Vikan - 28.11.1991, Page 85
knáa sem lék í myndum eins
og Uncle Buck, Jacobs Ladder
og nú síðast Home Alone.
Þetta er auðvitað Macaulay
Culkin. Meö honum leika
Jamie Lee Curtis og háðfugl-
inn Dan Aykroyd. Myndin
verður sýnd í Stjörnubíói.
Persóna Macaulays á foreldra
sem stunda furðulega vinnu.
Faðirinn er útfararstjóri en
móðirin er snyrtifræðingur.
Strákurinn gerist ráðvilltur og
þarf á lítilli kærustu að halda
sem getur huggað hann. For-
eldrarnir eru ekki eins og fólk
er flest. Mynd þessi þykir drep-
fyndin, fersk og frumleg.
■ Japanski kvikmyndagerðar-
maðurinn og leikstjórinn Akira
Kurosawa, sem hefur gert
kvikmyndaperlur á borð við
Ran, Dreams og Kagemusha,
hefur nú nýlega gert myndina
Rhapsody in August eða
Lofsöngur í ágúst. í myndinni
leikur enginn annar en
kvennagullið Richard Gere.
Leikur hann mann sem er hálf-
japanskur og hálfamerískur.
Hann leitar uppi frænku sína
sem er búsett í Nagasaki. Til-
gangurinn með heimsókninni
er að telja frænkuna á að hitta
bróður sinn sem orðin er vell-
auðugur og býr á Hawaii.
Frænkan hefur ekki séð bróð-
ur sinn í marga áratugi. Hvers
vegna? Það fáum við að vita
þegar myndin verður sýnd í
Háskólabíói.
■ Rush býður upp á spennu
og ferskleika í gerð löggu-
trylla. í myndinni leika tveir
ungir leikarar sem eiga áreið-
anlega eftir að gera það gott í
framtíðinni. Það eru þau
Jennifer Jason Leigh
(Backdraft, Miami Blues, Last
Exit to Brooklyn) og Jason
Patrick (After Dark My Sweet)
- sá sem Julia Roberts hélt
við á Irlandi eftir að upp úr
siitnaði með þeim Kiefer Suth-
erland. Myndin greinir frá
tveimur fíknaefnalöggum sem
verða fíklar. Tónlistarmaður-
inn Eric Clapton mun stýra
kvikmyndatónlistinni. Myndin
verður sýnd í Bíóhöllinni.
■ Hver kannast ekki við per-
sónuna Spcok? Jú, þetta er
persóna úr Star Trek-mynd-
unum. Spock þessi með
skrattaeyrun er leikinn af
Leonard Nimoy sem upp á
siðkastið hefur getið sér gott
orð sem leikstjóri (Three Man
and a Baby, The Good
Mother, Funny about Love).
Hann leikur Spock í sjötta
skiptið í myndinni Star Trek
VI: The Undiscovered Coun-
try. Þetta framhald verður sýnt
í Háskólabíói. Söguþráðurinn
er í stuttu máli á þá leið að
■ Kvikmyndin At Play in the
Fields of the Lord er undir
stjórn leikstjórans Hectors
Babenco sem færði okkur á
sínum tíma myndina Kiss of
the Spider Woman. Það er
sannkallað stjörnulið sem leik-
ur í myndinni, þau Tom Ber-
enger (Bove at Large, Some-
one to Watch over Me, Plat-
oon), Kathy Bates (White Pal-
ace), Daryl Hannah (Splash,
Crazy People). John Lithgow
(Memphis Belle, Distant
Thunder) og Aidan Quinn
(Stakeout, Perfect Witness,
The Mission). Þetta er um-
hverfisverndardrama. Myndin
greinir frá trúboðum og mála-
liðum sem bjarga Amazonætt-
bálki frá útrýmingu. Myndin
kostaði litlar 36 milljónir
Bandaríkjadala og er þrjár
klukkustundir að lengd.
■ Bette Midler, söngkonan
góða og leikkona, leikur á móti
A Armand
Assante
sem
söngvari
frá Kúbu í
myndinni
THe
Mambo
Kings.
V Sumir
vilja meina
aö þetta
veröi
tímamóta-
kvikmynd
Bette
Midler.
Auglýs-
ingavegg-
spjald sem
auglýsir
myndina
For the
Boys eða
Fyrir
dátadreng-
James Caan (Alien Nation,
Misery) í myndinni For the
Boys sem er söngvadrama
undir leikstjórn Marks Rydell.
Við fáum að kynnast hjónum
sem eru skemmtikraftar að at-
vinnu. Við fylgjumst með per-
sónum Caans og Midler sem
skemmta amerískum dátum í
seinni heimsstyrjöldinni, í
Kóreustríðinu og Víetnam-
stríðinu í hartnær fimm ára-
tugi. Við sjáum hvernig hjóna-
kornin syngja, skemmta, elsk-
ast og eldast. Myndin verður
sýnd I kvikmyndahúsum
Árna Samúelssonar.
■ Teri Garr (Tootsie, Young
Frankenstein) og Jeffrey Jon-
es (The Hunt for Red October)
leika í léttruglaðri mynd sem
heitir Mom and Dad Save the
World eða Mamma og pabbi
bjarga heiminum. Þar er
greint frá hjónum sem búa í
San Fernando dalnum. Þeim
er rænt af útsendurum frá
Spengo. En Spengo er nafn á
plánetu. Drottnari Spengo ætl-
ar sér siðan að giftast persónu
Teri Garr en setja eiginmann-
inn í dýflissu. Loks er ætlunin
að tortíma jörðinni. En margt
fer öðruvísi. Myndin verður
sýnd í Bíóhöllinni.
■ Late for Dinner er róm-
antísk gamanmynd. Greinir
hún frá tveimur vinum sem eru
frystir að hætti Walts Disney.
Tuttugu og níu árum síðar
vakna þeir aftur af værum en
köldum blundi.
Frh. á næstu opnu
sambandsríkin eiga í erjum
við Klingons- og Vulkansþjóð-
irnar. Myndin mátti víst ekki
kosta meira en 30 milljónir
Bandaríkjadala vegna þess að
myndaröðin hefur ekki hlotið
hljómgrunn á meginlandi Evr-
ópu, aðeins í heimalandinu.
■ The Mambo Kings er
hljómsveitarkvikmynd. Greint
er frá tveimur kúbönskum
bræðrum sem flýja landið sitt
árið 1953 og setjast að í
Bandaríkjunum til að gera þaö
gott. Við fáum að fylgjast með
hljómsveitarferli þeirra þar. í
myndinni leikur Armand Ass-
ante (Q&A, I, The Jury, Too
Hot to Handle). Myndin verður
sýnd í Bíóborginni.
■ Fyrrum fyldgarmaöur Ma-
donnu, Warren Beatty,
kvennagullið frá Hollywood,
leikur í nýjustu framleiðslu
leikstjórans Barry Levinson
(Rain Man, Avalon, Diner)
sem heitir Bugsy og greinir frá
ástarmálum glæpaforingjans
Bugsy. Með Warren Beatty
leika Annette Bening og Ben
Kingsley (Ghandi). í myndinni
er líka greint frá sögu Las
Vegas en ekki eru margir ára-
tugir síðan þessi spilavitaborg
varð til í eyðimörk Nevadarík-
is. Til gamans má geta þess
að Warren Beatty og Annette
Bening giftust meðan verið var
að gera myndina. Myndin
verður sýnd í Stjörnubíói.
■ í myndinni Article 99 leika
þau Ray Liotta (Goodfellas,
Something Wild), Kiefer
Sutherland (Promised Land,
Young Guns 1 og 2, Lost
Boys), Lea Thompson (Back
to the Future l-lll, Somekind of
Wonderful) og Kathy Bates
(Misery, Men Don’t Leave).
Myndin er undir leikstjórn
Howard Deutch (Great Out-
doors). Hér er á ferðinni spít-
aladrama í anda MASH-þátt-
anna. Nema hér er sögusviðið
Bandaríkin en ekki Kórea.
Gerist hún á hermannaspítala
og greinir frá spaugilegum
raunum lækna. Myndin verður
sýnd í Háskólabíói.