Vikan


Vikan - 07.03.1991, Blaðsíða 8

Vikan - 07.03.1991, Blaðsíða 8
hennar er þó hve sönn hún er og heilsteypt," segir Heiðar. Hún er tveggja barna móðir en hvað var hún að gera tram á daginn í dag? Hér áður fyrr keppti hún [ sundi í mörg ár og var í landsliði íslands. Til gam- ans má geta þess að Lóló setti fyrsta Islandsmetið sem sett var í Laugardalslauginni á vígslumóti laugarinnar árið 1966. Eftir sundferilinn tók við íþróttakennaranám en að því loknu kenndi hún sund og leik- fimi í nokkur ár. Lóló flaug s(ð- an sem flugfreyja hjá Loftleið- um og vann auk þess við tískusýningar. Hún tók þátt í fegurðarsamkeppni árið 1971 og vann og var í framhaldi af því send á Langasand og það- an til Thailands í keppni. „Ég var í Bangkok yfir jól og ára- mót og það eru ömurlegustu jól sem ég man eftir, fjarri öll- um ástvinum," segir hún. Lóló var einn af stofnendum Módel 79 og var fram- kvæmdastjóri þeirra fyrstu árin. Lóló hefur í 12 ár rekið tískuverslunina Plaza við Laugaveg ásamt manni sínum, Sævari Baldurssyni en nú er hún einnig upptekin af móðurhlutverkinu því þau eiga tvo drengi, Orra sex ára og Sindra fimmtán mánaða. GERI KRÖFUR TIL MÍN Lóló heldur sér í formi með því að stunda líkamsrækt þrisvar í meðal annars í mánaðarlanga ferð til Bandaríkjanna í tilefni af heimsókn Vigdísar Finn- bogadóttur þangaö árið 1983. „Þegar ég kom til Reykja- víkur hætti ég í pólitík og hætti í ITC og átti þá allt í einu 18 tíma á sólarhring sem ég ekki hafði átt fyrr,“ segir hún. „Ég vissi vart hvað ég átti af mér að gera því börnin mín eru uppkomin en nú erum við ný- búin að kaupa gamalt hús sem ég er að gera upp og svo ákvað ég að fara í leikfimi og sund þrisvar (viku. Nú geri ég ýmislegt sem ég hef ekki kom- ist til að gera í tíu ár. Ég geri húsið upp sjálf, spasla, mála og flísalegg, því ég hef aldrei getað setið auðum höndum." Hvað gerir hún til að halda sér (formi? „Ég geng mikið og er svo í hestamennsku. Þcr tæ ég hreina loftið. Ég hef aldrei reykt og er þess fullviss að það hefur sitt að segja líka. Svo þarf ég mikinn svefn, sef að minnsta kosti níu tíma á nóttu. Ég beiti engum sérstök- um ráðum til að halda mér og held í rauninni að útlit ráðist mikið af erfðum." GAMAN AÐ KLÆÐA SIG UPP Fatastíll? „Ég hef farið í þann fatnaö sem mig hefur langað til hverju sinni, alveg frá því að ég var unglingur," segir Inger. „Mór finnst gaman að klæða mig og sérstaklega að klæða mig upp,“ bætir hún við. „Ég vill nota liti og er alveg tilbúin að prófa allt mögulegt. Skart- gripaverslanir virka mjög freistandi á mig og ég á eyrna- lokka og armbönd í tonnatali." Henni finnst þó verðlag virka letjandi á fatakaup og segir að sér líði raunar best í grófum flauelsbuxum og góöri peysu. „Einu flíkurnar sem ég hef aldrei getað kunnað við eru gallabuxur. Dóttir mín leggur oft til við mig að við kaupum okkur einhverja flík „saman" og svo nýt ég stuðnings móður minnar, Jórunnar Karlsdóttur, sem er minn besti hönnuður og saumakona. Annars lít ég oft á föt frá þekktum frönskum hönnuðum, til dæmis frá Karli Lagerfeld, og segi við sjálfa mig að gaman væri að klæð- ast svona. í mörgum tilvikum hefur lausnin verið sú að fara til mömmu til að athuga hvort hún geti saumað svona flík. Annars hef ég aldrei bundið mig við einhver merki, sjálf- sagt af því að ég hef aldrei haft efni á því. Núna er ég komin með nógu mikið sjálfs- traust til að þurfa ekki á því að halda að vera í merkjavöru til að vera viss um mig.“ Skiptir það hana máli að vera í hjónabandi? „Það hafa ýmsar sviptingar átt sér stað innan vinahópsins og sannar- lega vildi ég ekki vera einhleyp í dag. Maðurinn minn tekur undir þetta því okkur virðist sem það hljóti að vera afar erf- itt að þurfa að fara aftur út „á markaðinn" og finna sér lífs- förunaut upp á nýtt. Fyrir mitt leyti sé ég þessa stöðu ekki al- veg fyrir mér en þessi mál hafa verið rædd í okkar vinahópi og svo virðist sem það sé hrein- lega fullt starf að ná sér í sæmilegan maka. Ég held þó að þetta sé auðveldara fyrir unga fólkið. Það þarf ekki að binda sig við að leita að félaga á skemmtistööum, það getur bara farið f líkamsræktar- stöðvarnar. En hvar leitar fólk sem orðið er fertugt, fimmtugt eða sextugt? í fyrsta sinn í rúman áratug eigum við hjónin mikinn frítíma saman og þá finn ég það best hvað það er gott að eiga góðan félaga. Nú erum við að þróa með okkur að gera skemmtilega hluti saman því þessa stöðu þekkt- um við ekki hér áður fyrr þó við séum ekki nema 43 ára. Þetta skeið kemur kannski fyrr hjá mér en þeim konum sem eiga fleiri börn, því mín tvö eru komin upp. Nú erum við hjónin að kynnast upp á nýtt og það er mjög gaman og gott. Þetta er svolítið átak og kemur kannski ekki sjálfkrafa en í staðinn fær maður góðan félaga sem þar að auki er maðurinn manns.“ 8 VIKAN 5. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.