Vikan


Vikan - 07.03.1991, Blaðsíða 61

Vikan - 07.03.1991, Blaðsíða 61
dóttir og Þráinn Scheving er sáu um undirbúning blótsins í ár og var það haldið i Hreyfils- húsinu. Skipt er um stjórn milli ára og kjósa þeir sem voru í síðustu stjórn nýja stjórn. Skipun nýju stjórnarinnar fer þannig fram að dansinn er stöðvaður eins og gert er þeg- ar um skemmtiatriði er að ræða og fólkið kallað upp á svið og veit ekki betur en það eigi að taka þátt í skemmti- atriði. Þá er því tilkynnt að það hafi verið valiðl í nýja stjórn félagsins. Aldrei hfur nokkur skorast undan að vera í stjórn og finnst fólki það frekar heið- ur en kvöð. Mikið fjör er alltaf á þessum blótum, mikið dansað og fjöl- breytt heimatilbúin skemmti- atriði eru á boðstólum. Flestir meðlimir félagsins hafa verið mjög virkir í að hafa kvöldið sem skemmtilegast og það þarf ekki að draga fólk út á dansgólfið. Hljómsveit undir stjórn Arngríms Marteinsson- ar hefur leikið endurgjalds- laust fyrir Pottormafélagið frá fyrsta blóti. Fólk úr öllum aldurshópum er í félaginu og allir dansa við alla þannig að mjög skemmtileg stemmning myndast. Nokkuð ber á spaugilegum atvikum sem ’f' ú >t 5, J. . mffl if p * §rr ii /I fií- f f' * * Nokkrir stofnfélagar Pottormafélagsins í Breiðholti samankomnir á siðasta þorrablóti félagsins sem haldið var í Hreyfilshúsinu við Grensásveg. Þar voru samankomnir um eitt hundrað i!!i! - iilii' I li 1 % ■ ■=# koma sjaldan fyrir á öðrum þorrablótum en fólk sem er bestu laugarkunningjar og tal- ar saman daglega í pottinum þekkist oft ekki þegar á blótið er komið því þá er það í fötum og með þurrt og vel greitt hárið. Þá má heyra þessa setningu: „Nei, ert þetta þú! Ég þekkti þig ekki svona í föt- Nokkrir hressir félagar Pottorma- félagsins á heimavíg- stöðvum í sundlaug Fjölbrauta- skóians í Breiðholti. um en kannaðist samt vel við brosið.“ Happdrætti er fastur liður og hafa fyrirtæki í Breiðholtinu, sérstaklega í efra Breiðholti, verið mjög dugleg við að styrkja þetta framtak og gefið vinninga af miklum rausnar- skap. Sem dæmi gaf lyfja- verslunin Lyfjaberg glæsileg- an vinning í ár, dýrindis ilmvatn. Eitt árið voru keypt blóm handa þeim sem áttu einhvers konar afmæli og svo heppilega vildi til að tvö pör áttu brúðkaupsafmæli og einn afmæli þennan dag. Maturinn var mjög góður að sögn viðstaddra og var sá háttur hafður á nú, sem ekki hefur tíðkast áður, að hafa matinn á hlaðborðinu allt kvöldið svo fólk gæti fengið sér snarl eftir hentugleikum í danshléunum. Mæltist þetta mjög vel fyrir. Auglýsingastofa Kristínar hefur alltaf séð um aö prenta aðgöngumiðana endurgjalds- laust og hafa þeir verið mjög glæsilegir. Starfsfólk sund- laugarinnar hefur öll árin lagt Pottormafélaginu lið með því að skrá þátttakendur á blótið og selja aðgöngumiðana. Allir sem stunda Breiðholts- laugina reglulega, á hvaða tíma sem er og hafa áhuga á að spjalla viö sessunauta sína í pottunum, eru velkomnir í Pottormafélagið. Eftir heimsóknir á þessi tvö þorrablót erum við á Vikunni enn sannfærðari en áður um að það er ekki skortur á fólki hér á landi sem kann að skemmta sér! adidas ffHfrfnc SPORTLÍNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.