Vikan - 18.04.1991, Page 64
TEXTI: ÓMAR FRIÐLEIFSSON
STjA-RNUMOLAR
• Julia Roberts er best
þekkt sem stórkostteg
stúlka í myndinni Pretty
Woman sem kom henni á
toppinn. Hún var útnefnd til
óskarsverðlauna fyrir þá mynd
og hefur leikið í tveim myndum
síðan. Sú fyrri heitir Sleeping
with the Enemy, sem nú er
farið að sýna í Bíóhöllinni. Þar
leikur hún konu sem er ofsótt
af eiginmanni sínum. Hún
sviðsetur dauða sinn og er tal-
in dáin þar sem hún hefur
breytt um útlit, nafn og aðset-
ur. En virkar þetta eða finnur
maður hennar hana aftur?
Myndin er spennandi og
hefur rakað saman fólki í kvik-
myndahús vestanhafs. Fyrstu
vika halaði hún inn 15,8 millj-
ónir dollara. Hugsið ykkur!
Seinni myndin heitir Flat-
landers. Þar leikur Julia á móti
Kiefer Sutherland sem hún
er trúlofuð og mjög hamingju-
söm með að eigin sögn.
Myndin var sýnd við góða að-
sókn í Stjörnubíói fyrr í vetur.
Julia Roberts er tuttugu og
þriggja ára. Hún ólst upp í
smábænum Smyrna í Georg-
íufylki. Næsta mynd hennar
mun heita Dying Young. 20th
Century Fox, stóri risinn í
Hollywood, mun gera þá mynd
og áætlað er að rúmlega 16
milljónir dollara kosti að full-
gera hana.
Kevin Costner hættur i indíána-
leik og kominn í gervi Hróa
hattar, en tvö kvikmyndafyrir-
tæki eru nú að gera kvikmyndir
um þá lífseigu hetju.
• Fleiri myndir eru vinsælar
þar vestra. New Jack City er
að gera mikinn usla í kvik-
myndahúsum Los Angeles.
Þar brutust nýlega út slagsmál
milli tveggja klíka sem ætluðu
að sjá myndina. Þær voru ekki
ánægðar með að húsið var
fullt en New Jack City fjallar
einmitt um löggur sem taka til
á götum Los Angeles.
Judd Nelson, lce T og
Mario Van Pebbles fara með
aðalhlutverkin í þessari hörku-
spennandi mynd sem verður
sýnd hér fljótlega. Tónlist
hennar er þegar orðin mjög
vinsæl vestanhafs.
• Um þessar mundir er verið
að sýna framhaldsmynd um
grænu skjaldbökurnar Ninja
Turtles. Æðið heldur áfram og
núna er það rapparinn og
dansarinn Vanilla lce sem
leikur á móti brúðum Jims
heitins Henson.
• í sumar verður frumsýnd í
Bandaríkjunum myndin All
Shook Up með John Tra-
volta. Hún gerist árið 1951 og
fjallar um tónlistarkennara
(leikinn af Travolta) sem setur
allt á annan endann með því
að fara með rokk og ról inn í
kennslustofuna.
Það er sami maðurinn
(Jeffry Honaday) sem semur
dansana í þessari mynd og
samdi dansana í Flash Dance
og Chorus Line.
• Um þessar mundir er ævin-
týraæði í Bandaríkjunum. Tvö
fyrirtæki eru að gera myndir
um Hróa hött og Steven Spi-
elberg er að kvikmynda Pétur
Pan. Sú mynd á einfaldlega
að heita The Hook. Robin
Williams, sem lék í Good
Morning Vietnam, leikur Pét-
ur en Dustin Hoffman leikur
Krók skipstjóra.
Teiknimyndahetjur eru
ennþá vinsælt kvikmyndaefni.
Batman II verður gerð, Bruce
Willis leikur Hudson Hawk og
Disney gerir mynd um The
Rocketeer.
62 VIKAN 8.m
• Kathy Bates heitir leikkon-
an sem fékk óskarsverðlaunin
fyrir aðalkvenhlutverkið í
myndinni Misery sem er
spennumynd eftir sögu Step-
hens King, höfundar fram-
haldssögu Vikunnar. James
Caan leikur á móti henni í
myndinni og leikur bara vel aö
sögn gagnrýnenda vestan-
hafs. Myndin verður sýnd í
Bióhöllinni.
• Meira um Bruce Willis.
Hann leikur í myndinni Last
Boy Scout sem Warner Brot-
hers eru að gera núna. Hún
fjallar um löggu sem vinnur
með fótboltahetju í leit að
morðingja. Tony Scott (Top
Gun, The Revenge og Beverly
Hills Cop II) leikstýrir mynd-
inni.
A Menn kann að greina á um hvort
Julia Roberts hafi einhverja umtalsverða
lelkhæfileika, en það er þó óumdeilan-
lega eitthvað hrífandi við hana sem
laðar menn að kvikmyndunum sem hún
leikur í.
A Bomban Basinger i stað
Madonnu.
• Madonna ætlaöi að leika
aðalhlutverkið í myndinni
Boxing Helena er hætti við
af persónulegum ástæðum.
Kim Basinger fékk því hlut-
verkið en hún lék í 9 1/2 viku
og Batman.
◄ Bruce Willis leikur í næstu
Batman mynd.