Vikan


Vikan - 18.04.1991, Blaðsíða 12

Vikan - 18.04.1991, Blaðsíða 12
„Um síðustu páska tókum við þátt í rúna- galdri með hópi af fólki sem hefur lagt stund á norrænar eða germanskar galdra- aðferðir. Enginn í hópnum vissi af vand- kvæðum okkar og baráttu minni við þennan ára eða djöful. Mér til mikils léttis hefur veran ekki birst síðan ég hlýddi á þessa athöfn.“ langvinnum og mögnuöum fangbrögöum viö. ILLVÆTTUR ÁSÆKIR EIGINKONUNA „Hann kallaöi sig Jave og reyndi aö ná mér á sitt vald. Meö herkjum gat ég slitið þessu sambandi og hef ekki stundað þessa glasaiðju síöan. Samt sem áður nef ég aldrei getaö hrint þessum skrattakolli frá mér, þó mér hafi tekist að halda honum í hæfilegri fjarlægö. Þegarég kynntist Júlíu konu minni sá þessi illvættur sér leik á borði og fór aö ásækja hana. Kona mín reyndist vera næm á þessu sviði og varö fyrir að- sóknum af völdum þessarar veru. ( upphafi sá hún mjög kölskalegt andlit og um svipað leyti átti hún mjög erfitt meö aö sofna á kvöldin. Síöan ágerö- ist þetta og varð sterkara og sterkara." ÓGNVEKJANDI FYRIR- BÆRITAKA AÐ GERAST „Við fórum ekki aö hafa áhyggjur af þessu fyrr en sumarið 1987. Þá vorum viö með hópi af fólki í sundi í eyði- firöi nokkrum er Reykjafjörður heitir. Okkur leiö vel í bjartri sumarnóttinni. Ég tók þá eftir því aö Júlía var í einhverri leiöslu. „Henni líöur bara svona vel,“ hugsa ég og gef því ekki frekari gaum. Á leiö- inni heim varð mér hins vegar Ijóst aö hún var ekki meö sjálfri sér. Síðar, er viö komum heim til gestgjafa okkar á Bíldudal, gerðust nokkuö ógnvekjandi fyrirbæri. Síðar áttuðum viö okkur á því aö þessar furöur hófust alltaf um það leyti sem ég var að festa blund." Júlíu segist svo frá aö hún hafi verið vakandi er hún skyndilega sá ógeöslega veru liggja og stara á sig þar sem maöur hennar átti aö vera. „Ég varö náttúrlega mjög hrædd, hljóðaöi upp og vakti manninn minn. Þetta gerðist í tvígang og alltaf þegar hann virtist vera sofnaöur. Þaö var eins og þessi skratti næöi ekki til mín nema þegar Þorsteinn var úr vökuástandi.“ DRAUGURINN HEFUR JÚLÍU Á LOFT „Eftir þetta bar lítiö á þessu, þar til viö vorum alkomin á Bíldudal," segir Þorsteinn. „Þetta jókst þá stig af stigi. Kvöldiö sem þessi fyrirbæri náöu hámarki leið Júlíu illa aö ástæðulausu og undi hún sér hvergi, gat ekki sofnað, jafnvei þó hún væri úrvinda. En þaö var eins og viö manninn mælt aö um leið og ég sofnaöi átti Júlía í harðvítugu stríöi viö þessa illu veru. Skyndilega verður draugurinn svo kraft- mikill aö hann hefur Júlíu á loft og ég fæ hana fljúgandi í fangiö, beint ofan á mig. Hún fékk blóðnasir og djúpa rispu, sem blæddi úr, á milli augn- anna.“ LOFAÐI GULLI OG GRÆNUM SKÓGUM Júlía segist fyrst hafa séð drauginn eins og venjulega er þetta gerðist. „Síöan fór hann aö fá mig til þess aö horfast í augu við sig, talaði blíðlega og lofaöi jafnvel gulli og grænum skógum. Þor- steinn var búinn aö segja mér að ég mætti alls ekki horfast í augu viö hann því þá ætti hann auðveldara meö aö ná á mér tökum. Ég streittist náttúr- lega á móti augnsambandi við ærsladrauginn en við það varö hann svo reiður aö hann réöst á mig eftir aö hafa sveiflað mér hátt yfir rúmiö og kastaði mér síðan á manninn minn. Ég hef aldrei verið jafnóttaslegin eins og eftir þessa reynslu.“ GRIPIÐ TIL RÚNAGALDURS Eftir þetta segir Þorsteinn aö honum hafi ekki litist á blikuna svo hann ákvaö aö gera eitthvað afgerandi í málinu. „Ég kynnti mér islenska galdrastafi og fór að beita þeim meö góöum árangri en þó ekki fullnægjandi. Framfarir urðu þegar ég sneiö stjörnu í lín, fáöi hana meö fjórum galdrastöfum og teiknaöi ýmis tákn til uppfyllingar. Júlía breiddi hana yfir sig og var þessi átthyrnda galdrastjarna hugsuö sem vernd gegn að- sókn úr höfuðáttunum fjórum. Um síðustu páska tókum viö þátt í rúnagaldri meö hópi af fólki sem hefur lagt stund á norrænar eöa germanskar galdraaöferöir. Þaö var alveg óvænt að viö tókum þátt í at- höfninni. Reyndar furöuleg til- viljun því viö vissum ekkert af þessari iökun og þekktum aöeins einn þátttakanda í kufiaklæddum hópnum. Ég held því fram aö seiðurinn, sem var haldinn í Heiðmörk, hafi stökkt þessu illa afli til síns heima enda höfum viö ekki orðið vör viö neitt þess háttar síðan athöfnin fór fram. Mér leið vel eftir þessa athöfn og bjó aö því í marga daga. Ég galaði þrjár rúnir en ÞURSINN, sem var síðasta rúnin sem viö göluðum, var til- komumestur." UNNIÐ Á ÆRSLA- DRAUGNUM „Mér fannst athöfnin mjög sérstök og gefandi lífs- reynsla," segir Júlía. „Um tíma fannst mér líkt og himn- arnir hefðu opnast. Ég heyrði kór óma og vissi aö ég haföi náö sambandi viö æöri verur. Ég held að ég haföi verið sú eina sem skynjaöi einmitt þetta. Aðrir greindu frá annars konar upplifun og skynjun. Strákurinn, sem viö könnuð- umst viö í hópnum, kvartaði aö vísu undan því að rúna- galdurinn hefði verið fremur máttlaus miöað viö það sem hann haföi áöur reynt. Enginn í hópnum vissi af vandkvæö- um okkar og baráttu minni viö þennan ára eöa djöful. Mér til mikils léttis hefur veran ekki birst síðan ég hlýddi á athöfn- ina og tók þátt í rúnagalinu. „Tvær síðustu aldir hafa yfir bentu mér einnig á veika bietti sem þær skynjuðu á árunni minni. Ég vissi samstundis aö þetta var rétt hjá þeim því ég þreyttist fyrst á þessum stöö- um í líkamanum og einnig haföi veran sótt mest aö mér á sömu blettum. Önnur þeirra gaf mér orku meö handayfir- lagningu á þessum stöðum og ég upplifði fljótlega meiri kraft og mun betri líðan. Sama kona sagðist mundu skapa innri hugsýn er hálshyggi ærslaandann meö kristal- sverði og ætti það aö hjálpa til viö að ganga af honum dauð- um. Ég vona sannarlega að svo veröi og er mjög bjartsýn því ekkert hef ég frekar haft af draugnum að segja.“ VÍSINDAMENN RANNSAKA DRAUGAGANG Þaö er engum vafa undirorpiö að trú á drauga hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda. Hingaö til fslands barst draugatrúin meö landnáms- mönnum. Haugar hinna fram- liðnu voru nefndir draughús og þangað voru flutt vopn og aðrir hlutir sem gátu komiö sér vel í ööru lífi. Meö tilkomu sálar- rannsókna um síöustu alda- mót hófu vísindamenn aö rannsaka fyrirbæri er margir flokkuöu undir þjóötrú og hind- urvitni. Niðurstöður rannsókna þeirra komu verulega á óvart. Virtir vísindamenn á sviði dulsálfræðilegra rannsókna hafa komist aö þeirri niöur- stöðu aö draugar og reimleik- ar, eöa það sem þeir vilja nefna „poltergeist“-fyrirbæri, eigi viö rök aö styðjast. Dr. George Owen, breskur erfðafræðingur, líffræöingur og stæröfræöingur, er rann- sakað hefur reimleika og draugagang áratugum saman, segir svo frá: “Tvær síðustu aldir hafa yfir hundraö ærslaanda-mál verið skráö, oft af mjög góðum vitn- um án tengsla viö þær fjöl- skyldur sem í hlut áttu. Þaö er því hafið yfir allan efa aö flest þessara fyrirbæra eru algjör- lega sönn. Meö því á ég við aö þau fyrirbæri, sem sagt er aö gerist, eiga sér í rauninni staö og eru ekki afleiðingar ofsjóna eða fjöldasefjunar. Ef ein- kennilegur hávaði heyrist er hægt aö hljóörita hann á segulband. Ef vasi virðist hafa brotnað hefur hann í rauninni veriö brotinn; þaö þarf ekki annað en að tína upp brotin. Það er einnig satt að í lang- flestum tilfellunum er alls ekki um að ræöa að einhver sé aö beita brögðum. Til þess aö ganga úr skugga um þaö þarf maður þó aö hafa eytt tals- veröum tíma í að rannsaka fyrirbærin. Menn vita nú orðið talsvert meira um þetta efni sökum viðleitni minnar og merkra rannsóknarmanna eins og Hans Benders próf- essors, dr. Gaithers Pratts og Williams Rolls. Almenningur veit hins vegar ekki nógu mikið um þetta efni og þess vegna er þeim sem verða fyrir ærsla- anda-fyrirbærum ekki um aö segja ókunnugum frá því.“ 12 VIKAN 8. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.