Vikan


Vikan - 07.03.1991, Blaðsíða 22

Vikan - 07.03.1991, Blaðsíða 22
ÞORSTEINN EGGERTSSON ÞÝDDI HAFT EFTIR HEIMSPEKINGUNUM SCHOPENHAUER Þýski heimspekingurinn Arthur Schopenhauer var enginn mannvinur. Hann átti aðeins einn vin um ævina, hundinn sinn. ýski heimspekingurinn Arthur Schopenhauer var skrýtinn fugl enda frumlegur í hugsun og ábyggi- lega stórgáfaður. Hann fædd- ist í þýsku borginni Danzig (nú Gedansk í Póllandi) árið 1788. Faðir hans var efnaður kaup- maður sem framdi sjálfsmorð þegar drengurinn var í æsku. Þá fékk hann greiddan rausn- arlegan arf og gat látið hann endast áratugum saman því hann var ekki mjög kröfuharð- ur á lífsgæðin og kvæntist aldrei. Aftur á móti gat hann verið þver þegar því var að skipta. Þegar hann var orðinn heimspekiprófessor við há- skólann í Berlín, þar sem fyrr- um kennari hans og erkióvin- ur, Hegel, kenndi líka heim- speki, bað hann um að fá aö halda fyrirlestra á sama tíma og Hegel sem var þá oröinn vinsæll fyrir kenningar sínar og þrætubókarlist. Hann fékk það í gegn en það varð til þess að hann þurfti margsinnis að halda þrumandi fyrirlestra fyrir tómum sal. Kenningar Schopenhauers eru á þá leið að „lífsaflið" stjórni öllu á jörðinni. Lífsaflið byggist á því að breiða sig út, breyta ólífrænum efnum í líf- ræn og éta af sjálfu sér (lífver- unum) til að geta breitt sig enn frekar út. Lífið ræðst á allt sem fyrir verður til aö geta fest þar rætur. Lífsaflið aðlagar lífver- urnar að umhverfi sínu svo þær geti haslað sér völl út um allt, bæði í vatni, lofti og á sjó. Og svo éta lífverurnar hver aðra til að geta lifað sjálfar. Smásílið étur fluguna, smá- fiskur étur sílið, stórfiskur étur smáfiskinn, hákarlinn étur stóra fiskinn - og maðurinn drepur hákarlinn sér til dýrðar og viðurværis. Maðurinn drottnar semsagt yfir öllum lífverunum, fyrst og fremst vegna þess að hann hefur vilja, en viljinn stjórnar manninum. Viljinn þjónar hins vegar lífsaflinu. Lífsskeið mannsins er, að áliti Schopen- hauers, mesta raunasaga. Ekkert hefur gildi í sjálfu sér. Gildin eru bara búin til af mannskepnunni sem þarf að líða, missa og sakna. Menn taka eftir sársaukanum en ekki sársaukaleysinu, sorginni en ekki sorgarleysinu og meta ekki verðleika æsku og heil- brigði fyrr en hvort tveggja er horfið. Menn stefna að ákveðnum markmiðum en þegar þeim er náð verða þau hversdagsleg. Það er ekkert endamark til í lífsgæðakapp- hlaupinu en samt er mönnum eiginlegt að taka þátt í því. Við hvern unninn áfanga blasir nýr við og þegar toppnum er náð blasir einmanaleikinn við. Maðurinn getur þó átt þess kost að frelsa sig frá oki lífsvilj- ans. Það er hægt að gera á þrennan hátt. í fyrsta lagi með því að snúa baki við lysti- semdum lífsins og skoða framferði heimsins sem hlut- laus áhorfandi, til dæmis sem munkur eða nunna. í öðru lagi er hægt að gerast fullkominn einstaklingshyggjumaður og fara sínar eigin leiðir, þvert á hefðir þjóöfélagsins. Og í þriðja lagi er hægt að leita at- hvarfs í listinni. Listamaðurinn storkar lífsaflinu með því að skapa listaverk sem hvorki verða étin né geta af sér af- kvæmi. Sköpunarþörfin bygg- ist á því að marka spor sem endast án þess að lífsaflið geti beinlínis hagnýtt sér þau til að breiða sjálft sig út. Schopenhauer var, eins og kemurfram í kenningum hans, enginn mannvinur. Hann dó í Frankurt am Main á áttræðis- aldri. Hann átti aðeins einn vin, hundinn sinn. Aftur á móti þótti hann mjög ritfær og hér koma nokkrar tilvitnanir I Arth- ur Schopenhauer. ■ Örlögin stokka spilin en við mennirnir spilum úr þeim. ■ Að lesa er það sama og að hugsa með höfði einhvers annars. ■ Það finnst engin umræða án hugtaks og ekkert hugtak sem ekki er rætt um. ■ Ef allir fyndu ekki fyrir því- líkum yfirdrifnum áhuga á sjáifum sér væri lífið svo hversdagslegt að enginn gæti þolað það. ■ Hæverska þess sem ekki hefurmikla hæfileika eraðeins einlæg, hæverska þess sem hefur mikla hæfileika er hræsni. ■ Hundrað menn sem vilja eru máttugri en þúsund manns sem eru tilneyddir. ■ Að öfunda er mannlegt, að sökkva sér niður í illgirni er djöfullegt. ■ Að sameina kurteisi og stolt er meistaraverk. ■ Sérhver ást, sem ekki býr yfir miskunnsemi, er sjálfs- elska. ■ Það sem menn kalla venju- lega örlög er oftast nær þeirra eigin heimskupör. ■ Líf hverrar manneskju er í aðalatriðum sorgarleikur en í smáatriðum gamanleikur. ■ Sérhvert yfirborðskennt orð virkar þvert gegn tilgangi sínum. ■ Það er ráðlegra að notfæra sér skilning sinn á deginum út frá því sem maður þegir yfir, frekar en því sem maður segir frá. Hið fyrra gerir maður af hyggindum, hið síðara af hégómaskap. ■ Fyrir vitgrannar manneskj- ur er vindill vel þegin uppbót í staðinn fyrir hugsanir. ■ Sami viðburður og kallar fram áhuga í gáfuðu höfði er, þegar flatur hversdagshaus á í hlut, aðeins dauflegur hvers- dagsatburður. ■ Því fleiri þankastrik sem hægt er að finna í einni bók því færri þankar eru í henni. ■ Penninn er hugsuninni það sama og stafurinn göngutúrn- um. Maður á auðveldast með að ganga ef maður þarf ekki að nota staf og auðveldast með að hugsa ef maður þarf ekki að nota penna. ■ Fyrstu fjögur ár ævinnar af- greiðum við það sem við segjum, næstu þrjátíu árin út- skýrum við það. ■ Læknirinn virðir fyrir sér veikleika fólks, lögfræðingur- inn illmennsku þess og prest- urinn heimsku þess. ■ Kímnigáfan er eini guð- dómlegi eiginleiki mann- eskjunnar. 22 VIKAN 5. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.