Vikan


Vikan - 06.08.1992, Blaðsíða 19

Vikan - 06.08.1992, Blaðsíða 19
sem þeir nefndu carioca. Hljóðfallið var svo seiðandi að ekki var nokkur leið að hætta að dansa. Svo fékk maður sér guarana, brasilísk- an drykk, sem var mjög bragðgóður en lítið áfengur, því að áfengi í þessum hitum var óheppilegt. Reyndar fóru nú ekki allir eftir því.“ Við þessi orð snarar Balli sér á fætur og nær í mynd af sér þegar hann var ungur í Brasilíu. „Sjáðu, er maður kannski ekki sætur þarna? Stelpunum þótti mikill fengur í svona mjallhvít- um og Ijóshærðum manni eins og mér. Þær kölluðu mig mucho branco - sá fallegi Ijósi. Þarna hitti ég meöal annarra eina innfædda sem hét Rosita og ég varð svo ástfanginn að hjartað í mér bankaði eins og lítil dísilvél, tveggja cylindra, þegar ég varð að yfirgefa hana. Ég viðurkenni það að ég féll alveg fyrir henni, rósinni frá Santos. Þarna dönsuðum við saman í nokkra daga. Það var yndislegt að vera hjá rósinni og mikið rosalega saknaði ég hennar. En í svona ævintýra- og ferðamanna- lífi verður maður alltaf að setja sér ákveðin tak- mörk hvað kærleikann varðar. Hann verður að vera mátulega mikill og það þarf að vera á hreinu hvenær hann á að hætta. Ef menn ætla að þjást vegna minninganna eru þeir komnir í eitthvert fórnarástand. Er þetta ekki rétt hjá mér?“ Mikill heimspekingur, Balli kokkur. Líklega er þetta hárrétt skilgreining. Heldurðu kannski að litlir Ballar hafi verið á sveimi einhvers stað- ar í Ríó? Sjómaðurinn hallar sér aftur á bak og hlær dátt. „Ég held það geti verið en aldrei fékk ég neina tilkynningu um það. Ef svo var vona ég bara að allt hafi gengið þeim í haginn, litlu greyjunum." Talið beinist að Ítalíu og óperum og Balli þyi- ur upp hin ýmsu nöfn og virðist kunna á mörgu skil á þeim vettvangi. HEFÐI KANNSKI LENT Á SCALA Af tali Balla má heyra að tónlistin skipar stóran sess í hjarta hans og sú hugsun læðist að manni hvort hann hafi ekki langað til að læra eitthvað á því sviði. „Það getur vel veriö að sú hugsun hafi fæðst en líklega andvana því aðstæður voru engartil þess. Ég minnist þess að einu sinni vorum við Ketill Jensson söngvari eitthvað að bralla og ég rak upp nokkrar rokur. Þá sagði söngvarinn: „Blessaður hættu þessu músarvæli!" Hugsaðu þér, hann sagði músarvæli. En Ketill var nú dálítið sérstakur. Æ, það þýðir ekkert að vera að tala um það. Það eru svo mörg „ef“ í þess- ari tilveru að það má alveg segja að „ef“ ég hefði lagt fyrir mig söng á réttum tíma hefði ég kannski endaö á Scala. Ja, hver veit?“ AUSTURLÖND HEILLANDI Það kennir ýmissa grasa á heimili Balla kokks og mikið ber á austurlenskum styttum af mörg- um gerðum. «a „Það er nú vegna þess að ég hef fimmtán sinnum komið til Austurlanda. Fyrstu ferðina fór ég árið 1980. Mér finnst stórkostlegt að vera í Tailandi og hef ekki farið á fornar slóðir hjá Spánverjunum, þangað sem ég kom æði oft, síðan óg uppgötvaði þess austrænu para- dís. Síðastliðna fjóra vetur var ég eins konar staðarstjóri í Tailandi hjá Guðna í Sólarflugi og líkaði það Ijómandi vel.“ Og nú dregur Balli upp bæklinga sem sýna dýrðina í myndum. Það væri nú ekki amalegt að eiga kost á að eyða hluta úr vetrinum á ein- hverjum álíka stað og myndirnar sýna. Og Tai- land er enn á dagskrá. „Ég lenti einu sinni illa í því. Einhver auli á Ijóslausu mótorhjóli ók á mig og ég slasaðist þó nokkuð. Til dæmis nefbrotnaði ég og við það stækkaði nefið á mér um helming, það mátti nú ekki við því. Ég úlnliðsbrotnaði og Balli ungur í Brasilíu. „Stelpunum þótti mikill fengur í svona mjallhvítum og Ijóshærðum manni eins og mér.“ önnur mjöðmin fór í lamasess. Auðvitað fór ég á sjúkrahús. Þá sýndi hann Nelson mér'mikið vinarbragð með því að vitja mín daglega og aðstoða mig eftir þörfum. En Nelson er Ind- verji, klæöskeri að atvinnu og mikill íslandsvin- ur. Og það er honum að þakka að ég varð ekki örkumla. En það verð ég að segja að KLM, flugfélagið, sem ég ferðaðist með, brást von- um mínum og reyndist mér illa. Þeir sögðust vita hvenær ég ætti bókað far heim og þar af leiðandi hefðu þeir ekkert með mig að gera í annan tíma. Heldurðu að það hafi verið þjón- usta? Ég hef aldrei fengið eins auma þjónustu hjá nokkru flugfélagi og þetta var ekki í eina skiptið. En þar sem ég var með kort frá Euro- card hafði ég samband við þá og þeir sögðu mér að taka þá vél sem mér hentaði og ég flaug með China Air til Kaupmannahafnar. Og það var nú eitthvað annað. Þar var stjanað við mig á alla enda og kanta. þegar flugfreyjan sá að ég gekk við staf sagði hún: „Maybe you have a no good for your leg“, enskan var ekki upp á marga fiska en ég jánkaði þessu og þá dreif hún mig inn á lúxusklassann þar sem ég gat teygt úr mér eins og mig lysti. Það var eins og maður væri með Thai Air eða Singapore Airlines.1' Balli talar eins og heimsborgari af fyrstu gráðu þegar rætt er um flugfélög og þjónustu, enda maðurinn veraldarvanur. „Mig langar til að segja þér frá atviki sem henti mig þegar ég fór til Singapore frá Tai- landi. Ég þurfti að endurnýja vísann minn. Ég hafði keypt mér far með flugfélagi frá Bangla- desh. Allt gekk eins og lög gera ráð fyrir þar til ég hringdi í flugþjóninn og bað um eitthvað gott að drekka. Þá segir maðurinn: „Þú veist að trúarbrögð okkar banna alla sölu áfengra drykkja um borð í vélinni. Hvers vegna keypt- irðu þér ekki í nestið á flugvellinum eins og hinir? Þú mættir drekka það!“ Nú, það voru ekki liðnar tuttugu mínútur þegar allt fylltist af bjór og glösum. Við hliðina á mér sat Þjóðverji sem vorkenndi mér svo mikið að hann gaf mér af bjórnum sínum. Okkur kom saman um að ég hefði verið „very stupid guy“ að birgja mig ekki upp.“ RÆKTAR KARTÖFLUR Á SUMRIN Við þessa upprifjun sækir þorsti á Balla og hann sækir meira vatn. Athygli vekja tvær teikningar af börnum, Ijómandi laglega gerðar. „Finnst þér þau ekki sæt? Þetta eru afabörnin mín, Andri Már, sem er sjö ára og Fanney, þriggja ára. Hann Gunnar, sonur minn, á þessi börn“. Hefurðu verið kvæntur? „Nei, aldrei, en ég þurfti nú ekki alltaf að sofa einn fyrir því!“ segir Balli og það skrikir í honum. Balli er stoltur afi og sýnir mér falleg föt sem hann ætlar að gefa Andra í afmælisgjöf, þar á meðal thailenskar boxarabuxur. „Og sjáðu hérna, þetta er sumarbústaðurinn minn í Hvassahrauninu," segir Balli og bendir á mynd á veggnum. „Ég hef haft mikla ánægju af að ganga á þessari jörð, hvort heldur það var í Brasilíu, Thailandi eða Hvassahrauninu. Mér finnst afslappandi að vera þar í kyrrðinni og ég dunda mér við að rækta kartöflur og fegra umhverfið því ég get ekki verið aðgerð- arlaus." Eins og fram hefur komið er Balli kokkur kominn í land, hættur að sigla um heimshöfin og brasa ofan í mannskapinn. Hann er stað- ráðinn í að halda áfram ferðum sínum til Thai- lands. Þar fara saman framúrskarandi land- kostir og viðmótsþýtt fólk. En Balli á síðustu orðin. „Mitt lífsmottó er að standa mig í þeim störf- um sem fengist er við hverju sinni og hafa reglusemi sem boðorð númer eitt. Því vita Sumarbústaöur Balla i Hvassahrauninu. máttu að það er fleira óregla en brennivíns- drykkja. Ég hef alltaf verið kokkur en lítið verið skammaður. Svo er annað, orðið „bíddu“ þekkist ekki hjá mér. Annað hvort er að drífa hlutina af eða láta þá eiga sig. Einnig á fólk að njóta lífsins á þann hátt sem því sjálfu hentar. Ef mig langar í eitthvað gott í mat og drykk þá læt ég það bara eftir mér - og ef mig langar að taka eina aríu þá læt ég hana koma. Maöur á að vera ungur eins lengi og hægt er og halda í það sem guð gaf.“ □ 16. TBL. 1992 VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.