Vikan


Vikan - 06.08.1992, Blaðsíða 11

Vikan - 06.08.1992, Blaðsíða 11
frumsýnt í október en hitt ekki fyrr en um jólin. Því var gott aö geta leikið í Jelenu á milli, það hjálpaði mér að komast í gegn um þetta." - Áttu eitthvað sameigin- legt með þessum þremur per- sónum sem þú hefur leikið að undanförnu, Rómeó, Valodia og Lass? Býrð þú kannski yfir þeim tilfinningum sem bærð- ust í brjósti Rómeós? „Já, ábyggilega, en ég beiti þeim ekki á sama hátt og hann gerir. Sá sem stendur mér fjærst er sá rússneski, Val- odia, maður þarf að leita að ákveðnum eiginleikum sem kannski leynast einhvers stað- ar í sjálfum sér til að geta líkst honum og maður forðast þá. Hann er mjög kaldur og hroka- fullur - nánast illmenni. Slikar manngerðir sér maður samt allt í kringum sig og sumar jafnvel stjórna landinu og ég hafði ákveðnar fyrirmyndir úr hópi íslenskra frammámanna í huga þegar ég vann hlutverk ið.“ - Nú ertu kominn á fastan samning við Þjóðleikhúsið - er það draumavinnustaður? „Það er stórfínt og ég held að það sé vilji fyrir því að gera það að draumavinnustað. Okkur ungu leikurunum hefur verið tekið geysilega vel af hinum eldri og reyndari og í nokkrum tilvikum hefur mynd- ast lærimeistarasamband. Oft vill verða svolítil spenna á milli þeirra eldri og yngri. Þegar við komum þarna inn, nýsloppin úr skólanum, voru samt allir af vilja gerðir til þess að hjálpa okkur ungu leikurunum. Ég hef lært mikið af mörgum bestu leikurum hússins, fylgst náið með þeim vinna og séð þá leika aftur og aftur. Það sakar ekki að geta þess að ég leitaði til Guörúnar Stephensen varð- andi textaflutning minn í hlut- verki Rómeós, af hennar hálfu var ekkert sjálfsagðara og hún veitti mér ómetanlega aðstoð." „STRyflETIÐ" SPENNAND - Hvert verður næsta verkefni þitt í leikhúsinu? „Næsta haust fer ég að æfa i leikriti eftir breska höfundinn Jim Cartwright sem Guðjón Petersen leikstýrir. Það heitir Road á ensku og við höfum kallað það Strætið fram að þessu. Verkið er mjög sérstakt og fjallar um fólk sem býr „ræsinu". Þetta er ekki venju lega uppbyggt drama því að eiginlega er brugðið upp svipmyndum úr lífi þessa fólks. - Þetta er mjög spenn- andi verkefni og maður veit eiginlega ekkert hvernig þetta fer allt saman. Við unnum að- eins í því í vor og hefjumst handa á nýjan leik eftir sumar- frí en verkið verður sýnt á Smíðaverkstæðinu, nýja saln- um í Þjóðleikhúsinu." HESTAMAÐUR OG BÍÓSJÚKLINGUR Þú ert spænskur í aðra ætt- ina, hefurðu einhver tengsl við Spán? „Nei, mjög lítil 1 raun og veru. Föðurafi minn og amma eru bæði látin og föðurbróðir minn býr hér á íslandi. Pabbi á reyndar tvær hálfsystur á Spáni en við höfum fremur lítil samskipti við þær. Ég hef lítið verið á Spáni nema í fríum með foreldrum mínum og spænskukunnátta mín er þess vegna fremur lítil." - Áhugamál? „Ég hef stundað hesta- mennsku frá því að ég fór fyrst að fara á bak með foreldrum mínum. Ég er líka með dómararéttindi í hestaíþróttum og hef dæmt á slíkum mótum þegar ég hef haft tíma, auk þess sem ég hef stundum tek- ið þátt í keppninni sjálfur. Ég hef haft fáar stundir í sumar og ekkert getað dæmt síðan í vor. Ég ríð út þegar ég get en því miður hefur leiklistin tekið allan minn tíma síðan í fyrra- haust. Á meðan ég var í lejk- listarskólanum hafði ég meiri tíma aflögu, þá gat ég unnið mér inn svolitla peninga með því að temja hross á veturna. Ég keypti ótamda fola, tamdi þá og seldi síðan og fékk að minnsta kosti laun greidd fyrir ómakið, stundum svolítið meira, eins og gengur.” - Og þar fyrir utan? „Ég er algjör bíósjúklingur og reyni að sjá allar góðu myndirnar en reyni að sleppa þeim slöppu. Mér finnst svaka- lega pirrandi ef ég lendi óvart á lélegri bíómynd. Ég fylgist mjög vel með frammistöðu leikaranna því að leikurinn stendur mér auðvitað næst. Þess vegna þykja mér þær myndir bestar þar sem mikið mæðir á leikurunum.” - Uppáhaldsleikarar? „Robert De Niro, John Malc- owitz og Sigurður Sigurjóns- son." - Eftirlætiskaffihús? „Mokka og Café Splitt." - Eftirlætisskemmtistaðir? „Café Romance og Bíóbar- inn.“ □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.