Vikan - 06.08.1992, Blaðsíða 4
6. ÁGÚST 1992
16. TBL. 54. ÁRG.
VERÐ KR. 388
f áskrift kostar VIKAN kr. 310
eintakið ef greitt er með gíró en kr.
272 ef greitt er með VISA, EURO
eða SAMKORTI. Áskriftargjaldið er
innheimt fjórum sinnum á ári, sex
blöð í senn. Athygli skal vakin á því
að greiða má áskriftina með EURO,
VISA eða SAMKORTI og er það
raunar æskilegasti greiðslumátinn.
Tekið ér á móti áskriftarbeiðnum I
síma 91-813122.
Útgefandi:
Samútgáfan Korpus hf.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Þórarinn Jón Magnússon
Ritstjórnarfulltrúi:
Hjalti Jón Sveinsson
Framkvæmdastjóri:
Jóhann Sveinsson
Markaðsstjóri:
Helgi Agnarsson
Innheimtu- og dreifingarstjóri:
Sigurður Fossan Þorleifsson
Framleiðslustjóri:
Sigurður Bjarnason
Sölustjóri:
Pétur Steinn Guðmundsson
Auglýsingastjóri:
Helga Benediktsdóttir
Aðsetur:
Ármúli 20-22, 108 Reykjavík
Sími: 813122
Útlitsteikning:
Þórarinn Jón Magnússon
Hildur Inga Björnsdóttir
Guðmundur Ragnar Steingrímsson
Setning, umbrot, litgreiningar
og filmuskeyting:
, Samútgáfan Korpus hf.
Prentun og bókband:
Oddi hf.
Höfundar efnis í þessu tölublaði:
Jónas Jónasson
Þórarinn Jón Magnússon
Helga Möller
Ellý Vilhjálmsdótlir
Anna S. Björnsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Jóna Rúna Kvaran
Þórdís Bachmann
Sigtryggur Jónsson
Ólafur Þórðarson
Jóhann Guðni Reynisson
Guðjón Baldvinsson
Gísli Ólafsson
Helgi Rúnar Óskarsson
Esther Finnbogadóttir
Guöný Þ. Magnúsdóttir
Christof Wehmeier
Myndir i þessu tölublaði:
Bragi Þ. Jósefsson
Kristján Maach
Guðný Þ. Magnúsdóttir
Anna S. Björnsdóttir
Þórarinn Jón Magnússon
Magnús Hjörleifsson
Binni o.m.fl.
Forsíöumyndin:
Gunnur Magnúsdóttir
lcelandic Models.
Nýkjörin „fyrirsæta Suðurnesja 1992“
Ljósm.: Bragi Þ. Jósefsson.
Föröun: Kristín Stefánsdóttir
með No Name Cosmetics.
Sumir eru í svo miklum önnum aö lifa líf-
inu að þeir taka ekkert eftir því sem þeir
upplifa. Ekki þó gamli maðurinn sem ég
mætti á Laugaveginum og var sólskin. Hann
kom á móti mér hægum skrefum, þess manns
sem er löngu hættur að flýta sér með erindi,
hann horfði fast á þá sem á móti komu, einkum
ef það var ungt fólk. Stundum sneri hann sér
við og horfði á eftir því og stóð þá alveg kyrr
um stund. Ég nam staöar og beið hans.
JÓNAS JÓNASSON SKRIFAR
sem gera mósaíkmynd veruleikans. Svo gruna
ég þetta unga fólk um að skapa allan þennan
eril úr engu, það býr til hávaða og gervifliss til
að fela lífsóttann. Hálfur heimurinn er á laun-
um fyrir að gera okkur hálfvitlaus og óánægð
með það sem við þó höfum, með skrautsýn-
ingum án innihalds, með hávaðanum til að fela
þögnina, sem er að verða það dýrmætasta í
dag.“
Ég hugsaði til listisnekkjunnar sem lá við
festar fyrir framan hótelið sem ég dvaldist á í
sumarsól við Napólíflóa. Ég sá fólkið þegar
það skrapp í land. Þaö var ekki sérlega glatt á
svip. Því leiddist.
„Ert þú orðinn hræddur?"
- Við ...?
„Guðlausa veröld? Við tímann, þetta mikla
slagverk sem lemur mann áfram, miskunnar-
laust?“
Ég þagði. Þaö er erfitt að vera gáfaður á
Laugaveginum í Reykjavík. Sá gamli spurði
hvort við ættum að verða samferða.
„Ertu ekki að fara eitthvað?"
Ég sagði „alveg eins“. Svo röltum við saman
LIFS
ANNIR
- Ertu að glápa á stelpurnar, spurði ég.
Hann horfði á mig hvössum arnaraugum
undan þykkum brúnum, rétt eins og ég væri
eitthvað sem öskubíllinn hefði skilið eftir.
„Ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti
að öfunda allt þetta unga fólk, öfunda það af
æskunni. Ég vaknaði við þessa spurningu I
morgun.“
- Þetta er fallegt fólk, sagði ég. Flest!
„Já, mikil ósköp, en ég byrjaði að vorkenna
því í Bankastrætinu og nú er ég hreint ekkert
viss um að ég vildi vera það, að byrja að vera
til, hafa áhyggjur af hjónabandi, börnum, hús-
næði og gluggabréfum, yfirvöldum sem eru
manni óvinveitt og miskunnarlaus. Fyrir nú
utan ósköþin að fá vinnu, lifa í sátt og samlyndi
við fólkið, umhverfið, berjast við öfund, illskap
og hatur, kaldlyndi og varmaskort í viðmóti
fólks.“
- Hvaða, hvaða! Sá er svartur í sinni í öllu
þessu sólskini!
Sá gamli hristi höfuðið og spurði hvort ég
væri á launum að standa þarna á Laugavegin-
um. Áður en ég gat svarað gengu tvær frísk-
legar og kátar stúlkur framhjá og sá gamli
horfði á eftir þeim.
„Gasalega eru þær fallegar, ungu stúlkurnar
I dag. Þessar eru fallegri en kellan mín. En
mér finnst vanta eitthvað í þessa fegurð. Getur
það verið innri fegurð sem skortir? Mér finnst
innri fegurð kjarni alls."
Hann hætti að horfa á eftir framtíðinni, leit á
mig og sagði:
„Jæja, eigum við að snúa okkur að því að
öfunda unga fólkið eða ekki?“
- Það er upptekið af æskunni, og því að
verða eitthvað.
„Auðvitað! Varstu ekki sjálfur upptekinn við
það? sumir eru svo uppteknir við að veröa
eitthvaö að þeir taka ekki eftir molunum litfögru
upþ Laugaveginn en ég var raunar að fara nið-
ur hann. Sá gamli hélt áfram að horfa fast á
unga fólkið um leið og hann hélt áfram að tala:
„Tíminn er fljótur að líða þegar maður telur
ekki mínúturnar. Eins er með lífið, ef maður
telur ekki árin. Maður berst með straumnum
niður lífsfljótið án þess að fá við neitt ráðið.
Maður sér í land, yndislega náttúru; tré, runna
og blóm, og grasið græna, fólk og dýr. Litir
fjalla í fjarlægð eru yndislegir en maður tók
ekki eftir því, flaut bara áfram og allt í einu er
orðið of seint að damla í land og byrja að taka
eftir þessu öllu sem gerir veröld. Maður berst
niöur lífsfljótið og nálgast stöðugt fossinn eilífa
og hefur engar árar lengur til að breyta um
stefnu. Lífið, sem bjó á árbakkanum, var
þrungið ævintýrum; það var alltaf heilmikið að
gerast en við tókum ekki eftir því!“
Sá gamli hristi höfuðið.
„Æi já, nú fyrst er ég á þeim aldri að kunna
að njóta. Og þá er það orðið of seint!"
Mér fannst allt í einu komið kvöld, þrátt fyrir
alla þessa dagsbirtu.
Það getur veriö erfitt að hitta sjálfan sig á
Laugaveginum.
VIKAN 4 16. TBL. 1992