Vikan


Vikan - 07.03.1991, Blaðsíða 44

Vikan - 07.03.1991, Blaðsíða 44
SMÁSAGA EFTIR MAGNÚS EINARSSON FERÐTIL GEÐLÆKNIS MYNDSKREYTING: ÓLAFUR GUÐLAUGSSON Þaö var reglulega blautt veöur og gróðurlykt af sumrinu í loftinu, lykt sem fæstir taka eftir þegar regniö lemur. Skýin voru grá og búin að hreiðra um sig til langframa í loftinu fyrir ofan Reykjavík og það var einungis fyrir fræðinga og tækna ýmiss konar að taka eftir lægðaætterni skýjanna. Það var einfaldlega alltaf grátt og súld. Þetta var niðurstaöa af himnaglápinu þetta sumarið. Sólin sást tvisvar. Þennan dag var dekkra en venjulega, eigin- lega svartara en grátt og það rigndi hundum og köttum. Það voru lækir niður eftir götunni sem hann gekk, lækir niður eftir andlitinu á honum og gusur frá bílunum sem hann mætti. [ dag var hann að hugsa um að fara til sérfræðings því hann hafði komist að því að hann væri geðveikur. Undanfarna daga hafði þess- ari sannfæringu vaxið ásmegin og hann varð að gera eitthvað við þessu. Hann hafði ekki tal- að við nokkurn mann um þetta og hann mundi vel alla ungl- ingabrandarana um klikkað fólk. Það er asnalegt að vera klikk, hugsaði hann og reyndi að hrekja sannfæringuna með fordómum og fyrirslætti. Nei, hann var ákveðinn; þetta var klikkun. Hann var búinn að vera latur og sinnulaus lengi og hefðbundnar afsakanir voru uppurnar. Þetta er klikkun, hljómaði staðföst ákvörðunin innra með honum. Sérfræðing- ur er lausnin. Það er undarlegt að á tímum Ijósaskilta og auglýsinga eru ekki enn til aðlaðandi blikkandi Ijósaskilti „Geðræn aðstoð", miðað við allan þann fjölda fólks sem gengur reglulega til sérfræðings í andlegum mál- efnum. Tuttugu prósent fólks eru í viðtölum og enn er ekki boðið upp á geðlækni með kók og pulsu. Það er greinilegt á öllu varðandi geðlækningar og sálfræðiþjónustu hvers konar að hún er neyðarúrræði fólks í örvæntingu. Þaö er erfitt að reka augun í huggulegheit þeg- I ar maður leitar í geðapparatinu. Þetta er klikkun, hljómaði staðföst ákvörðunin innra með honum. Sérfræðingur er lausnin. Annaðhvort er manneskja klepptæk eða hamingjusöm persóna. Nútímaþjóðfélagiö með GTi bílum og einbýlishús- um með CD hljómtækjum býð- ur geðsjúklingum upp á lyf sem halda þeim mismunandi sof- andi og rólegum. Það er því vinsæl skoðun að það sé dóm- greindarfirra að leita sér sál- rænnar aðstoðar. Hann var farinn að svitna stundum og roðna þegar álags- punktar voru í vinnunni og hann þurfti að fylgja einhverju máli eftir. Honum leið mjög illa og þennan dag hafði hann ákveðið að labba heim úr vinnunni. Auðvitað valdi hann versta rign- ingardaginn en hann vissi að hreyfing var holl og þetta var orðin nokkurs konar þráhyggja svo að loksins þegar hann lét undan þessu var rigning. Hann saug upp í nefið og vék sér undan bíl, það lék ekki nokkur vafi á því að það voru margir annmarkar á þessari annars afar heilbrigðu ákvörðun að ganga heim úr vinnunni. Reyndar var hann búinn að af- greiða þetta flipp sem eina af fleiri ástæöum þess að fara til sérfræðings. Það var því kær- komið þegar vinur hans stopp- aði bílinn og kallaði: „Viltu ekki koma upp í?“ „Jú, andskotinn," svaraði hann hraðmæltur. „Ertu ekki hress?“ spurði vin- urinn og yfirgnæfði útvarpið um leið og hann ók af stað. Hann fann vatnið þrýsta sér gegnum fötin og lyktin af honum, sam- bland af svita og rassafýlu, gaus upp. Hann svaraði hratt og leit vandræðalega á vininn. „Jú, jú.“ Hann kunni ekki að svara öðruvísi og var ekki enn farinn að gera sér grein fyrir að sálarástand hans bauð ekki upp á að svara samkvæmt reglunum. Kannski var heilinn svona seinn að aðlaga sig þessari ákvörðun um að hann væri geðveikur. (Stundum not- aði hann „andiega vanstemmd- ur“ yfir þetta ástand í huganum þegar honum tókst eitthvað vel upp.) „Ennþá á skrifstofunni?" „Já og þú i Háskólanum?" „Jamm.“ Hann vissi að í uppsiglingu var svo venjulegt samtal að hann langaði til að æla. Hann dró þaö að segja eitthvað og úr varð vandræðaleg þögn. Hann hafði líka komist að því að hann átti æ erfiðara með að taka þátt í svona samtali því hann var hættur að brosa þegar viö átti og í huganum notaði hann ægilega fordómafullt orð yfir svona samræður: smáborg- araháttur. Hann sagði því eitt- hvað nógu hlutlaust til að halda samræðunum á mottunni þangað til bíllinn var kominn heim að húsinu og hann þakk- aði fyrir sig og gekk dauðfeginn inn til sín. Hann gekk að síma- skránni og fann geðlækni með traustvekjandi nafn: Trausti Karlsson og hringdi: „Hjá Trausta Karlssyni," sagði hranaleg konurödd í símann. „Já... hérna, ég ætlaði að panta tíma hjá Trausta." „Er það alvarlegt?“ „Nei, nei, ég hef átt við soldið þunglyndi að stríða og langar að tala við lækni um það.“ „Hvernig lýsir þetta sér?“ „Ja, eiginlega ætlaði ég að tala við lækni um það.“ „Ég skil, geturðu komið á morgun klukkan tólf á hádegi. Það losnaði tími þá.“ Konu- röddin var skipandi. Hann hik- aði en svaraði: „Jú, ætli það ekki.“ „Vertu blessaður." Konu- röddin hafði afgreitt þetta tilfelli. Hann hugsaði að nú væri stimpillinn kominn á hann. Hann var orðinn að „soleiðis fólki". „Takk fyrir." Hann horfði vandræðalegur niður fyrir sig þar sem hann sat í stólnum, stundin var runnin upp og ekki aftur snúið. Hann var kominn inn í kerfið. Hann hét Áslákur Guöjónsson og var starfsmaður á skrifstofu, ógiftur og bjó ennþá í foreldrahúsum, með stúdentspróf og löngun til að fara í háskóla og var að leita sér geðrænnar aöstoðar [ fyrsta skipti. Hann heyrði að það var sturtað niður í klósetti hjá fólkinu á efri hæðinni. Hann bjó í þríbýiishúsi. Venjulegir sjúklingar eru 44 VIKAN 5. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.