Vikan - 06.08.1992, Blaðsíða 33
Seattle og Portland.
„Vinafólk tók á móti okkur í
Kaupmannahöfn og dvöldum
við hjá því I sólarhring. Benni
skoðaði Kaupmannahöfn,
meira að segja Hafmeyjuna
litlu hans H.C. Andersen, þar
sem hún norpaði í náttmyrkri
undir klakabrynju. Næsta
morgun var ferðinni haldið
áfram til vesturstrandar
Bandaríkjanna. Benni var
kominn á heimaslóðir. Vor var
í lofti og þeir Friðfinnur notuðu
tímann til að blandast iðandi
lífi götunnar við háskólann,
borða jógúrt-ís meðan ég
vann.
Einn dag var farið með nesti
að strönd Kyrrahafsins. Þar
vorum við á undurfögrum stað
sem heitir Olnbogi djöfulsins,
þar sem klettadrangar ganga í
sjó fram og sæljón synda
meðfram ströndinni. Á leiðinni
heimsótti Benni helli einn mik-
inn sem er bústaður hundruða
sæljóna. Brimið skall á klettun-
um við hellismunnann og
þessar skepnur, sem eru lík-
astar rostungum, klifu stórgrýt-
ið af ótrúlegri fimi og sungu
hásri, draugalegri röddu í takt
við sjávarniðinn. Af þessu varð
ógleymanleg sinfónía. Benni
stóð fyrst bergnuminn í hálf-
rökkri hellisins en dansaði síð-
an í takt við hljómfallið og tók
undir sönginn, öðrum ferða-
löngum til óblandinnar
ánægju.
YFIR DAGLÍNUNA TIL
HAWAII
Nokkrum dögum síðar var enn
kominn tími til að kveðja og
halda um borð f flugvél sem
nám í ferðamannafræöum.
Birgir, ungur Akureyringur og
unnusti Sigrúnar, var í heim-
sókn. Þau sóttu okkur og fóru
með okkur út að borða. Veit-
ingastaðurinn var við sjóinn.
Að lokinni veislumáltíð undir
stjörnubjörtum himni gengum
við berfætt um hvíta ströndina
og óðum volgan sjóinn.
Næsta dag leigðum við okk-
ur litinn hvítan blæjubil og
könnuðum landið. Birgir slóst í
förina sem bílstjóri og leið-
sögumaður. Við skoöuðum
sólbakaðar strendur varðaðar
pálmatrjám og syntum í sjón-
um sem iðaði af litríkum smáf-
iski. Það var eins og við vær-
um sem iðaði af litríkum smá-
fiski. Það var eins og við vær-
fangið á okkur til að éta
brauðruður sem við höfðum
Benni fór í
reiðskóla.
Honum
tókst bara
vel upp
meö aðstoð
kennaranna
og lét sér
hvergi
bregöa.
FERDASAGA
DORU BJARNASON
OG BENNA,
FJOLFATLAÐS SONAR
flutti okkur yfir daglínuna til
Honululu á Hawaii. Vinnan var
að baki um sinn og tími til að
taka sér stutt frí, kanna ókunn-
ar slóðir og hvílast í sólinni.
Við stigum út úr svalri vélinni í
funheita, blómskrýdda veröld.
Loftið titraði af söng balalæka-
hljóðfærisins, þyti í framandi
trjám, ókunnum fuglasöng og
stórborgarniði.
Við héldum á ódýrt hótel,
Outrigger Wakiki Surf. Þegar á
herbergið kom hringdum við
strax í Sigrúnu, frænku
Friðfinhs, sem var þarna við
HENNAR
keypt af tötralegum farand-
sala. Benni skemmti sér kon-
unglega og buslaði hlæjandi í
litskrúðugri fiskatorfunni. Samt
var hann á varðbergi ef fisk-
arnir gerðust of nærgöngulir
og hélt fast í pokann með æt-
inu.
Við snæddum nesti undir
pálmatrjám og skoðuðum síð-
an eitt stórkostlegasta sæ-
dýrasafn sem hægt er að
hugsa sér. Þar gat að lítaflest-
Skólafélag-
arnir úr
Æfinga-
skólanum
koma á
hverjum
föstudegi f
snúöa-
veislu til
Benna og
Dóru.
ar skepnur Suðurhafa, frá
mannskæðum hákörlum til lit-
ríkra kóralla. Næsta dag fórum
við lengra inn á eyjuna og
skoðuðum meðal annars eins
konar Árbæjarsafn eyjar-
skeggja Eyjaálfu. Það var
bæði forvitnilegt en líka dapur-
legt að horfa á innfædda
Hawaii-búa, Maóría, Nýju-
Gíneumenn og fólk frá Samóa
sviðsetja helgar hefðir sínar
túrhestum til þægðar.
Við veltum mikið fyrir okkur
mannlífinu á Hawaii en þarna
er ginnungagap milli lífshátta
innfæddra og aðkomumanna.
Efnaðir Bandaríkjamenn og
Japanir eiga villur við strönd-
ina og sums staðar er jafnvel
sjálf ströndin i einkaeign. Inn-
fæddir búa gjarnan í hálfhrör-
legum híbýlum, ekki síst til
sveita, og yrkja jörðina. Þarna
vex nánast allt sem hugsast
getur. Um miðbik eyjarinnar
eru regnskógar en norðar, þar
sem þeim sleppir, eru ananas-
ekrur.
ANDVÖKUNÓTT MEÐ
BYSSUMÖNNUM
Að kvöldi þriðjadags kvöddum
við þau Sigrúnu og Birgi eftir
herlega máltíð og tókum
leigubíl út á flugvöll. Þá brá
svo við að við höfðum ruglast í
dagsetningum við það að fara
yfir daglinuna. Við héldum því
aftur hálfskömmustuleg á hót-
Benni
uppliföi
margt á
Nýja
Sjálandi.
Hér er hann
staddur viö
„Olnboga
djöfulsins".
elið með allt okkar hafurtask,
tvær stórar ferðatöskur og
mikinn handfarangur sem var
að sliga „Gulla“ hjólakerru.
Þegar við drösluðum dótinu
okkar út úr leigubílnum varð
bakpoki Friðfinns eftir en þar
geymdi hann persónulega
muni, vegabréf og peninga.
Þetta var á þeim tíma þegar
Persaflóastríðið geisaði og því
hvarvetna miklar öryggisráð-
stafanir á flugvöllum. Passa-
laus maður á besta aldri til
hernaðar átti því nær enga
von um að komast til Nýja
Sjálands. Við kvöddum út lög-
reglu og leynilögreglu hótels-
ins, hringdum á allar leigubíla-
stöðvar í Honolulu en án
árangurs. Vopnaðir menn
streymdu um hótelherbergið
okkar mestalla nóttina og tóku
sömu skýrsluna upp aftur og
aftur. Benna leiddist fljótt þófið
og fór að sofa. Mörgum mán-
uðum síðar kom bakpokinn
með skilum til Nýja Sjálands.
Þá loks fréttum við að á með-
an á þessu brambolti stóð
hafði leigubílstjórinn árang-
urslaust reynt að skila pokan-
um í gestamóttökuna en þar
hafði enginn kannast við
okkur.
Nú voru góð ráð dýr. Við
hvorki vildum né gátum skilið
Friðfinn eftir á Hawaii. Með
hjálp sendiráðs íslands i
Washington, móður Friðfinns,
íslenska utanríkisráðuneytis-
16.TBL. 1992 VIKAN 33