Vikan - 06.08.1992, Blaðsíða 25
NAGTABORÐ
Margrétar
Pálu
Þaö gerist enn aö sljóar og óhrifnæmar
hlustir sperrast upp á gátt viö aö heyra
ferska rödd kveða sér hljóðs. Á vordög-
um var haldið skemmtilegt málþing á vegum
Jafnréttisráös, umræðuefnið var kreppa karla í
nútímanum. Meðal ræðufólks í Rúgbrauðs-
gerðinni þennan dag var Margrét Pála Ólafs-
dóttir leikskólastjóri og að öðrum ólöstuðum
var hún sú sem kom, sá og sigraði á þinginu.
Umræöuefni hennar var afar áhugavert - kynja-
skiptur leikskóli - en ekki siður konan sjálf.
sjálf. Konur á borð við Margréti Pálu eru gjarna
kallaðar valkyrjur en væri hún sjálf spurð kall-
aði hún trúlega eiginleika sína sammannlega
en ekki einstæða fyrir valkvendi. Margrét Pála
hefur nú í þrjú ár stýrt leikskólanum Garðavelli í
Hafnarfirði sem kynjaskiptan skóla. Á leik-
skólanum, sem í daglegu tali er kallaður Hjalli,
eru 120 börn. Þegar deilur risu um starfið við
Hafnarfjarðarbæ, fyrir tæpum tveimur árum,
voru það foreldrar leikskólabarnanna sem
urðu til þess að höggva á gordonshnútinn og
krefjast þess að starfseminni yrði haldið áfram
í óbreyttri mynd.
Þegar hér er komið sögu hefur uppgötvun
Margrétar Pálu vakið mikla athygli á Norður-
löndum og þar er fólk feikilega spennt fyrir
starfinu. Hjallastefnan hefur verið kynnt í fjöl-
miðlum á öllum Norðurlöndum og finnskur leik-
skóli hefur áhuga á að reyna kynjaskiptingu frá
og með haustinu. Einnig er komin út bókin
Æfingin skapar meistarann, eftir Margréti Pálu,
bæklingur um starfsemina og myndband. í
bókinni Fagra nýja veröld eru frjóvguð egg sett
í Bokanovsky-ferli, þannig að þau skiþta sér
og útkoman er 96 einstaklingar í stað eins.
Þjóðarskútan ísland þyrfti sannarlega á að
halda 96 aðilum með framfaragleði og árang-
ursmiðun Margrétar Pálu. í framtíðinni bera ís-
lendingar hugsanlega gæfu til að rækta sína
frumkvöðla og styrkja; sé byggt á líkum tala
þeir þó enn um hríð fyrir daufum eyrum.
- Hvernig stóð á því að þú lagðir í þessa tilraun?
raun?
„Þetta var ekki tilraun þegar ég lagði af stað,
því ég var sannfærð um gildi þessarar leiðar.
Þetta var viðurkenning á því að sú leið sem við
hefðum skokkað eftir hefði engu skilað og
þess vegna yrðum við að lúta því að taka
stefnubreytingu. Mér er alveg sama hvað yfir-
markmið leikskóla segir um að við séum að ala
upp börn til að verða sjálfstæðir, sterkir og
skapandi einstaklingar á framtíðarbraut og svo
framvegis, ef starfið skilar ekki árangri. Það
þýðir heldur ekkert að tala um árangur sem á
aö nást hjá börnunum tuttugu árum síðar. Við
skulum einfaldlega fara leið sem sýnir okkur
Mér finnst kvennahreyfingin
hafa gengið í björg en bíð
spennt eftir því að hún komi út
aftur.
árangur upp á hvern einasta dag og það sé ég
með kynjaskiptingu. Ég er komin með þriggja
ára reynslu af kynjaskiptu starfi og hafði áður
fjölda ára reynslu af blönduðu starfi, þannig að
ég veit hvað ég er að tala um þegar ég segi að
blöndunin sé ófullnægjandi leið.“
GJALDÞROT ÁTRÚNAÐARLEIÐAR
Margrét Pála kveður fast að eins og Norðlend-
ingum í ham er tamt og það væri synd að
segja að hún hefði ekki skoðanir á málunum.
“Blöndun hefur verið átrúnaðarleið í uþþeldis-,
félags- og menntunarmálum til fjölda ára en ég
leyfi mér að segja að blöndunin hafi beðið
skipbrot, sé gjaldþrota. Allar rannsóknir hafa
sýnt að útkoma blöndunar er ekki nógu góð.
Blöndun neitar að taka tillit til sérkenna og sér-
stöðu. I blöndun er neitað að horfa á það að
kynin eru ólíkt stödd. Við neitum að horfast í
augu við þá staðreynd að tveggja og þriggja
ára börn eru þegar farin aö sýna ákveðna
hegðun eftir kynferði. Kannski ekki í heima-
húsum, en um leið og hópalögmálið fer í gang,
er hegðun þeirra gerólík. Þegar komið er inn í
grunnskólann, taka við skammir handa strák-
unum, slagsmál og læti í frímínútum en stelp-
urnar eru áfram fastar í sínu kvenlega hlut-
verki; óvirkar, þegja alltof mikið, halda sér til
baka, taka ekkert pláss úti á skólalóðunum,
þær sitja meira að segja í verri sjónlínu við
kennarann inni í bekkjum. Þetta veit hver ein-
asti maður sem fylgist með uppeldis- og men-
ntunarmálum og auðvitað er þetta ekkert
annað en skipbrot.
Þess vegna er mín hugmynd í sjálfu sér
svo einföld og sjálfsögö að hver einasta man-
neskja sem vinnur við þessi störf hefði átt að
geta fengið hana. Staðan gat ekki versnað.
Það var ómögulegt að vera með kynin saman
vegna gerólíkrar hegöunar og útilokað að
gefa hvoru kyni um sig það sem þau áttu rétt
á. Þ'vi varð að finna nýja leið og ég sá ekki
aðra leið en kynjaskiptingu. Ég var fyrirfram
sannfærð um að stelpurnar nytu góðs af
skiptingu. Þær fengu sjálfkrafa hundrað
prósent athygli, allt plássið, og enginn strákur
yrði alltaf fyrstur til að taka besta bitann. Þetta
gekk eftir og til gamans má geta þess að
strax á fyrstu dögum leikskólans byggðu
stelpurnar upp andrúmsloft sem vart er hægt
að lýsa á annan hátt en sem helgidómi. Það
var mjúkt en skemmtilegt, fjörugt án mikils
hávaða og þetta var mér í fyrstu hrein upp
lifun."
MAÐUR FER OG GERIR BETUR
-Græddu strákarnir á skiptingu?
„Ég vissi að strákana vantaði meiri mýkt og
16. TBL. 1992 VIKAN 25