Vikan


Vikan - 18.04.1991, Blaðsíða 46

Vikan - 18.04.1991, Blaðsíða 46
tímanum en báöir voru bekkirnir óþolandi uppi- vööslusamir. Þau voru komin aftur aö aöalhluta skemmti- svæöisins. Hópurinn var tekinn aö þynnast. Búiö var að loka sumum tækjunum fyrir nótt- ina. Tveir verkamenn meö sígarettur skagandi út úr munnvikjum voru aö breiöa segldúk yfir trylltu músina. Maðurinn í kastið-þar-til-þið- vinnið var aö slökkva hjá sér. „Ertu aö gera eitthvað á laugardaginn?" spurði hann skyndilega feimnislega. „Ég veit aö þetta er stuttur fyrirvari en .. „Ég er með áform," sagði hún. Og hún gat ekki afborið að sjá hvaö hann var vonsvikinn, það var allt of Ijótt aö vera að stríöa honum meö þessu. „Ég ætla aö gera eitthvað með þér.“ „Er það? Nú, er það? Þaö var gott aö heyra.“ Hann brosti viö henni og hún brosti á móti. Röddin í huga hennar, sem stundum var eins raunveruleg og rödd annarrar mannveru, lét skyndilega í sér heyra. Þér er farið að líða vel aftur, Sara. Þú ert hamingjusöm. Er það ekki gott? „Já, það er það,“ sagði hún. Hún tyllti sér á tá og kyssti hann í skyndingu. Hún píndi sig til aö halda áfram áður en henni féllst hugur. „Þaö getur orðið einmanalegt þarna í Veazie stundum, veistu það. Kannski að ég gæti... verið hjá þér í nótt eöa þannig?" Hann leit á hana hlýlega og af svo mikilli íhygli að það erti hana inn aö beini. „Langar þig til þess, Sara?“ Hún kinkaði kolli. „Mig langar mjög mikið til þess.“ „Allt í lagi,“ sagði hann og tók utan um hana. „Ertu viss?“ spurði Sara svolítið feimnis- lega. „Ég óttast bara að þú skiptir um skoðun." „Þaö geri ég ekki, Johnny." Hann hélt henni þéttar að sér. „Þá er þetta happakvöldið mitt.“ Þau voru að fara framhjá lukkuhjólinu í því að hann sagði þetta og síöar mundi Sara að það var eini básinn sem enn var opinn á þeim hluta skemmtisvæðisins á þrjátíu metra svæði í hvora átt. Maðurinn við afgreiðsluna hafði nýlokið við aö slæða óhreinindin fyrir innan í ieit að smápeningum sem gætu hafa fallið af spilaboröinu í hita kvöldsins. Líklega síðasta kvöðin fyrir lokun, hugsaði hún. Fyrir aftan hann var stóra gaddahjólið hans, afmarkað af örsmáum rafmagnsperum. Hann hlýtur að hafa heyrt orð Johnnys því hann hóf sölusöng- inn sinn, meira og minna ósjálfrátt, enn skim- andi á moldargólfinu eftir silfurglampa. „Hey-hey-hey, snúðu lukkuhjólinu ef þér finnst heppnin vera með þér, það breytir smá- peningum í seðla. Hjólið hefur það, freistið gæfunnar, einn tíundi úr dal kemur lukkuhjól- inu af stað.“ Johnny snerist á hæli í átt aö röddinni. „Johnny?“ „Mér finnst heppnin vera með mér, rétt eins og maðurinn sagði.“ Hann brosti niður til hennar. „Nema þér sé illa við það ... ?“ „Nei, vertu bara ekki lengi.“ Hann leit aftur á hana á þennan opinskáa, ihugula hátt sem gerði hana svolítið máttlausa og hún velti fyrir sér hvernig það yrði með honum. Maginn fór hægan snúning sem olli því að henni varð óglatt af kynferðislegri þrá. „Nei, ekki lengi.“ Hann leit á umsjónarmann- inn. Skemmtanasvæðið fyrir aftan þau var svo að segja alautt núna og um leið og skýin höfðu bráðnað burt fyrir ofan þau var orðið svalara. Öll þrjú blésu út úr sér hvítum gufustrókum með andardrættinum. „Viltu freista gæfunnar, ungi rnaður?" „Já.“ Hann hafði sett allt sitt reiðufé í buxnavas- ann þegar þau komu á hátíðina og nú dró hann upp það sem eftir var af átta dölunum. Það reyndist vera dollar og áttatíu og fimm. Sþilaborðið var ræma af gulu plasti með á- máluðum tölum og oddatölum í ferninga. Það minnti á rúllettuborð en Johnny sá samstundis að hlutfallið milli vinnings og veöfjár myndi setja óhug að hvaða rúllettuspilara sem væri. Fyrir talnaröð var ekki greitt nema tveir á móti einum. Það voru tvö húsnúmer, núll og tvöfalt núll. Hann benti umsjónarmanninum á þetta en sá yppti aðeins öxlum. „Ef þú vilt Vegas skaltu fara til Vegas. Hvað á ég að segja?“ En Johnny var í svo góðu skapi að ekkert fékk haggað því. Kvöldið hafði byrjað illa vegna grímunnar en svo hafði allt farið að ganga í haginn. Þetta var í rauninni besta kvöld sem hann mundi eftir árum saman, kannski besta kvöld sem hann hafði átt. Hann leit á Söru. Hún var rjóð í kinnum, augu hennar glömpuðu. „Hvað finnst þér, Sara?“ Hún hristi höfuðið. „Þetta er hebreska fyrir mér. Hvað gerir maður?“ „Spilar tölu. Eða rautt/svart. Eða oddatölu/ jafna tölu. Eða tíutalnaseríu. Það er misjafnt hvað fæst fyrir hvað.“ Hann leit á umsjónar- manninn en hann sýndi engin svipbrigði. „Eða þannig ætti þaö að vera.“ „Spilaðu svart," sagði hún. „Er það ekki svo- lítið æsandi?“ „Svart,“ sagði hann og lét stakan tíeyring falla á svarta ferninginn. Umsjónarmaðurinn starði á staka tíeyring- inn á víðáttumiklu spilaborðinu og andvarpaði. „Sá leggur undir.“ Hann sneri sér að hjólinu. Johnny bar höndina annars hugar upp að enninu og snerti það. „Bíddu,“ sagði hann fyrirvaralaust. Hann ýtti 25-senta peningi á ferninginn sem á stóð 11-20. „Er það þá komið?“ „Já,“ sagði Johnny. Umsjónarmaðurinn sneri hjólinu og það hringsnerist innan Ijósahringsins, rautt og svart runnu saman í eitt. Johnny neri ennið annars hugar. Hjólið fór að hægja á sér og nú heyrðu þau tikk-takkið í litla viðarbendlinum sem rann framhjá prjónunum milli talnanna. Hann náði 8,9, virtist ætla að stansa á 10 og rann svo yfir í rauf 11 og lagði sig þar til hvíldar. „Daman tapar, herrann vinnur," sagði um- sjónarmaðurinn. „Vannstu, Johnny?" „Það virðist vera,“ sagði Johnny um leið og umsjónarmaðurinn bætti tveimur 25-senta peningum við þann sem verið hafði i borði. Sara gaf frá sér örl ítið vein og tók varla eftir því er umsjónarmaðurinn sópaði tíeyringnum burtu. „Sagði þér að þetta væri happakvöldið mitt,“ sagði Johnny. „Tvisvar er heppni, einu sinni er bara slembilukka," var athugasemd umsjónar- mannsins. „Hey-hey-hey.“ „Gerðu aftur, Johnny,“ sagði hún. „Allt í lagi. Eins og þaö er fyrir mig.“ „Láta þá liggja?" „Já.“ Umsjónarmaðurinn sneri hjólinu aftur og meðan það fór hringinn umlaði Sara hljóðlega: „Er ekki búið að hagræða öllum þessum hátíðahjólum?" „Þaö var þannig. Nú lætur fylkið rannsaka þau og þeir treysta á hvað spilararnir standa fáránlega illa að vígi.“ Hjólið hafði hægt á sér niður í lokataktinn. Bendillinn fór framhjá 10, inn á reit Johnnys og hægði enn á sér. „Já, jál! hrópaði Sara. Nokkrir unglingar á leiðinni út námu staðar til að horfa á. Viðarbendillinn, sem fór afar hægt núna, fór framhjá 16 og 17, stansaði síðan á 18. „Herrann vinnur aftur.“ Umsjónarmaðurinn bætti sex 25-senta peningum í bunka Johnnys. „Þú ert ríkurl" hlakkaði í Söru og hún kyssti hann á kinnina. „Þetta er hrina hjá þér, félagi," samsinnti umsjónarmaðurinn ákafur. „Það hættir enginn i miðri vinningshrinu. Hey-hey-hey.“ „Ætti ég að gera aftur?" spurði Johnny hana. „Því ekki það?“ „Já, gerðu það, maður,“ sagði annar unglinganna. Næla á jakkanum hans bar and- litsmynd Jimi Hendrix. „Þessi náungi hafði af mér fjóra dollara í kvöld. Mér finnst frábærtað sjá hann tapa.“ „Þú líka þá,“ sagði Johnny við Söru. Hann rétti henni einn 25-senta pening af sínum níu. Eftir andartakshik lagði hún hann á 21. Til- kynning á töflunni tiltók að fyrir oddatölur feng- ist greitt tíu á móti einum ef maður ynni. „Situr þú áfram á miðreitnum, lagsi?" Johnny leit niður á átta 25-senta peningana í stafla á borðinu og fór svo aö núa á sér ennið aftur eins og hann væri að fá höfuðverk. Hann sópaði skyndilega peningunum af borðinu og hristi þá milli lófanna. „Nei. Snúðu fyrir dömuna. Ég ætla að fylgj- ast með.“ Hún leit á hann, undrandi. „Johnny?“ Hann yppti öxlum. „Bara tilfinning." Umsjónarmaðurinn ranghvolfdi augunum eins og hann vildi segja: himnarnir-gefi-mér- styrk-til-að-umbera-þessa-fávita - og setti hjól- ið í gang aftur. Það snerist, hægði á sér og stansaði. Á tvöföldu núlli. „Hústala, hústala," sönglaði umsjónarmaðurinn og peningur Söru hvarf ofan í svuntuna hans. „Er þetta sanngjarnt, Johnny?" spuröi Sara sár. „Núll og tvöfalt núll borga bara húsinu,“ sagði hann. „Þá var gáfulegt af þér að taka peningana þína af borðinu." „Já, líklega." „Viltu að ég snúi þessu hjóli eða fari i kaffi?“ spurði umsjónarmaðurinn. „Snúðu því,“ sagði Johnny og lagði pening- ana sína niður í tveimur stöflum á þriðja reit- inn. Meðan hjólið þeyttist um í Ijósabúrinu spurði Sara Johnny án þess að hafa augun af snún- ingnum: „Hvað getur svona staður grætt mikið á kvöldi?" Kvarlett eldra fólks, tvær konur og tveir menn, hafði nú tekið sér stöðu með unglingun- 46 VIKAN 8. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.