Vikan - 28.11.1991, Page 14
TEXTI: ÞÓRDÍS BACHMANN LJÓSM.: ELSA MARÍA ÓLAFSDÓTTIR
AFALL SEM PENINGAR
FÁ EKKI BÆTT
Páll Pálsson, blaðamað-
ur og höfundur bók-
anna Hallærisplansins
og Beðið eftir stræfó, hefur
lagt stund á kvikmyndafræði-
nám við Kaupmannahafnar-
háskóla síðan haustið 1986
og stefnir nú á magistersnám í
kvikmyndafræði, en því námi
má líkja við bókmenntafræði-
nám. Hann hefur nú sent frá
sér þriðju bók sína, Á hjólum.
Söguhetjan Nonni lamast í fár-
ánlegu slysi í upphafi frásagn-
ar. Hann segir síðan frá í
fyrstu persónu og við sjáum
aðrar persónur og umhverfiö
með hans augum. Eftir slysið
einangrar hann sig lengi vel og
veltir því fyrir sér í einverunni
hvort hann eigi eftir að eignast
konu og börn, lifa lífinu eins og
annað fólk. Þegar hann ætlar
út að skemmta sér í fyrsta sinn
eftir slysið lendir hann strax i
■ Ég reyndi í rauninni að setja saman
nokkuð dœmigerða sjúkrasögu einstakl-
ings sem lamast og bókin byggir á
raunveruleika þeirra sem í gegnum það
ferli fara. Frásögnin er fyrst og fremst
skáldskapur þó hún eigi sér einhverja
stoð í raunveruleikanum.
■ í íslensku þjóðfélagi ríkir mikil sjálfs-
hyggja og sjálfsaðdáun - sem er ekkert
annað en hin hliðin á öryggisleysi og
minnimáttarkennd. Við erum alltaf að
skoða okkur í spegli, alltaf að hugsa
um sjálf okkur.
vandræðum vegna aðstæðna
á skemmtistaðnum. Hann
upplifir samúð fólks sem til-
gerðarlega og falska og sjálf-
an sig sem aumingja.
- Hvers vegna vildirðu fjalla
um lömun ungs manns?
í okkar yfirgengilega neyslu-
þjóðfélagi, þar sem peningar
eru nánast sá guð sem allir
helgisiðir snúast í kringum,
verður Nonni fyrir áfalli sem
peningar fá ekki bætt. Hinir
efnuðu foreldrar Nonna eru þó
ekki dæmigert efnafólk af því
tagi sem oft er brugðið upp
myndum af í nútímabókum.
Þau hafa þvert á móti sínar til-
finningar og eru brothætt - rétt
eins og annað fólk.
Bókin hefur verið átta ár í
smfðum og hún hefur tekið
gífurlegum breytingum frá því
að ég byrjaði á henni. íslensk-
14 VIKAN 24. TBL. 1991