Vikan - 15.10.1992, Side 8
ÞJOÐRÆKNI
barnaskóla. Okkur hafði gengið býsna vel.
Þeir yngri voru líka óvitlausir þó við værum
miklir „strákar" á Norðfirði og skemmdarvarg-
ar. Samt sagði eldri kona í bænum við mig
einu sinni að það væri leiðinlegt að fara með
öll þessi efnilegu börn úr landi. Ég gaf því ekki
mikinn gaum þá.
Það var talsvert um að fólk færi úr landi á
þessum tíma. Ég held að það hafði þó fyrst
og fremst verið af ævintýraþrá sem foreldrar
mínir lögðu út í þetta.”
ÍSLENSKIR KRAKKAR
VÍDLESNARI EN ÁSTRALSKIR
- Hvernig sá þrettán ára strákur Ástralíu árið
1969?
„Mér fannst það skemmtilegt, gaman. Það
var ævintýri en um leið var hryggilegt að fara
frá Islandi, frá átthögum sínum og vinafólki,
ættingjum og börnum sem maður hafði verið
með í skóla á íslandi. Það var áfall að koma
inn í annað land og tungumál. Við byrjuðum í
skóla innan þriggja daga eftir að við komum.
Kunnum þó ekki stakt orð í ensku en fón"n
strax í venjulega bekki. Við lærðum óskap-
lega fljótt. Ég gerði mér grein fyrir því innan
nokkurra vikna að ég sem íslenskur drengur
hafði lesið fleiri bækur um heiminn og vissi
meira um hann en jafnaldrar mfnir í Ástralíu.
Eftir nokkrar vikur gátum við bræður svarað
spurningum í bekk sem hin börnin gátu ekki
svarað og var það einungis af íslenskum
lestri. Við gerðum okkur grein fyrir að við vor-
um alls ekki síðri en hinir.
Einar Gunnarsson Víkingur og fjölskylda.
Kona hans heitir Teena, dóttirin Anna og
sonurinn James.
Við þurftum bara að læra tungumálið, það
höfðum við gert innan árs. Ég var fljótt bestur
í bekknum í stærðfræði, innan nokkurra vikna.
Það þurfti ekki ensku við hana. Mannkyns-
sögunni, sem við kunnum meira í eins og ís-
lendingar yfirleitt, gátum við ekki komið í mál
fyrr en seinna.”
GOTT AÐ VERA
STRÁKUR Á NORÐFIRÐI
„Ég lærði fljótt að frelsið var ekki eins og á
Norðfirði. Maður gerði sér ekki alveg grein fyr-
ir því þá en gerir það síðar að það var kannski
besta æska í heimi að vera strákur í íslensku
sjávarþorpi. Lífið sem maður gat lifað, frelsið
sem maður hafði og það sem maður gat gert
var ekki það sama og krakkar geta gert í stór-
borgum.”
- Hvernig voru aðstæðurnar sem þið
bjugguð við þegarþið komuð?
„Það var ekki svo erfitt fyrir okkur. Þabbi
minn var_ í Rotaryklúbbi sem eru alþjóðleg
samtök. Á vegum þeirra var okkur útvegað
hús sem við bjuggum í í þrjá mánuði á meðan
við vorum að koma undir okkur fótunum.
Pabbi var bátasmiður og fékk strax vinnu.”
fSLENSK ÆTTARTALA HANDA
ÁSTRÖLSKUM AFKOMENDUM
„Pabbi hét Gunnar Matthías Víkingur Þórar-
insson. Hann dó hér í Ástralíu árið 1975. Fað-
ir hans hét Þórarinn Vfkingur Grímsson og var
frá Víkingavatni í Kelduhverfi. Móðir hans hét
Ástríður Eggertsdóttir og var held ég líka úr
Kelduhverfi. Móðir mín heitir Guðrún Einars-
dóttir Sveinssonar. Sveinn Jón langafi var
byggingameistari frá Bráðræði f Reykjavík.
Hann byggði meðal annars Höfða þar sem
fundurinn frægi var haldinn.
Ég er ekki eins góður í ættfræði og ég ætti
að vera en er að reyna að bæta úr því. Ég er
að biðja móður mína um að skrifa upp ættar-
tölu og einnig ættingja mfna á íslandi. Ég
ætla að reyna að draga saman upplýsingar
og búa til ættartöiu til að gefa börnum mín-
um. Ég ætla að draga hana upp og útskýra
vel á ensku, fyrir þau og afkomendur hér í
Ástralíu.
Það sem hefur gerst hér er að fjölskyldan
getur ekki notað nöfnin eins og gert er á ís-
landi. Pabbi ákvað strax þegar við komum til
Ástralíu að við skyldum taka upp fjölskyldu-
nafnið Víkingur, sem passar inn í nafnakerfið
hér. Flestir í fjölskyldunni hafa tekið þetta nafn
upp annaðhvort sem fjölskyldunafn eða synir
hafa verið skírðir Víkingur. Það leiðir af sér að
eftir hundrað ár verða allir Víkingar hér í Ástr-
alíu afkomendur pabba.
Afi minn, Þórarinn Víkingur, og bróðir hans,
séra Sveinn, notuðu nafnið Víkingur. Við höf-
um því gert það á sama hátt hér í Ástralíu.
Þannig verður ættartalan fyrir fjölskyldu okkar
kannski einfaldari en á íslandi, þar sem þarf
áhugasamt fólk til að viðhalda fjölskyldunöfn-
um. Ég ætla þó ekki að fara of langt aftur
nema ég finni kónga og þess háttar, eins og
svo margir íslendingar gera.”
ÁSTKÆRA, YLHÝRA MÁLIÐ
- Nú sagðir þú mér að þú hefðir ákveðið aö
lesa íslensku á hverju kvöidi. Hvenær byrjaðir
þú á því?
„Ég hef náttúrlega alltaf lesið íslenskuna
síðan ég kom að heiman. Ég gerði það
þannig að ég tók einhverja íslenska bók - ég
á nokkuð gott safn íslenskra bóka - og las á
nokkurra vikna fresti. Ef mér fannst þær tor-
skildar og leiðinlegar dreif ég samt í því að
lesa þær. Ef þær voru of torskildar gerði ég
það þannig að ég setti mér þá reglu að ég
yrði að lesa úr íslenskri bók áður en ég leyfði
mér að lesa ensku.”
- Hvernig kom það til að þörf þín fyrir að
viðhalda málinu varð svona sterk?
„Það kom náttúrlega frá heimilinu. Foreldrar
mínir voru og hafa alltaf verið miklir lestrar-
hestar. Heimilið hefur alltaf verið troðfullt af
bókum og við vorum öll vön því frá unga aldri
að vera á bókasöfnum og liggja stanslaust í
bókum.”
LÆRDUM ENSKU HVORT SEM VAR
„Fljótlega eftir að við komum til Ástralíu á-
kváðu foreldrar mínir að það mætti ekki tala
ensku á heimilinu. Þau héldu því fram að við
myndum læra ensku hvort eð var, það væru
fimmtán milljónir Ástrala sem gætu kennt okk-
ur ensku en aðeins þau tvö sem gætu haldið
íslenskunni við.
Þessi regla hélst við, bara nokkuð vel.
Stundum ekki of vel en það varð samt að
vana í fjölskyldunni að maður hreinlega talaði
ekki ensku við aðra i fjölskyldunni. Nú til dags
er þessari reglu enn haldið og konur okkar
bræðra eru orðnar vanar því að fá ekki enskt
orð upp úr okkur ef við erum saman. Svo höf-
um við allir reynt að blanda málunum ekki
saman. Þarna hjálpum við hver öðrum og ein-
hvern veginn hefur þetta tekist.
Ég held að ástæðu fyrir þessari afstöðu
megi rekja til þess að stuttu eftir að foreldrar
mínir komu fóru þau að heimsækja aðra ís-
lenska fjölskyldu í borginni þar sem við sett-
umst að, Perth í Vestur-Ástralíu. Þau tóku eft-
ir því að foreldrarnir töluðu til barnanna á ís-
lensku en fengu svarið á ensku. Þeim fannst
þetta hryggilegt og settu þessa reglu - að tala
aðeins íslensku heima. Þannig höfum við
haldið málinu við.
Frá þessu þróaðist ást mín á málinu og
landinu og lesturinn fannst mér vera eina leið-
in til þess að halda þessu við því ég fór að
heiman í janúar árið 1974, eftir að við höfðum
verið í Ástralíu í nokkur ár. Þá fór ég í háskóla
hersins sem var á austurströndinni.”
ÍSLENSKUR DRENGUR
f ÁSTRÖLSKUM HER
- Hvernig stóð á því að þú fórst í herinn?
„Það var bara svona tilvik. Þetta var ekkert
hugsað út. Ég man eftir því að þegar ég var í
framhaldsskóla hér var herlið fyrir stráka, svo-
lítið líkt og skátar sem eru gjarnan í hverjum
skóla í Ástralíu. Þar var drengjum kennt eitt
og annað um herinn og farið með þá út í
skóg, þeim kennt að lifa þar, kennt að fara
með skotvopn og hitt og þetta.
Eins og margir strákar fór ég i þetta. Þessir
flokkar voru kallaðir kadettar. Ég fór í þessa
kadetta án þess að kunna stakt orð í ensku.
8 VIKAN 21.TBL. 1992