Vikan - 06.08.1992, Blaðsíða 58
TEXTI: CHRISTOF WEHMEIER
MISMUNANDI
GERÐIR
Iþessum pistli langar grein-
arhöfund til aö kynna mis-
munandi gerðir kvik-
mynda, kvikmyndir sem flokka
má undir dramatískar kvik-
myndir, erótiskar kvikmynd-
ir, gamanmyndir, spennu-
og hasarmyndir og hroil-
vekjur. Kvikmyndir fyrir alla.
Við skulum hefjast handa við
kynninguna.
Kvöldsögur eru ómissandi i
uppeldishlutverkinu.
Svipmynd úr myndinni Jack the
Bear.
DANNY DEVITO SEM
EINSTÆÐUR FAÐIR
í kvikmyndinni Jack the Bear
fer Danny DeVito í fyrsta
skipti með alvarlegt hlutverk.
Leikur hann persónuna John
Leary sem nýbúinn er að
missa eiginkonu sína. Nú er
komið að honum að taka að
sér uppeldi sona sinna sem
eru 3 og 12 ára gamlir. Þurfa
þeir á allri hans ástúð að
halda. Myndin leggur mikla
áherslu á gott fjölskyldulíf og
gott uppeldi því fjölskyldan er
máttugasta aflið í samfélag-
inu. Án fjölskyldu er ein-
staklingurinn nakinn og varn-
arlaus.
VIKAN 58 i6. tbl. 1992
Danny DeVito þykir standa
sig með miklum ágætum og
strákarnir tveir sýna þroskað-
an leik þrátt fyrir ungan aldur.
Þetta er mynd með boðskap.
TOM SELLECK OG
HORNABOLTI í JAPAN
Tom Selleck hefur leikið í
nýrri mynd sem heitir Mr.
Baseball og lofar söguþráöur-
inn góðu. Tom Selleck leikur
stoltan og keppnisfullan
Bandaríkjamann sem hefur
gert það gott í hornabolta-
íþróttinni. Hann langar síðan
að breyta til og fara til Japans.
Japanir eru líka hrifnir af þess-
ari íþrótt. Tom Selleck þykir
viss um sjálfan sig. Honum
gengur þó erfiðlega að aðlaga
sig að japönsku samfélagi.
Hann skilur ekki hugsunarhátt
Japana. Myndin sýnir ólíka
menningarheima. Myndin hef-
ur líka þann boðskap að maö-
ur eigi ekki að vera fordóma-
fullur heldur sýna skilning á
þvi sem maður ekki þekkir vel.
Smám saman lærir persóna
Tom Sellecks að meta jap-
anskt samfélag og japanskir
félagar hans fara að skilja
hann betur sem útlending, auk
þess sem hann veröur ást-
fanginn af japanskri snót.
AMERÍSKI
DRAUMURINN
Stórleikarinn Jeff Bridges
hefur leikið í nýjustu mynd
sinni sem heitir American
Heart. Greinir myndin frá per-
sónunni Jack Keely sem leikin
er af Jeff Bridges. Jack hefur
afplánaö margra ára fangels-
isdóm en hann hefur sína
drauma. Hann ætlar að hefja
nýtt og endurbætt líf í samfé-
laginu. Hann ætlar að endur-
nýja samband sitt við son sinn
sem nú er 15 ára gamall. Auk
þess langar hann að kynnast
pennavini sínum sem er kona
að nafni Charlotte. Síðast en
ekki síst vill hann flytjast til Al-
aska og hefja þar nýtt líf. Allt
gengur vel fyrst. Hann hittir
son sinn, hann verður ástfang-
inn af pennavini sínum og allt
virðist benda í þá átt að hin
nýja fjölskylda geti flust til Al-
aska. En allt kemur fyrir ekki,
fyrrverandi félagar Jacks vilja
fá hann með sér í bankarán,
bankarán sem gæti tryggt
þeim milljónir á milljónir ofan.
Jack þarf aö fara í gegnum
mikla eldraun. Hvað er mikil-
vægara: Miklar fjárfúlgur eða
kjarnyrt fjölskyldulif? Það er
stóra spurningin. Jeff Bridges
bregst ekki frekar en fyrri
daginn.
HROLLVEKJA SEM
GERIST í LENINGRAD
Robert Englund er þekktur
fyrir hlutverk sitt í Nightmare
on Elmstreet þáttaröðinni
þar sem hann lék barna- og
unglingamorðingjann Freddy
Kríiger. Nú hefur hann leikið í
nýrri hrollvekju sem heitir
Dance Macabre og greinir
A Stór-
leikarinn
Jeff Bridg-
es í mynd-
inni Amer-
ican Heart.
▼ Hlnnvit-
skerti dans-
ari i hroll-
vekjunni
The Dance
Macabre.
► Taktarn-
ir eru til
staðar hjá
Tom Sell-
eck í mynd-
inni Mr.