Vikan


Vikan - 06.08.1992, Blaðsíða 16

Vikan - 06.08.1992, Blaðsíða 16
TEXTI: ELLY VILHJÁLMSDÓTTIR / LJÓSM.: BRAGI Þ, JÓSEFSSON Hann heitir Guðmundur Magnússon og er kallaður Balli kokkur Það var fyrir allnokkrum árum að sumar- leyfinu var eytt á Mallorca. Eins og lög gera ráð fyrir var það sólin og blíðan sem heillaði, því bleytan og sólarleysið var allsráðandi heima fyrir. Er nú ekki að orðlengja það að nóg var af sólinni og blíðalogninu á Mallorca og íslend- ingar í hæsta máta ánægðir. Þess vegna skaut skökku við morgun nokkurn að fljóðgáttir him- ins opnuðust og enginn sást á ferli utan einn maður. Ljóshærður og sannarlega hvítur spíg- sporaði hann meöfram sundlaugarbarminum með handklæði hangandi á annarri öxlinni og söng „0, sole mio‘‘ af mikilli tilfinningu. Hann virtist njóta þessarar mögnuðu rigningar sem væri hann staddur í eyðimörk. Við nánari eftir- grennslan kom í Ijós að þetta var Guðmundur Magnússon, öðru nafni Balli kokkur, sem ýmsir kannast við. Þessi atburður var rifjaður upp rigningardag einn fyrir nokkru. SÓLIN ER FYRIR KAKTUSA „Hvort ég man þetta," sagði Balli og brosti sínu kankvísa brosi. „Mér var svo meinilla við sólina þó ég væri alltaf að flandrast þarna suðureftir. Það eru bara kaktusar og svoleiðis nokkuð sem þola þessa miklu sól. Hefurðu ekki séð hvernig fólk lítur út effir maraþonsól- böðin sem islendingar eru svo áfjáðir í? Þeir eru stundum komnir í „technicolor", það má lesa litaskalann á þeim. Hvernig heldurðu að mönnum líði eftir svona ósköp? Þetta er alveg stórhættulegt.“ Hvernig stendur á þessu Ballanafni þar sem þú heitir Guðmundur? „Það var nú þannig að fyrst þegar ég var til sjós um tvítugt var ég á bandarísku skipi sem hét Eldoy, en nafnið held ég að hafi verið norskt. Áhöfnin var mislit eins og gengur. Það eina sem strákarnir um borð áttu sameiginlegt var að geta ekki borið nafnið mitt sómasam- lega fram. Þar sem þeir vissu að ég hafði séð kvikmyndina Balalaika einum sex eða sjö sinn- um brugðu þeir á það ráð að kalla mig Bala- laika, því það gátu allir sagt. Síðan styttist það i Balli. Nú, og svo var ég kokkur og þar af leið- andi fylgdi það með í kaupunum. Ég hef verið harðánægður með þetta nafn og þegar systur minar kalla mig Guömund veit ég að ég hef brotið eitthvað af mér eða þær eru ekki ánægðar með mig.“ Áttu margar systur? „Þær eru átta og svo á ég einn bróður, sem VIKAN 1 6 16. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.