Vikan


Vikan - 18.04.1991, Page 5

Vikan - 18.04.1991, Page 5
ÞORGERÐUR TRAUSTADOTTIR SKRIFAR: MAÐUR KEMST ALLT A KORTINU Það er í rauninni alveg stórmerkilegt að þjóð- arskútan okkar skuli ekki vera fyrir löngu komin nið- ur á hafsbotn. Fyrst og fremst er það bölvuð ekkisen nýj- ungagirnin í landanum sem hefur hvað eftir annað nærri verið búin að setja hana á hlið- ina. Allt þarf að elta og eftir öllu aö herma, alveg sama hversu vitlaust það er. Bara ef það er gert í útlandinu, þá þykir sjálf- sagt að apa það eftir hér heima. Því verri sem hégóm- inn er þeim mun meira liggur á aö taka hann upp. Af öllu vondu tel ég þó verst vera það sem komið hefur frá Svíþjóð. Það er ekki óralangt síðan skólakerfið okkar var rétt komið í rúst vegna ein- hverra sænskra frelsiskenn- inga sem þurfti að taka til brúks þá þegar. Það var ekki þeim bábiljum að þakka að sá íslenski ungdómur, sem fyrir barðinu á þeim varð, skyldi komast nokkurn veginn óskemmdur til manns. Já, sveiattan, segi ég bara. Það er svo sem ekki þar fyrir, nýjungarnar hafa líka streymt frá öðrum heimshorn- um. En þær hafa yfirleitt verið í líki ýmissa tóla og tækja sem fólk hefur talið sér trú um að það yrði að eignast í lífsgæða- kapphlaupinu við náungann. Á seinni árum hefur þessi samkeppni verið auðveldari en áður því nú er hægt að kaupa allt án þess að eiga nokkra peninga. Maður fær sér bara greiðslukort! Svo er brunað með það milli verslana og keypt og keypt þar til farið er að rjúka upp af því. Ef mað- ur á ekki fyrir þessum tvö hundruð og níutíu þúsundum, sem verslað hafði verið fyrir á tímabilinu, þá slær maður bara lán. Þvilík bölvuð óráðs- ía! Ég man nú þá tíð þegar þessi kort voru að ryðja sér til rúms. Þá var þetta orðið alsiða í Reykjavík en þekktist ekki i sveitinni fyrir norðan. Þá lögðu bændur bara sfnar afurðir inn á sinn reikning i kaupfélaginu og létu svo skrifa hjá sér eftir þörfum. Hrædd er ég um að blessaður kaupfélagsstjórinn okkar hefði orðið kringlóttur í framan ef einhver bóndinn hefði rekið eitthvert spjald undir nefið á honum og sagst ætla að borga með því. Ó nei, þá voru peningar peningar og ekkert þar á milli. Mér er það ( fersku minni þegar kvenfélagið ákvað að fara til írlands á mikla jarð- ræktarsýningu sem þar var haldin. Flestar okkar höfðu aldrei farið út fyrir landstein- ana og höfðu aðeins óljósa hugmynd um hvernig bpra ætti sig að við hlutina. Þess vegna tókum við það að okkur, ég og hún Herborg oddviti, að skreppa suður og ganga frá farmiðum og öðru í sambandi við ferðina. Eða öllu heldur - við vorum látnar taka það að okkur. Ég verð nú að segja eins og er að við höfðum aldrei staðið í svona stússi áður en vorum svo óheppnar að eiga leið til Reykjavíkur hvort eð var. Formaður kvenfélagsins var þá ekki sein á sér að hafa samband við okkur og biðja okkur um að ganga erinda félagskvenna hjá ferðaskrif- stofunni. Snemma fyrsta morguninn í höfuðborginni steðjuðum við niður í miðbæ til þess að ganga frá miðunum. Við fund- um fljótlega bygginguna þar sem skrifstofan var til húsa og bönkuðum kurteislega á úti- dyrahurðina. Dauðaþögn. Við bönkuðum aftur og nú sýnu fastar. Ekkert lífsmark. „Það er ekkert að flýta sér að opna, bölvað pakkið, þó það eigi von á viðskiptum fyrir hundruð þúsunda," sagði Herborg og ég heyröi að það var þegar farið að síga í hana. í sömu svifum bar að konu eina sem gekk rakleiðis að dyrunum, opnaði þær og vatt sér inn fyrir. Rétt á eftir komu hjón með tvö börn og fóru sömu leið. „Við förum bara inn líka, ekki getum við staðið hér fyrir utan í allan dag eins og illa gerðir hlutir," sagði Herborg, hratt upp hurðinni og þramm- aði inn. Ég flýtti mér á eftir henni. Þegar inn var komið blöstu við langborð með ýmsum tækjum. Starfsfólkið sat við einhverja skerma og virtist upptekið af því að horfa á þá. „Það er ekki von að það megi vera að því að taka almenni- lega á móti manni ef það er að góna á sjónvarpið allan daginn," sagði oddvitinn með vanþóknun í röddinni. Nú sneri sér að okkur geðs- leg stúlka og spurði hvað hún gæti gert fyrir okkur. Ég dró djúpt andann og bjóst til þess að svara - en Herborg varð á undan: „Viö ætlum að fá miða fyrir átján til írlands!" Stúlkan leit hlessa á hana, sneri sér síðan aftur að vélinni og spurði yfir öxlina á sér: „Fyrir átján! Ertu með kort?“ Kort, sagði hún, bannsett gálan. Nú var hún að gefa ( skyn að við ætluðum að ana með sextán manns út í óviss- una, án þess að vita hvert við værum að fara. Það vantaði ekki stærilætið í þetta hyski ( höfuðborginni. Herborg hafði auðsjáanlega skilið sneiðina eins og ég því ég sá hvernig roðinn breiddist út um andlitið á henni og flæddi dimmrauður niður hálsinn. Svo dró hún djúpt að sér andann og orðin streymdu fram eins og ísköld jökulá ( örum vexti: „Ég ætla bara að láta þig vita það að við sitjum ekki und- ir neinum aðdróttunum hér,“ sagði hún og kvað fast að orði eins og hún var vön að gera á hreppsnefndarfundunum. „Við erum heiðarlegar sveitakonur sem vitum alveg hvert við erum að fara. Ef þú hefðir gert þér það ómak aö spyrja hefð- um við getað sagt þér að við erum að fara til Döblínar í kvenfélagsferð - á jarðræktar- sýningu ef þig langartil að vita það. Og ferðin verður víst nógu dýr hjá þessari okrar- búllu þótt ekki sé verið að reyna að pranga inn á mann landakorti líka. Nei, við kven- félagskonurnar þurfum ekki kort til þess að komast leiðar okkar!“ Fyrst fóru augun í af- greiðslustúlkunni að stækka. Svo seig á henni neðri kjálkinn. Hún var komin með krampakenndar viprur í and- litið þegar oddvitinn lauk máli sínu. Það var ekki fyrr en önnur stúlka skarst í leikinn sem okkur skildist að málið hefði snúist um þessi nýju greiðslu- ■ Maður fær sér bara greiðslukort! Svo er brunað með það milli verslana og keypt og keypt þar til farið er að rjúka upp af því. Ef maður á ekki fyrir þessum tvö hundruð og níutíu þúsundum, sem verslað hafði verið fyrir á tímabil- inu, þá slær maður bara lán. Þvílík bölv- uð óráðsía! kort en ekki landakort. Við gengum frá miðakaupunum og trítluðum skömmustulegar út. Við ræddum aldrei um þessi viðskipti, hvorki saman né við aðra. Allt til dagsins í dag hef ég ekki látið mér detta í hug að fá mér greiðslukort. Ekki Herborg heldur. □ 8. TBL. 1991 VIKAN 5

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.