Vikan - 06.08.1992, Blaðsíða 17
Í//Á/Z,
ar ekkert um aldur - bara aö húmorinn sé í
lagi?
SVEITADRENGURINN
LÉT SIG DREYMA
„Ég er fæddur í litlu koti í Borgarfiröi sem hét
Laugaland þar sem nú er Varmalandsskóli.
Faöir minn hét Magnús Finnsson og móðir mín
var Sigríður Guömundsdóttir. Þarna var alveg
voöaleg fátækt og ég var sendur til snúninga
strax og ég gat eitthvað gert. Var hjá ágætis-
fólki þar til ég fermdist. Skólaganga var engin
utan barnaskóli hluta úr þremur vetrum sem
blessunin hún Anna i Hlööutúni sá um. Síðan
var ég í vegavinnu á sumrin og snerist í kring-
um kýr og kindur á veturna þangaö til heims-
styrjöldin skall á. Þá var ég átján ára og fór til
Reykjavíkur. Atvinna var næg hjá setuliðinu og
ég notfæröi mér þaö sem aðrir í þá daga. Sem
drengur hafði ég séö fallegar og ævintýralegar
myndir frá sjónum - glæsileg skip og fjarlægar
strendur. Og ég var stundum aö sniglast viö
höfnina. Síðan frétti ég hjá Ameríkönunum aö
hjá Sea Transport Office væri karl sem réöi ís-
lendinga á millilandaskip, og ég þangað. Ég
fékk pláss á Eldoy, skipinu sem ég minntist á
fyrr, og var á því þangað til þaö fórst viö Kefla-
vík en þar strandaði það og brann."
LENTIRÐU ÞARNA f HAFARÍI?
„Já, mikil ósköp. Okkur var bjargaö af skipinu
úr landi. Þegar ég var hífður í land brotnaði á
mér önnur hnéskelin sem var nógu slæmt í
sjálfu sér. Annars gekk björgunin vel. Mér er
þaö minnisstætt aö okkur skipbrotsmönnum,
hundblautum úr sjónum, var staflað á bílpall
undir segl og þannig ekið til Reykjavíkur. Þetta
var um vetur en ekki mjög kalt og ég minnist
þess ekki aö okkur hafi oröiö meint af volkinu.
Á sjóinn var ég kominn aftur mánuöi seinna."
Balli segist hafa verið nokkur ár á mótorbát-
um þegar síldin veiddist aö einhverju gagni og
einnig var hann á togurum. En svo hefst ævin-
týriö fyrir alvöru og sveitapilturinn, sem heillað-
ist af gömlum glansmyndum utan úr heimi, hóf
að kanna ókunn lönd.
ÆVINTÝRIN VERÐA AÐ VERULEIKA
„Ég var á Brúarfossi í átta ár, líklega frá árinu
1950, þar sem ég var yfirkokkur og búrmaður.
Við sigldum víða, mest til Evrópu, en stundum
til Ameríku, sem þótti afskaplega spennandi.
- eins lengi og mögulegt er
er elstur okkar. Sjálfur er ég aö verða sjötug-
ur.“
Sjötugur? Hvernig í veröldinni ferðu að því
aö fela aldurinn svona vel?
NENNIR EKKI AÐ HUGSA GAMALT
„Ég er ekkert aö fela. Ég nenni bara ekki aö
„hugsa gamalt". Þaö er alveg nógur tími til
þess þegar maður er orðinn gamall. En meö
því aö hugsa eins og ég geri heldur maöur sér
uppi, bæöi andlega og líkamlega. Sjáöu
hvernig ég klæði mig? Ef mig langar í röndótt,
rósótt eða eitthvað þar á milli þá klæði ég mig
þannig. Aldur kemur þessu máli ekkert við.
Reyndar hef ég þótt dálítið glysgjarn um dag-
ana sem lýsir sér sjálfsagt í klæðaburði mínum
en þaö er bara allt í lagi með það.“
Og mikiö rétt, Balli kokkur er í Ijómandi
fallegum röndóttum fötum, sokkarnir eru hvítir
og skórnir hvítir og svartir. Hér áöur og fyrr
meir heföi veriö sagt að þaö væri „stæll á
honum“.
„Það er svo makalaust, aö ef birtar eru
myndir úr veislum þar sem ég er meöal gesta
skal ég ævinlega vera þar framarlega. Og það
er vafalaust vegna þess aö fötin mín ganga í
augun á fólki. Ég hef alltaf sagt aö ekki sé nóg
með að á íslandi væri myrkur annan helming-
inn af árinu og mold hinn, heldur þyurftu ís-
lenskir karlmenn alltaf að klæðast samskonar
fötum. Allt verður að renna saman í eitt.“
Meö þessum oröum stendur Balli á fætur,
léttur og lipur í hreyfingum eins og unglamb,
og sækir kalt vatn í glös. Okkur kemur saman
um aö fátt jafnist á við íslenska vatnið.
ARÍUR OG KARTÖFLUR
Nú ertu þekktur fyrir að kunna býsnin öll af
sönglögum, ítölskum aríum og þess háttar.
Hefurðu lært eitthvað á þeim vettvangi?
„Nei, biddu fyrir þér. Á hinn bóginn hef ég
ákaflega gaman af tónlist og set mig ekki úr
færi að fara á hljómleika ef ég á eitthvað gott í
vændum. Og ég á mikið plötusafn sem hefur
að geyma allar helstu óperurnar fluttar af bestu
og frægustu söngvurum í veröldinni. Þú manst
nú um árið á Mallorca, í grísaveislunni góðu.
Þá söng ég fyrir ykkur margar aríur á ítölsku
um leið og ég skrældi kartöflurnar fyrir fólkið.
Þvílíkur barbarismi, aö skella óskrældum kar-
töflum á borö fyrir gesti!"
Það setur aö okkur mikinn hlátur þegar ýtt er
viö þessum Ijúfu minningum. En hvaðan kem-
ur svo Balli, þessi margsigldi maður sem varð-
16. TBL. 1992 VIKAN 17