Vikan


Vikan - 07.03.1991, Blaðsíða 60

Vikan - 07.03.1991, Blaðsíða 60
TEXTI OG MYNDIR: ÞORSTEINN ERLINGSSON Mikið af fólki hvaðanæva úr þjóðfélaginu hópar sig saman á þorranum til að blóta hann. Mikið er um að samstarfsfólk haldi þorrablót og mun vera algengast að slíkir hópartaki sig saman um hátíðahöld sem þessi. Það er þó ýmislegt annað sem tengir fólk saman en vinnan og verður þess valdandi að það vill blóta þorrann saman. Eitt af því er ástundun sundlauga. Fólk, sem fer daglega í sundlaugar og alltaf á sama tíma, fer smám saman að kynnast og vinskapur myndast. Það hefur síðan orðið kveikjan að því að blóta þorrann saman. Vikan hafði spurnir af því að tveir slíkir hópar væru í sundiaugum borgarinn- ar, annar í Laugardals- lauginni og hinn í sund- laug Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Það voru nokkrir hressir sundlaugargestir í Laugardalslauginni sem tóku sig saman á þorranum árið 1985 og ákváðu að halda þorrablót saman i lauginni. Þau sem stóðu fyrir þessu voru dr. Gunnlaugur Þórðar- son ásamt hjónunum Vigdísi Birgisdóttur og Þórði Her- mannssyni sem nú er látinn. Þetta fólk kom reglulega í laugina á virkum dögum á tímabilinu frá rétt fyrir klukkan tólf til rúmlega eitt. Þetta fyrsta þorrablót var haldið í einum heita pottinum. Maturinn var framreiddur á plastbökkum og voru um tíu manns sem tóku þátt. Flest árin á eftir var þessi gleðskap- ur hafður innandyra og fékkst aðstaða í kjallara undir stúk- unni og var þá þátttaka nokkru meiri en í fyrstu. Þorrablót hef- ur verið haldið reglulega á hverju ári frá upphafi á ýmsum stöðum í sundlaugarbygging- unni, allt eftir því hvar hentað hefur best. Margt hefur verið sér til gamans gert samhliða því að borða matinn. Oft hafa tónlist- aratriði verið fyrirferðarmikil og Steingr/mur Hermann: kum^T^ fervalln vestfirs a«m afs 09 má SM Jói ðHmanna, wrða fyrir sér 1 felagsmönnum. Doktor Gunnlaugur Þórðarson, einn af stofn- og heiðursfélög- um Heita pottsins, heldur ræðu við setningu blótsins. Hægra megin við hann er annar heiðursfélagi, Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra, og til vinstri stendur Jón Einarsson, kaupmaður í Sunnu- kjöri, en hann sá um matföngin. sem dæmi hefur hornaflokkur, trompetsveit, félagar úr Sinfóníuhljómsveit íslands og rokkband leikið á liðnum árum. Alltaf er einnig mikið sungið af íslenskum sönglögum. Hefur Stefán Edelstein verið virkur í að halda uppi heiðri tónlistar- innar á þessum samkomum. Fljótlega eftir fyrsta blótið varð Páll Steingrímsson kvik- myndagerðarmaður og Vest- mannaeyingur aðaldriffjöðrin i að undirbúa þessi blót og hef- ur hann verið gerður að heið- ursfélaga og yfirpottormi í félagsskapnum Heiti potturinn i Laugardal eins og þau vilja kalla hann. Var honum afhent skinnbevís upp á það. Aðrir óformlegir heiðursfélagar, það er bevíslausir, eru þeir dr. Gunnlaugur Þórðarson lög- fræðingur og Steingrímur Her- mannsson, núverandi forsæt- isráðherra. Þeir hafa báðir ver- ið mjög áhugasamir um þessi blót og hefur sá síðarnefndi alltaf komið með ýmsa smá- rétti, meðal annars sérstak- lega valinn vestfirskan hákarl ásamt öðru munn- og maga- konfekti. Síðustu sex árin hefur Jón Einarsson, kaupmaður í Sunnukjöri við Skaftahlíð, séð um hlaðborðið. Hefur þar kennt ýmissa grasa eins og gerist og gengur með þorra- hlaðborð og var matnum í ár hrósað i hástert af viðstöddum eins og hin fyrri. Starfsmenn sundlaugarinn- ar hafa með velvilja séð um að skrá fólk og innheimta að- göngugjaldið. Aðgöngumiðar hafa verið með ýmsu móti. Til dæmis giltu leirplattar, sem Edda Óskarsdóttir sá um að gera, sem aðgöngumiðar eitt árið. Tveir verkstjórar hjá Múlalundi, þeir Eysteinn og Steinar, hafa í mörg ár lagt til ýmsa minjagripi tengda blótinu og í ár voru það plastmerki sem hengd voru um hálsinn og báru áletrunina þorri 1991. í stjórn félagsins og undir- búningsnefnd að þessu sinni og undanfarin ár voru Páll Steingrímsson, Sigrún Axels- dóttir, Jón Einarsson og Kristj- án Sveinbjörnsson. Nokkuð annasamt hefur verið hjá stjórninni og er það ekki skrítið þar sem um fimmtíu manns tóku þátt í gleðinni. Meðlimir félagsins eru að miklum meirihluta karlmenn, því miður segja þeir en hlutur kvenna er alltaf að vænkast. Meðalaldur fólksins er um fimmtíu ár en að sjálfsögðu má sjá bæði unga sem aldna í hópnum og eru allir sem stunda laugina í hádeginu á virkum dögum velkomnir í félagsskapinn. Ýmislegt annað gerir þessi hópur sér til gamans en að halda þorrablót. Eggjaveisla stendur fyrir dyrum í júní og eru þá svartfuglsegg frá Vest- mannaeyjum aðalmaturinn, grillveisla er oft haldin á sumrin, fólk hefur farið saman á pöbbarölt, haft jólaglögg og fleira og fleira. POTTORMAFÉLAGIÐ Árið 1983 fréttist það upp í sundlaugina í Breiðholti að sundlaugargestir í Laugar- dalslauginni hefðu tekið sig saman og haldið þorrablót á staðnum. Fannst sundlaug- argestunum í Breiðholti þetta sniöugt uppátæki og langaði til að gera slíkt hið sama. Nokkrir úr hópi fólks sem stundar laugina reglulega á tímabilinu frá fimm til sjö höfðu frum- kvæðið að því að undirbúa slíkt blót. Meðal þeirra voru Páll Michaelsen, Guðjón Pet- ersen, Gunnar Borg, Hörður Daníelsson, Lilja Laxdal og Arngrímur Marteinsson. Hóp- urinn fékk húsnæði fyrir blót- ið í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og mættu tuttugu og þrír á þetta fyrsta þorrablót sundlaugargestanna í Breið- holti. Félag var stofnað og nefnist það Pottormafélagið. Frá því að þetta var hefur þorrablót á vegum félagsins verið haldið árlega. Mest hefur verið um eitt hundrað og tuttugu manns. Nú í ár mættu um hundrað og fékk Vikan að fylgjast með. Það voru þau Ásta Guðlaugsdóttir, Jens Þorsteinsson, Kristín Ásgeirs- 60 VIKAN 5. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.