Vikan


Vikan - 06.08.1992, Blaðsíða 22

Vikan - 06.08.1992, Blaðsíða 22
JÓNA RÚNA KVARAN MIÐILL SVARAR BRÉFIFRÁ LESANDA Sérkennilegar dulrænar sálfarir Kæra Jóna Rúna! Ég er unglingsstrákur og er algjörlega miður mín. Málið er að ég veit ekki hvað ég á að halda um sjálfan mig. Ég er greinilega á ein- hvern hátt öðruvísi en aðrir. Ég er mjög næmur og finn alls kyns hluti á mér, án þess að gera mér alveg grein fyrir hvað er í gangi hverju sinni fyrr en þá eftir á, kannski. Það er svo skrýtið að síðan ég var lítill hefur það hvað eftir annað gerst að ég sé sjálfan mig sofandi í rúminu mínu en er samt vakandi. Ég sé að ég er fastur við langan mjóan streng eða band sem heldur mér við líkamann sem er sof- andi og er strengurinn eða bandið líka í mér þar sem ég hangi í lausu lofti og sé sjálfan mig liggja í rúminu mínu. Ég er svolítið hræddur um að gufa bara upp þegar þetta gerist og deyja eða eitthvað og komast ekki til baka i líkamann. Samt fer ég alltaf aftur í líkamann. Þetta gerist oftar núna I seinni tíð. Mér finnst þetta mjög skrýtið, kæra Jóna Rúna, og þarf nauðsynlega að fá einhverjar skýringar á þéssu. Mig grunar sjálfan að þetta sé eitthvað dulrænt. Þegar þetta gerist og ég er farinn úr líkamanum þá fer ég á miklum hraða upp i loft og áfram í gegnum veggi og bókstaflega eins og flýg áfram. Einu sinni hélt ég að mig væri að dreyma vegna þess að ég kom í hús frænda míns á þessu flugi. Þar hafði greinilega verið partí. Flöskur og drasl voru úti um allt. Þarna sá ég frænda minn liggja drukkinn i sófa i stofunm hjá sér og reyna að standa upp en takast það ekki. Ég sveif um stofuna og reyndi að tala við hann en hanp virtist hvorki heyra í mér né sjá mig. Er það eðlilegt? Ég heyrði aftur á móti þegar hann stundi þegar hann reyndi að stíga í fótinn og sá hann greinilega. Nokkrum dögum seinna var mér sagt að þessi sami frændi minn hefði fótbrotnað heima hjá sér eftir partí sem hann hélt. Ég hef ekki þorað að spyrja hann hvort hann hafi orðið var við mig eða bara eitthvað grunsamlegt þessa nótt. Hann gæti haldi að ég væri ruglaður eða eitthvað. Hvað gæti hafa valdið því að ég lenti hjá honum einmitt á þessu augnabliki? Mér finnst þetta svo fáránlegt þar sem ég gat hvorl sem er ekkert hjálpað honum. Getur þú sagt mér hvað er að gerast með mig? Ég veit að þú ert dulrænn miðill. Er einhver hætta á að ég hreinlega komist ekki í líkamann aftur? Er al- gengt að fólk fari svona úr líkamanum á nótt- unum? Get ég gert eitthvert gagn með þessu? Geta líffæri mín skaddast út af þessum ferða- lögum mínum út úr líkamanum? Er hægt að losna við þetta með einhverjum hætti? Það er eins og ég sé alltafeinn á þessum ferðalögum minum, svífandi svona bara í lausu lofti. Hvorki veggir eða hlutir stoppa mig af. Ég virð- ist geta komist upp um allt og i gegnum allt og hvert sem er. Meira að segja til útlanda. Enginn virðist sjá mig en ég sé alla sem ég SVAR TIL UNGLINGSSTRÁKSINS GUMMA mæti. Oft þegar ég er farinn út úr líkamanum fer ég á staði sem ég hef aldrei augum litið en sé svo kannski myndir af í sjónvarpinu skömmu seinna eða bara í bókum eða blöðum. Ég er óöruggur út af þessu og bið þig að vera svo góða að segja mér allt sem þér dettur i hug i sambandi við þetta. Ég reyni að lesa flest sem þú skrifar og finnst það mjög gott mál. Þakka þér fyrir fyrirfram. Gummi. Kæri Gummi! Þakka þér innilega fyrir bréfiö sem var meiri háttar og eiginlega synd aö þurfa aö stytta það svona mikið. Enginn má vita hver þú ert svo ég varð að breyta því þó nokkuð. Eins vil ég þakka þér fyrir hlýlega umsögn um það sem ég er að bauka hér i blaðinu. Vissulega skal ég reyna að skýra eitt og annað út af því sem þú ert að upplifa og vona að svörin mín gagnist bæði þér og öðrum sem eru að upplifa svipaða hluti og þú sjálfur. Eins og kemur fram í bréfi þínu til mín gerir þú þér grein fyrir að ég er sjálf dulræn eins og þú og það ætti að auðvelda mér að skilja þinn vanda, vona ég. DULRÆNAR FERÐIR FÓLKS UTAN LÍKAMANS Óhætt er að fullyrða að svokallaðar sálfarir, sem eru dulræn fyrirbæri sem tengjast því sem gerist fyrir utan líkamann, eru nokkuð algengar upplifanir hjá næmum. Fyrirbærið liggur í því að sálin yfirgefur jarðneska líkamann og virðist hverfa inn í annan og fíngerðari líkama sem er andlegur en ekki efnislegur og því háður allt öðrum lögmálum. Þessi andlegi líkami er stundum kallaður „astrallíkami" af þeim sem kynnt hafa sér dulspeki. Slíkar sálfarir geta að því er virðist gerst jafnt í vöku sem svefni. Algengari eru þó þær sálfarir okkar sem ger- ast þegar við erum sofandi. Það má segja að þær eins og hefjist þá fyrst þegar okkur hefur kannski dreymt að við séum vakandi en erum í raun sofandi eða hugsanlega á mjög ómeð- vituðum mörkum svefns og vöku. Eins virðist eins og sálin yfirgefi þó nokkuð oft líkamann með þessum sérstaka hætti á augnablikum slysa sem geta hent okkur og valda annað hvort tímabundnu meðvitundarleysi eða óbærilegum sársauka. Málið er nefnilega að sú innri spenna óöryggis eða ótta, sem hvers kyns tilfinninga- legt álag alltaf veldur, getur auðveldlega haft í för með sér margþættar breytingar á heildar- starfsemi samræmis á milli líkama og sálar. Til dæmis getur ástand, sem tilkomið er vegna óbærilegs líkamlegs sársauka sem fylgja jafn- framt magnaöar tilfinningar, valdið því að við yfirgefum augnablik líkamann með þessum hætti eins og í sjálfsvarnarskyni og fylgir því þá mikill léttir. Utan líkamans finnum við nefni- lega ekki fyrir líkamlegum sársauka sem tengdur er til dæmis líkama sem skaddast hef- ur vegna slyss. MEÐVITAÐAR VÖKUSÁLFARIR Vökusálfarir eru líka staðreynd og til eru ýmsar sérkennilegar frásagnir af fólki sem hefur get- að keyrt bíl og haldið jafnvel uppi samræðum, eða hvers kyns eintölum, svo sem fyrirlestrum, og leikið leikhlutverk og virst glaðvakandi og einbeitt en samt á sama tíma talið sig hafa upplifað það að vera statt fyrir utan efnislíkam- ann og getað séð sjálft sig framkvæma þessa hluti. Þetta er furöulegt en þó nokkuð algengt. Hugsanlega liggur á bak við þannig vökusál- farir mikil streita eða óbærilegur kvíði sem eins og veldur þessum undarlega viðskilnaði sálar við líkamann eitt augnablik. Eins getur verið um að ræða og þá ögn öðruvísi vakandi sálför sem er afleiðing dulrænnar skynjunar. Það sem er sérkennilegt við svona ástand er nátt- úrlega að það þarf ekki að sjást nein breyting, öðrum sjáanleg, á manneskjunni sem þetta upplifir. Hún virðist fullkomlega eðlileg og ekk- ert sem bendirtil annarlegs ástands, sjáanlega eða heyranlega, heldur einmitt þvert á móti. SÁLFARIR SEM HAFA SÖNNUNARGILDI Sjálf hef ég mikla og margþætta reynslu af því að fara sálförum sem einmitt gerast þegar ég er glaðvakandi og þá af dulrænum ástæðum. Ég er kannski að tala við einhvern og er á sama tíma stödd í húsi úti í bæ en samt heima hjá mér, sjáanlega. Þetta er einungis augna- bliks skynjun sem vart stendur nema eitt augnablik og endurtekur sig aldrei aftur með nákvæmlega sama hætti. Rétt er að taka fram að rökhugsun og dómgreind er algjörlega óbrengluð á meðan á þessari skynjun stendur, þó hún falli fremur undir innsæishugsun en nokkuð annað, og stjórnast því af þeim parti heilans sem í eru möguleikar innsæisins en ekki rökhugsunarinnar. Enginn getur vitað af þessum ferðalögum mínum utan venjulegra skilningarvita nema sá sem gjörþekkir hvernig dulræn upplifun virkar og tekur óbeint með nálægð við mig þátt í því sem er í gangi. Upplifanir sem tengjast óum- deilanlega sjötta skilningarviti mínu eru mér al- VIKAN 22 16. TBL 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.