngja við brúðkaup og skyld tækifæri losnar um þessa spennu. Kon- an mfn segist alltaf merkja það ef ég hef ekki sungið um tíma, ég verði bæöi þyngri f skapi og leiðinlegur. Ég verð að syngja og hérna áður fyrr, þegar ég var ungur, ef það lá illa á mér þá fór ég út í kvöldkyrrðina í Keflavík í rólu og söng úr mér fýluna. Fór kannski út með tár- in í augunum og kom alsæll inn aftur eftir að hafa sungið nokkur lög; haldið konsert fyrir nágrannakonurnar. Ég gerði þetta frá því að ég man eftir mér og alveg fram til sextán ára aldurs. Það var svo sniðugt að þegar ég byrj- aði aö syngja sá ég eldhúsgluggana hjá ná- grannakonunum glennast upp á gátt. Og þeg- ar ég var fimmtán ára og var að syngja úti í rólu, einu sinni sem oftar, barst mér tilboð sem ég hef alla tíð nagað mig í handarbökin fyrir að hafa ekki tekið. María Markan bjó þá í Keflavfk og lagði á sig ómælt erfiði til að hitta mig. Hún kom til mín og sagði: „Mikið syngur þú vel.“ Ég þakkaði henni fyrir, vissi náttúrlega hver hún var og hún spurði hvort mig langaði ekki til að læra að syngja. Ég sagði nei, vissi auðvitað að það yrði ekki sungið neitt Rock Around the Clock eða Blueberry Hill. Þá hafði ég engan áhuga á klassískri músík. Hún sagðist bjóða mér ókeypis kennslu ef ég vildi. Ég þakkaði henni gott boð en sagöist bara ekki hafa áhuga á því. En þetta var svolítil tímaskekkja því að mánuði seinna fór ég í bíó og sá Aidu með Soffíu Loren í aðalhlutverki, þar sem Renata Tebaldi söng bak við hana, og ég heillaðist. Eftir það fór ég að hlusta á óperur og safna þeim en ég kom mér aldrei til Maríu að spyrja hana hvort tilboðið stæði ennþá. Ég hef nagað mig í handarbökin yfir þessu alla tíð síðan því að ónefndir menn hafa sagt mér að ég hafi haft allt til brunns að bera að geta orðið góður óperusöngvari; til dæmis byggingarlagið og raddstyrkinn. - Nú hefurðu lengi verið hrifinn af Pavar- otti, hittir hann sjálfur einu sinni og átt allar plöturnar hans. Hefurðu gert eitthvað að því að syngja músíkina hans? Einar: Já, elskan mín, þegar ég hef ekki verið að syngja opinberlega höfum við hjónin mjög oft farið inn í stofu á góðum kvöldum, ég hef þá sett klassískar plötur á fóninn og sungið með. Þannig hef ég haldið marga konserta fyrir kon- una mína. Á síðustu árum hef ég notað eina plötu sérstaklega til að hita mig upp. Þetta er plata með Garðari Cortes. Hann finnst mér yndislegur og Ijúfur söngvari með fallega rödd. - Á almenningur þá ekki von á því að heyra þig syngja svona tónlist? Einar: Ég hef talað við lærða söngvara og spurt þá hvort ég eigi ekki bara að drífa mig út í nám. Þá hafa þeir sagt við mig: „Þú skalt ekki láta hreyfa við neinu hjá þér því ef þú hefðir gert eitthvað vitlaust gætirðu ekki sungið í dag. Þú ert með náttúrurödd og við náttúruröddum má ekki hrófla." Eftir því sem maður eldist breytist músíksmekkurinn töluvert. Kannski gæti þetta hugsast þegar ég er skriðinn yfir hálfa öldina, jafnvel fyrr. Af hverju skyldu gaml- ir poppsöngvarar ekki takast á við svona músík eins og óperusöngvarar eru að takast á við popplög? 5.TBL. 1991 VIKAN 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.