Vikan - 07.03.1991, Blaðsíða 16
svo má bera mýkjandi krem á
svæðið á eftir. Hvað hálshúð-
ina varðar segja þær að byrja
þurfi að vernda hana upp úr 25
ára aldri. „Við bjóðum hálsin-
um á okkur allt,“ segir Sigríð-
ur. „Við erum berar að framan
og notum ekki slæður eins og
mæður okkar og ömmur
gerðu. Sem dæmi þá er
mamma mín 24 árum eldri en
ég en hefur miklu fallegri háls
en ég.“
REGLA SKIPTIR MÁLI
Bæði áfengisneysla og reyk-
ingar fara illa með húðina,
valda því að háræðar slitna og
húðin þornar. Svo álíta þær
stöllur mikið atriði að konur
reyni að halda þyngd sinni
stöðugri og Sigríður nefnir að
heit böð séu stórvarasöm fyrir
húðina.
„Þau eru góð til að slaka á -
en þvílík þensla á húðinni.
Konur verða að sætta sig við
aö heit böð eru eitt af því sem
mátti á unglingsárum en eru
óæskileg fyrir þroskaðar
konur. Það þýðir heldur ekki
að bjóða andlitshúðinni það
sama og við gátum boðið
henni fimmtán ára. Þegar farið
er í gönguferðir eða á skíði
þarf að verja húöina vel. Hár-
æðarnar eru komnar utar eftir
fertugt og tiltölulega lítið þarf til
að fá háræðaslit á þeim aldri,
annaðhvort vegna of mikils
kulda eða of mikillar sólar.
Annars er meginmálið kannski
að hafa reglu á hlutunum, fara
reglulega til tannlæknis, í hár-
greiðslu og sama máli finnst
mér gegna með snyrtifræðing-
inn, við eigum að heimsækja
hana reglulega líka. Hún getur
verið með einhverjar nýjungar
og svo er á snyrtistofum boðið
upp á allt mögulegt sem stuðl-
ar aö vellíðan konunnar. Við
erum með vöðvanudd og
slökunarnudd og nudd er af-
skaplega gott, sérstaklega fyr-
ir nútímakonuna sem alltaf er í
kapphlaupi við tímann. Svona
nudd verkar eins og vítamín-
sprauta á flestar konur.
„Farði getur verið mjög góð
vörn fyrir húðina, til dæmis i
frosti," segir Guðrún. „Það er
mesti misskilningur að farði
fari illa með húðina, svo fremi
hann sé hreinsaður af á
kvöldin. Farði, sem ekki er
hreinsaður af, getur stíflað
húðina og lokað henni. Mér
„Það þýðir ekki að
bjóða andlitshúð-
inni það sama og
við gátum boðið
henni fimmtán ára.
finnst alltaf gaman að sjá vel
málaðar konur sem leggja
áherslu á að undirstrika það
sem þær hafa. Of mikill farði er
hins vegar hættulegur því
hann dregur fram öll aldurs-
merki i stað þess að fela þau.
Annars fá íslenskar konur al-
mennt háa einkunn hjá mér
hvað förðun varðar," segir
Guðrún í Salon Ritz að lokum.
MASKAR
Nýjustu maskarnir örva húðina
svo hún eigi auðveldara með
að gegna sínu eðlilega hlut-
verki (framleiðslu á fitu og
raka) en hæfileikinn til þess
minnkar með aldrinum. Heitir
örvunarmaskar eða þeir sem
framkalla svita stuðla að því
að blóð og fita kemst að yfir-
borði húðarinnar svo hún virð-
ist stinnari. Virku efnin í mask-
anum, svo sem eggjahvíta og
leir, gera húðina þéttari meö
því að örva svitaholurnar.
Árangurinn er húð sem virðist
yngri. Salon Ritz býður við-
skiptavinum sínum maska
sem búinn er til af indverskri
konu, lærðum efnaverkfræð-
ingi og snyrtifræðingi. Maskinn
FEGURSTU KONUR HEIMS?
Heiðar Jónsson féllst
góðfúslega á að til-
nefna nokkrar konur
sem allt eins hefðu átt heima
meö stöllunum fjórum hér á
undan. „Við íslendingar erum
orðnir yfirstétt," segir hann.
„Við höfum náð þeim staðli að
það er fávísi að apa allt eftir
hugmyndasnauðum Amerík-
önum. Við erum best mennt-
aða fólk í heimi, við erum fal-
legasta fólk í heimi og sem
slík ættum við að vera okkar
eigin besta fyrirmynd."
Bryndís Schram
Sigríður Dúna, hún geislar af
hamingju og ást
Þuríður Pálsdóttir óperu-
söngkona
Kristín Jóhannesdóttir kvik-
myndaleikstjóri
Þórhildur Þorleifsdóttir -
hefur alltaf átt svo annríkt en
er að finna eigin stíl og
persónu núna
Þórunn Sigurðardóttir leik-
ritahöfundur og leikstjóri er
annað dæmi um konu sem
fundið hefur sinn stíl.
Snúlla i Óperukjallaranum
Unnur Arngrímsdóttir