Vikan


Vikan - 07.03.1991, Blaðsíða 32

Vikan - 07.03.1991, Blaðsíða 32
TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON/LJÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON ÍSLENSKIR MATREIÐSLUMENN TAKA ÞÁTT í ALÞJÓÐLEGRI MATREIÐSLUKEPPNI í CHICAGO STYRKTARKVÖLDVERÐIR FYRIR ALMENNING NÆSTU VIKUR Alþjóðleg keppni mat- reiðslumeistara verður haldin í maí á Mac- Cormic Plaza í Chicago. Þetta er ein af þrem stærstu mat- reiðslukeppnum sem haldnar eru í heiminum. Upphaflega var þetta lokuð keppni innan Bandaríkjanna en smám sam- an var öðrum þjóðum hleypt ( hana og nú er þetta ein helsta alþjóðlega bikarkeppnin. Hinar keppnirnar eru sjálf heims- meistarakeppnin sem haldin er í Lúxemborg og ólympíu- leikar matreiðslumanna sem haldnir eru í Frankfurt í Þýskalandi fjórða hvert ár. Síðast þegar keppnin í Chic- ago fór fram tóku fulltrúar frá sextán þjóöum þátt í henni og nú er reiknað með að meira en tuttugu þjóðir verði með, þar á meðal Islendingar í fyrsta sinn en umsókn þeirra var staðfest eftir að þeir gengu f Alþjóða- samtök matreiðslumanna í fyrra. Frakkar verða til dæmis með í fyrsta skipti núna. Klúbbur matreiðslumeistara er fulltrúi Islands í samtökunum. Karfavafningur fylltur með sæbjúga á blaðlaukssósu. HEITT OG KALT Islendingarnir, sem taka þátt í keppninni, eru Ásgeir Helgi Erlingsson, Baldur Öxdal Hall- dórsson, Bjarki Hilmarsson, Úlfar Finnbjörnsson og Örn Garðarsson. Sigurður L. Hall og Sverrir Halldórsson verða svo varamenn, fararstjórar og fjáröflunarmenn. Þeir verða á vappi meðan keppnin stendur yfir til að fylgjast með hinum liðunum. Mótið stendur yfir í fjóra daga og verður keppt I matreiðslu bæöi heitra og kaldra réttra. I samkeppninni um bestu heitu réttina verða keppnisliðin að elda þrfréttaða máltið fyrir áttatfu manns. Fá keppendur svokallaða „myst- ery basket“ eða leyndarkörfu, sem þýðir að þeir vita ekki fyrirfram úr hvaða hráefni er að spila. Þegar kemur að keppninni um bestu köldu réttina fá keppendur hins vegar að nota sitt eigið hráefni og verða okk- ar menn að sjálfsögðu með ís- lenskt hráefni í farteskinu. Undirbúningsvinna keppnis- liðsins fyrir þessa viðureign tekur nokkra daga. Undirbúningur keppninnar felst í því að æfa verklega og munnlega tvisvar i viku. Þeir gera líka eins mikið og þeir geta á veitingastöðunum sem þeir vinna á, til dæmis með því að þróa þá tækni og rétti sem þeir nota á matseðlum sínum. PUNKTAKERFI OG VERÐLAUN [ keppninni verður stuðst við punktakerfi við báða áfang- ana. Þar verður tillit tekið til vinnubragða, klæðaburðar, hreinlætis, hvað hópurinn er 32 VIKAN 5. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.