Vikan


Vikan - 18.04.1991, Qupperneq 48

Vikan - 18.04.1991, Qupperneq 48
Hlýja umhyggjan fyrir henni, sem verið hafði í augnaráðinu, þurrkaðist út. Augun virtust dökkna aftur, verða kuldaleg og rannsakandi. Hann horfir á þetta hjól eins og litill drengur myndi horfa á sitt eigið maurabú, hugsaði Sara. „Andartak," sagði hann. „Allt í lagi,“ svaraði Sara. En hana var farið að svima, auk þess aö vera illt í maganum. Og það voru skruðningar neðst í maganum sem henni leist ekki á. Ekki niðurgang, drottinn. Gerðu það. Hún hugsaði: Hann verður ekki í rónni fyrr en hann er búinn að tapa öllu aftur. Og svo, af furðanlegri fullvissu: En hann mun ekki tapa. „Hvað segirðu, lagsi?" spurði umsjónar- maðurinn. „Af eða á, inni eða úti.“ „Skíttu eða farðu,“ sagði annar verkamað- urinn og það heyrðist taugaveiklunarhlátur. Söru svimaði. Johnny ýtti allt í einu seðlum og smápening- um upp í horn borðsins. „Hvað ertu aö gera?“ spurði umsjónarmað- urinn, illa brugðið. „Alla fúlguna á 19,“ sagði Johnny. Söru langaði að stynja en kæfði það niður. Það fór kliöur um hópinn. „Ekki ofgera þessu,“ sagði Steve Bernhardt í eyra Johnnys. Johnny svaraði ekki. Hann starði á hjólið, allt að þvi tómlega. Augun virt- ust næstum fjólublá. Skyndilega heyrðist klingjandi hljóð sem Sara áleit í fyrstu að hlyti að vera í eyrum hennar sjálfrar. Svo sá hún að hinir sem lagt höfðu peninga i borð voru að sópa þeim af borðinu aftur og eftirlétu Johnny að spila ein- um. Nei! Hún fann að hana langaði að æpa. Ekki svona, ekki einan, það er ekki sanngjarnt... Hún beit á vörina. Hún óttaðist að hún myndi kasta upp ef hún opnaði munninn. Henni var orðið afar illt í maganum. Vinningsstafli Johnnys sat einn undir nöktum Ijósunum. Fimmtiu og fjórir dollarar og það var greitt tiu á móti einum ef um oddatölur var að ræða. Umsjónarmaðurinn vætti varirnar. „Fylkið bannar mér aö taka við meira en tveimur doll- urum á oddatölur." „Svona nú,“ urraði Bernhardt. „Þú átt ekki heldur að taka við meira en tíu dollurum á reit og þú varst að láta hann leggja átján undir. Hvað er að, ertu farinn að svitna á pungnum?" „Nei, það er bara ..." „Snöggur," sagði Johnny stuttaralega. „Annaöhvort eða. Stúlkan mín er veik.“ Umsjónarmaðurinn vó og mat hópinn. Hóp- urinn horfði á móti og augnaráðin voru óvin- veitt. Þetta var slæmt. Þau skildu ekki að náunginn var að fleygja peningunum sínum og hann var að reyna að halda aftur af honum. Fari það fjandans til. Hópnum myndi líka þetta illa hvernig sem það færi. Látum náungann standa á haus og tapa peningunum sínum svo hann gæti lokað fyrir nóttina. „Jæja,“ sagði hann, „ef enginn ykkar er eftir- litsmaður frá fylkinu ... “ Hann sneri sér að hjólinu sínu. „Það fer hring eftir hring og eng- inn veit hvar það stansar." Hann sneri svo tölurnar runnu undir eins saman í eitt. Um stund, sem virtist miklu lengri en hún gæti hafa verið, heyrðist ekkert annað en þyturinn í lukkuhjólinu, næturvindurinn að toga í segldúk einhvers staðar og sjúkleg höggin í höfði Söru sjálfrar. í huganum grátbað hún Johnny að taka utan um sig en hann stóð orðfár með hendurnar á spilaborðinu og augun á hjólinu sem virtist ákveðið í að snúast að ei- lífu. Að lokum hægði það nægilega mikið á sér til að hún gat lesið tölurnar og hún sá 19, 1 og 9 málað með skærrauðu á svartan bakgrunn. Upp og niður, upp og niður. Mjúkt suð hjólsins varð að stöðugu tikka-tikka-tikka sem hljómaði afar hátt í kyrrðinni. Nú marséruðu tölurnar framhjá bendlinum og hægðu ákveðið á sér. Annar verkamannanna kallaði forviða: „Hjálpi mér, þetta verður tvísýnt!" Johnny stóð rólegur, horföi á hjólið og nú sýndist henni (þó það gætu hafa verið veikind- in sem ultu nú gegnum maga hennar í reglu- bundnum samdráttaröldum) að augu hans væru næstum svört. Jekyll og Hyde, hugsaði hún og var allt í einu og fáránlega hrædd við hann. Tikk-tikk-tikk. Hjóliö fór yfir á annan reit, fór framhjá 15 og 16, smellti sér yfir 17 og eftir augnablikshik 18 líka. Meö endanlegu tikkil datt bendillinn yfir í rauf 19. Hópurinn hélt niðri f sér andanum. Hjólið snerist hægt svo bendillinn fór upp að litla prjóninum á milli 19 og 20. f einn fjórða úr sekúndu virtist sem prjónninn gæti ekki haldið bendlinum f nítjándu raufinni; að dvínandi hraði hjólsins færi með hann yfir á 20. Svo kastaðist hjólið frá aftur, kraftur þess uppurinn og það lagðist til hvíldar. Andartak heyrðist ekkert hljóð frá hópnum. Ekki eitt einasta hljóð. Svo heyrðist í öðrum unglinganna, lágt og lotningarfullt: „Vá, maður, þú varst að vinna fimm hundruð og fjörutíu dollara." Steve Bernhardt: „Ég hef aldrei séð svona heppni. Aldrei." Og svo fagnaði hópurinn. Johnny var klapp- að á bakið, meö hnúum og hnefum. Fólktróðst framhjá Söru til að komast að honum, snerta hann og andartakið, sem þau voru aðskilin, fann hún til ömurlegrar, hrárrar skelfingar. Styrkvana var henni ýtt fram og til baka, mag- inn rúllaði sem óður væri. Tólf eftirmyndir hjólsins snerust í sorta fyrir augum hennar. Andartaki síðar var Johnny við hlið hennar og hún sá sértil veikrar gleði að þetta varraun- verulega Johnny og ekki hin rólega, gínulíka vera sem horft hafði á hjólið snúast síðasta hringinn. Hann virtist ringlaðurog áhyggjufullur hennar vegna. „Mér þykir fyrir þessu, elskan," sagði hann og það þótti henni vænt um. „Það er allt í lagi með mig,“ svaraði hún án þess að vita hvort svo var eða ekki. Umsjónarmaðurinn ræskti sig. „Það er búið að loka hjólinu," sagði hann. „Það er búið að loka hjólinu." Samþykktar- og skapvonskumuldur frá hópnum. Umsjónarmaðurinn leit á Johnny. „Ég verð að láta þig fá ávísun, ungi herra. Ég er ekki með svona mikið reiðufé f básnum." „Allt í lagi, hvað sem er,“ sagði Johnny. „Vertu bara fljótur. Daman er orðin verulega veik.“ „Ávísun, já,“ sagði Steve Bernhardt með óendanlegri fyrirlitningu. „Þú færö ávísun sem engin innistæða er fyrir og hann verður suöur á Flórída í vetur." „Góði maður,“ byrjaði umsjónarmaðurinn, „ég fullvissa þig ... “ „Farðu og fullvissaðu mömmu þína, kannski trúir hún þér,“ sagði Bernhardt. Hann teygöi sig allt í einu yfir borðið og fálmaði undir því. „Heyrðu!" Umsjónarmaðurinn ýlfraði. „Þetta er rán!“ Hópnum virtist lítið til fullyrðingar hans koma. „Gerðu það,“ muldraði Sara. Hana sundlaði. „Mér er sama um peningana," sagði Johnny skyndilega. „Hleypið okkur framhjá. Konan er veik.“ „Vá, maður,“ sagði unglingurinn með Jimi Hendrix-næluna en hann og félagi hans fóru ófúsir frá. „Nei, Johnny," sagöi Sara þó hún héldi aftur af uppköstunum af vilja fremur en mætti. „Fáðu peningana þína.“ Fimm hundruð dalir voru laun Johnnys í þrjár vikur. „Borgaðu, ómerkilegi loddarinn þinn!“ öskr- aði Bernhardt. Hann kom með Roi-Tan vindla- kassann undan borðinu, ýtti honum burt án þess svo mikið sem að líta í hann, þreifaði aft- ur og kom í þetta sinn upp með læstan, græn- málaðan stálkassa. Hann skellti honum niðurá spilaborðið. „Ef ekki eru fimm hundruð og fjörutíu dollarar þarna skal ég eta mína eigin skyrtu fyrir framan allt þetta fólk.“ Hann skellti hrjúfri, þungri hönd á öxl Johnnys. „Bíddu bara hægur, sonur sæll. Þú færð þinn útborgunar- dag meðan ég heiti Steve Bernhardt." „í alvöru talað þá er ég ekki með svo mikið ... “ „Þú borgar," sagði Steve Bernhardt og hall- aði sér yfir hann, „eða ég læt loka hjá þér. Ég meina það. Ég er að tala í alvöru.“ Umsjónarmaðurinn andvarpaði og fálmaði inn undir skyrtuna sína. Hann dró upp lykil á fínhlekkjaðri keðju. Hópurinn gaf frá sér stunu. Sara þoldi ekki við lengur. Maginn var þaninn og allt í einu grafkyrr. Allt var að koma upp úr henni, allt og þaö á eldingarhraða. Hún reikaði burtu frá Johnny og ruddi sér braut gegnum hópinn. Frh. á bls 50 LAUSN SÍÐUSTU GATU + + + + + + + + + F + + + H + + G + + + + + + + + Þ A' .u + F A R A + ö S + + + + + + + A F S T A Ð A + i M A + + + + + + + N A 3 A R E T + + U M + G A S S I + Þ R A M M I + A F L A + ó Ð I N N + 0 G + T A N G U R + R + Ð + V t N Y L + S A N S + G t S L D A S A Ð + Ð + ó K U N N + L I N A + + T + A K U R E Y R I + V I Ð A R ó F A A + U R + F R + + V I T + K F F E L L S M 0 L A + Þ V 0 L + Þ I G + R + V £ L R A Ð + V Æ L + F A L A I Ð R A R + K R + S 0 G Æ Ð + U L L + + E N + G U L L Æ Ð I Ð + M + + V M 1 N U S + L ó A L U R I + 0 F S A + S 0 R T N A + G A + + + K R A N S + u + + A N + V 0 N A R + A + R A K S M E K K + L E S + H E S T B A K U + A M A K V 0 S + K A K A L I + K R H R I P + E F T 1 R + + M A F i U + + F R E M S T U R + V t S + A + R 0 + R + L E K U R + S E R K I + F + T P 1 S L + I N + S E X + ó Ð A R A K + I N A + + G R ó F T + L A R 1 S A JL Ð 0 N 1 T A R I + y Ð T N N I L Ll A L D R A K E R L I N + A Ð A L 48 VIKAN 8. TBL.1991
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.