Vikan - 18.04.1991, Side 9
um við sagt að einmitt þarna sé aðalinntak
verksins. Við getum verið við sjálf, ræktað okk-
ur og jafnvel breytt okkur svo mikið án þess að
það komi niður á öðrum."
- En þarna í miðju kafi í sinni breytingu
upplifir Sigrún Ástrós óneitanlega ýmsar sveifl-
ur bæði innra með sér og eins utan frá. Eða
hvað er til dæmis á ferðinni þegar Jói öskrar á
hana í símann?
„Hann er sennilega ekki beinlínis að öskra á
hana; hann öskrar vegna þess að hann er
vansæll, á sinn eigin vanmátt - og hún er hætt
að taka ábyrgðina á því hvernig aðrir kjósa að
láta sér líða. Hún er búin að uppgötva þau ein-
földu sannindi að við komumst ekkert með því
að vera á flótta eða kenna öðrum um. Það er
ekkert sem aðrir gera sem annaðhvort gerir
mann hamingjusaman eða ekki, þó aörir geti
óneitanlega stækkað þá hamingju sem við eig-
um í okkur sjálfum. Það er nú einu sinni þannig
aö hamingja hvers og eins býr í hans eigin
brjósti og þú þarft að vera sátt viö sjálfa þig
eins og þú ert, hvort sem þú ert með uppbrett
nef, tíu kílóum of þung eða hvað það nú er
sem gæti farið betur. Þú þarft að skapa þér
það að geta notið þess sem þú hefur. Og það
getur enginn nema þú sjálf."
- Áður en hún breytist, verður aftur hún
sjálf, Sigrún Ástrós, hvers vegna var hún ekki
löngu farin úr þessu tómlega hjónabandi?
„Jú, sjáðu til, henni fannst hún ekki hafa
neitt að fara; það væri enginn staður til fyrir sig.
Og þetta gerist eftir því sem viðjar vanans ná
fastari tökum á okkur; við látum reka og svo
loks vöknum við upp við það að við erum
strönduð einhvers staðar. Nú, svo hefur hún
auðvitað afar lágt sjálfsmat og það er á hennar
eigin ábyrgö að hafa leyft sér að láta það
gerast. En það býr sannarlega í henni ævintýri
eins og í okkur öllum og þegar hún kastar af
sér sínum sjálfsköpuðu fjötrum er líkast því aö
hún endurfæðist - sem hún sjálf. Hins vegar
eru margir hræddir við breytingar og kjósa
frekar að hækka í sjónvarpinu heldur en að
horfast í augu við þá stefnu sem líf þeirra er að
taka - hversu alvarleg sem hún kann að vera.“
- Þér þykir vænt um Sigrúnu Ástrósu.
„Já, alveg óskaplega. En mér hefur líka þótt
mjög vænt um önnur hlutverk svo ég býst við
að ég myndi setja Sigrúnu Ástrósu á bekk með
Sigurlínu í Sölku Völku og Uglu í Atómstöð-
inni. Það var líka stórkostlegt að fá tækifæri til
að túlka þær. Já, ætli þessar þrjár séu ekki al-
veg í sérflokki hjá mér, hver á sinn sérstæða
hátt.“
- Hin tvö hlutverkin, Sigurlína og Ugla, eru
leikin með fjölda annarra leikara en í hlutverki
Sigrúnar ertu ein; alein allan tímann. Er þetta
ekki einmanalegt hlutverk að leika?
Margrét Helga hlær góðlátlega aö fávísum
blaðamanni og hristir höfuðið. „Nei, hvernig
gæti ég verið einmana, með fullum sal af
yndislegu fólki; 150-200 áhorfendum? Það er
mjög fjarri lagi að ég sé einmana sem Sigrún
Ástrós. Ég var hins vegar alveg voðalega
einmana þegar hvorki Hanna María né Bryn-
dís Petra voru á staðnum; þær unnu sýning-
una með mér og ég á varla nógu sterk orö til
að lýsa þessu samstarfi okkar. Þær verða alltaf
að koma öðru hverju og vera hjá mér; taka
sinn þátt. Og það get ég sagt þér að hafi ég
fengið stuðning, faglegan og manneskjulegan
og skilning á því sem ég var að gera, þá fékk
ég hann ómældan hjá þeim. Hanna María til
dæmis - öll sú tilfinning, natni og hlýja sem
Kannski svolítið léttgeggjuð inn við beinið? „Ég er bilhrædd, lofthrædd og dáist að fólki sem brunar
á ógnarhraða niður hverja brekkuna á fætur annarri." Margrét Helga býr sig undir að takast á við
hlutverk Sigrúnar Ástrósar á sviði Borgarleikhússins.
hún lagði í starfið hefur verið mér ómetanleg.
Og hún Bryndís Petra er bara í einu orði sagt
yndisleg stúlka að hafa nálægt sér. Veistu, fólk
sem vinnur svona náið saman í langan tíma
verður samábyrgt, ákaflega samhæft. Mig
myndi langa til að halda áfram að vinna svona
náið, þessu fylgir svo mikið traust og virðing.
Einhvern veginn á ég svolítið bágt með að
hugsa tii þess að þessu samstarfi muni Ijúka.
Ohh, já, það verður grár hversdagsleikinn að
kveðja þetta verk - hana Sigrúnu okkarl"
- Nú fjallar verkið fyrst og fremst um konu,
venjulega húsmóður, sem konurnar í salnum
geta kannski fundið til samsvörunar við. Hvað
um karlmennina? Finnurðu mun á viðbrögðum
kynjanna?
„Nei, í sjálfu sér ekki og við skulum ekki
gleyma að þetta er skrifað af karlmanni, stór-
gáfuðum manni. Konur bregðast á ýmsan hátt
við verkinu og karlarnir líka. Það kemur mjög
misjafnlega við fólk og ugglaust dálítið illa við
suma. Ég skynja stundum ákveðna lokun ein-
hvers staðar frá í salnum, lokunina þegar fólk
heldur að þetta sé einhver kvenfrelsisrolla með
kynlífsvandamálaívafi og hefurtekið ákvörðun
um að hleypa þessu ekki að sér. Þá hefst þessi
skemmtilega glíma, glíman við áhorfandann,
fá hann til að hlusta, lokka hann aftur út úr lok-
uninni. Sumir beita háði sem vörn og ég finn
slíkt mjög vel; ég skynja yfirleitt mjög sterkt líð-
an í salnum. Stundum er líka svo yndislegtfólk
þarna að mig langar mest til að stökkva fram af
sviðinu og faðma þaö að mér. Slikt fólk gefur
mér mikið."
- Er áhorfendahópurinn þá kvíðaefni hverju
sinni?
„Nei, hann er það aldrei. Hins vegar þarftu
að gera salinn að vini þínum. Þú þarft að
mynda trúnaðarsamband við fólkið; fólkið sem
þú ert að segja fjölmarga hluti, oft hluti sem er
ekkert auðvelt að tala um. Þeir geta verið hall-
ærislegir, aumingjalegir - bara svo fullt af
hlutum. Það er í raun ótrúleg reynsla að fá að
glíma við svona verkefni, líka svona lengi.
Sýningarnar eru orðnar yfir áttatíu."
- Hver eru svo algengustu viðbrögðin sem
þú heyrir; hvað segja áhorfendur um Sigrúnu
Ástrósu?
„Ja, það sem ég heyri oftast er að hún sé al-
veg yndisleg manneskja. Það kemur oft fyrir að
fólk, sem ég þekki ekkert, fer að segja mér
hvað því fannst og mér finnst að yfirleitt sé fólk
mjög þakklátt fyrir að hafa fengið að kynnast
henni.“
- Er það þá ekki að tala um túlkun þína?
„Ja, ég hef nú verið svo lánsöm að fá tæki-
færi til að leika mörg stór og spennandi
hlutverk, sem reyna á leikarann hvert á sinn
hátt. Ég er ekki að gera neitt í þessari sýningu
annað en það sem ég hef alltaf reynt.. .að
gera mitt besta. En ég er þarna óneitanlega
með persónu í höndunum sem fólki líkar vel
við og auðvitað nýt ég góðs af því. Og flestir
Frh. á bls. 50
8. TBL. 1991 VIKAN 9