Vikan


Vikan - 28.11.1991, Qupperneq 85

Vikan - 28.11.1991, Qupperneq 85
knáa sem lék í myndum eins og Uncle Buck, Jacobs Ladder og nú síðast Home Alone. Þetta er auðvitað Macaulay Culkin. Meö honum leika Jamie Lee Curtis og háðfugl- inn Dan Aykroyd. Myndin verður sýnd í Stjörnubíói. Persóna Macaulays á foreldra sem stunda furðulega vinnu. Faðirinn er útfararstjóri en móðirin er snyrtifræðingur. Strákurinn gerist ráðvilltur og þarf á lítilli kærustu að halda sem getur huggað hann. For- eldrarnir eru ekki eins og fólk er flest. Mynd þessi þykir drep- fyndin, fersk og frumleg. ■ Japanski kvikmyndagerðar- maðurinn og leikstjórinn Akira Kurosawa, sem hefur gert kvikmyndaperlur á borð við Ran, Dreams og Kagemusha, hefur nú nýlega gert myndina Rhapsody in August eða Lofsöngur í ágúst. í myndinni leikur enginn annar en kvennagullið Richard Gere. Leikur hann mann sem er hálf- japanskur og hálfamerískur. Hann leitar uppi frænku sína sem er búsett í Nagasaki. Til- gangurinn með heimsókninni er að telja frænkuna á að hitta bróður sinn sem orðin er vell- auðugur og býr á Hawaii. Frænkan hefur ekki séð bróð- ur sinn í marga áratugi. Hvers vegna? Það fáum við að vita þegar myndin verður sýnd í Háskólabíói. ■ Rush býður upp á spennu og ferskleika í gerð löggu- trylla. í myndinni leika tveir ungir leikarar sem eiga áreið- anlega eftir að gera það gott í framtíðinni. Það eru þau Jennifer Jason Leigh (Backdraft, Miami Blues, Last Exit to Brooklyn) og Jason Patrick (After Dark My Sweet) - sá sem Julia Roberts hélt við á Irlandi eftir að upp úr siitnaði með þeim Kiefer Suth- erland. Myndin greinir frá tveimur fíknaefnalöggum sem verða fíklar. Tónlistarmaður- inn Eric Clapton mun stýra kvikmyndatónlistinni. Myndin verður sýnd í Bíóhöllinni. ■ Hver kannast ekki við per- sónuna Spcok? Jú, þetta er persóna úr Star Trek-mynd- unum. Spock þessi með skrattaeyrun er leikinn af Leonard Nimoy sem upp á siðkastið hefur getið sér gott orð sem leikstjóri (Three Man and a Baby, The Good Mother, Funny about Love). Hann leikur Spock í sjötta skiptið í myndinni Star Trek VI: The Undiscovered Coun- try. Þetta framhald verður sýnt í Háskólabíói. Söguþráðurinn er í stuttu máli á þá leið að ■ Kvikmyndin At Play in the Fields of the Lord er undir stjórn leikstjórans Hectors Babenco sem færði okkur á sínum tíma myndina Kiss of the Spider Woman. Það er sannkallað stjörnulið sem leik- ur í myndinni, þau Tom Ber- enger (Bove at Large, Some- one to Watch over Me, Plat- oon), Kathy Bates (White Pal- ace), Daryl Hannah (Splash, Crazy People). John Lithgow (Memphis Belle, Distant Thunder) og Aidan Quinn (Stakeout, Perfect Witness, The Mission). Þetta er um- hverfisverndardrama. Myndin greinir frá trúboðum og mála- liðum sem bjarga Amazonætt- bálki frá útrýmingu. Myndin kostaði litlar 36 milljónir Bandaríkjadala og er þrjár klukkustundir að lengd. ■ Bette Midler, söngkonan góða og leikkona, leikur á móti A Armand Assante sem söngvari frá Kúbu í myndinni THe Mambo Kings. V Sumir vilja meina aö þetta veröi tímamóta- kvikmynd Bette Midler. Auglýs- ingavegg- spjald sem auglýsir myndina For the Boys eða Fyrir dátadreng- James Caan (Alien Nation, Misery) í myndinni For the Boys sem er söngvadrama undir leikstjórn Marks Rydell. Við fáum að kynnast hjónum sem eru skemmtikraftar að at- vinnu. Við fylgjumst með per- sónum Caans og Midler sem skemmta amerískum dátum í seinni heimsstyrjöldinni, í Kóreustríðinu og Víetnam- stríðinu í hartnær fimm ára- tugi. Við sjáum hvernig hjóna- kornin syngja, skemmta, elsk- ast og eldast. Myndin verður sýnd I kvikmyndahúsum Árna Samúelssonar. ■ Teri Garr (Tootsie, Young Frankenstein) og Jeffrey Jon- es (The Hunt for Red October) leika í léttruglaðri mynd sem heitir Mom and Dad Save the World eða Mamma og pabbi bjarga heiminum. Þar er greint frá hjónum sem búa í San Fernando dalnum. Þeim er rænt af útsendurum frá Spengo. En Spengo er nafn á plánetu. Drottnari Spengo ætl- ar sér siðan að giftast persónu Teri Garr en setja eiginmann- inn í dýflissu. Loks er ætlunin að tortíma jörðinni. En margt fer öðruvísi. Myndin verður sýnd í Bíóhöllinni. ■ Late for Dinner er róm- antísk gamanmynd. Greinir hún frá tveimur vinum sem eru frystir að hætti Walts Disney. Tuttugu og níu árum síðar vakna þeir aftur af værum en köldum blundi. Frh. á næstu opnu sambandsríkin eiga í erjum við Klingons- og Vulkansþjóð- irnar. Myndin mátti víst ekki kosta meira en 30 milljónir Bandaríkjadala vegna þess að myndaröðin hefur ekki hlotið hljómgrunn á meginlandi Evr- ópu, aðeins í heimalandinu. ■ The Mambo Kings er hljómsveitarkvikmynd. Greint er frá tveimur kúbönskum bræðrum sem flýja landið sitt árið 1953 og setjast að í Bandaríkjunum til að gera þaö gott. Við fáum að fylgjast með hljómsveitarferli þeirra þar. í myndinni leikur Armand Ass- ante (Q&A, I, The Jury, Too Hot to Handle). Myndin verður sýnd í Bíóborginni. ■ Fyrrum fyldgarmaöur Ma- donnu, Warren Beatty, kvennagullið frá Hollywood, leikur í nýjustu framleiðslu leikstjórans Barry Levinson (Rain Man, Avalon, Diner) sem heitir Bugsy og greinir frá ástarmálum glæpaforingjans Bugsy. Með Warren Beatty leika Annette Bening og Ben Kingsley (Ghandi). í myndinni er líka greint frá sögu Las Vegas en ekki eru margir ára- tugir síðan þessi spilavitaborg varð til í eyðimörk Nevadarík- is. Til gamans má geta þess að Warren Beatty og Annette Bening giftust meðan verið var að gera myndina. Myndin verður sýnd í Stjörnubíói. ■ í myndinni Article 99 leika þau Ray Liotta (Goodfellas, Something Wild), Kiefer Sutherland (Promised Land, Young Guns 1 og 2, Lost Boys), Lea Thompson (Back to the Future l-lll, Somekind of Wonderful) og Kathy Bates (Misery, Men Don’t Leave). Myndin er undir leikstjórn Howard Deutch (Great Out- doors). Hér er á ferðinni spít- aladrama í anda MASH-þátt- anna. Nema hér er sögusviðið Bandaríkin en ekki Kórea. Gerist hún á hermannaspítala og greinir frá spaugilegum raunum lækna. Myndin verður sýnd í Háskólabíói.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.