Vikan


Vikan - 15.10.1992, Síða 10

Vikan - 15.10.1992, Síða 10
ÞJOÐRÆKNI Þetta var þaö sem dró mig saman við aðra krakka í áströlsku þjóðfélagi. Það verður að skiljast að ég og Gunnar, eldri bróðir minn, sem nú á 09 rekur stórt bátaverkstæði í Perth, fórum frá Islandi á mjög viðkvæmum aldri, þegar maður er rétt að byrja að hafa áhuga á kvenfólki en er ekki alveg búinn að drífa sig í það! Hann var fimmtán ára en ég þrettán og við vorum einkennilegir útlendingar. Þannig var lífið milli þrettán ára og sextán til sautján ára erfitt og ekki á sama hátt og líf annarra unglinga hér. Eg hafði samt ekkert hugsað út í að fara f atvinnuherinn. Svo bar það til að yngri bróðir minn var að hugsa um að fara í skóla hjá ástr- alska hernum þvi þar er hægt að læra að vera smiður, flugvirki eða hvað sem er. Hann var eitthvað að hugsa út í þetta og ég fór með honum upp í miðborgina einn laugardags- morgun til að athuga málið. Við fórum á stað- inn þar sem fólk skrifaði sig inn og bróðir minn talaði við ungan kaptein. Ég sat úti í horni á meðan en þegar við vorum að ganga út spurði kapteinninn mig hvað ég væri að gera þetta árið. Ég sagðist vera að klára skólann. Hann spurði mig þá hvað ég ætlaði að gera næsta ár. Ég sagðist ekki vera alveg klár á því en byggist við að ég færi í háskólann. Þá sagði hann við mig að herinn ætti háskóla og gaf mér bækur og blöð sem útskýrðu þetta allt saman.” PENINGAR OG SÉRHERBERGI „Mér fannst nokkuð merkilegt að sjá að hægt var að fara í háskóla, fá sitt eigið herbergi og kaup þar að auki. Ég kom úr stórri fjölskyldu þar sem við vorum fjórir í herbergi og ekki miklum aurum til að dreifa. Maður fór því í rauninni í þetta eins og asni. Foreldrar mínir hóldu því fram að ég yrði aldrei valinn í her- skólann af því aðeins væru fáeinir valdir á hverju ári og ég væri útlendingur. Þúsundir ungra manna reyna að komast inn en aðeins fáir komast í gegn. Þeir hafa kannski verið á- nægöir að fá íslenskan strákl’’ - Hvemig leist móður þinni á að þú færir í herinn? Nú eru íslendingar almennt á móti hernaðarbrölti og íslenskar mæður hafa prís- að sig sælar yfir því að vera lausar við að synir þeirra þurfi að verða fallbyssufóður fyrir heri. „Kannski hefur hugsunarháttur hennar og föður míns breyst aðeins í Ástralíu. Ástralir eru náttúrlega ekki herþjóð eins og hægt er að segja um sumar aðrar þjóðir. Samt verður fólk að gera sér grein fyrir að Ástralir hafa barist í sjö styrjöldum síðan þeir fóru til Súdan í Afríku árið 1883 með Bretum. Tugir þúsunda Ástrala hafa fallið í styrjöldum. Árið 1942-43 vörpuðu Japanir sprengjum á borgina Darwin og lögðu hana í rúst. Það er ekki litið á það sem niðurlægingu að ganga í herinn, það er litið á það sem þjóðarskyldu að mörgu leyti. Hér er ekki her- skylda heldur reynt að örva áhuga ungra manna á hernum og fá þá til að bjóða sig fram. Ástæðan fyrir því er að í hernum í heild eru ekki nema sjötfu og fimm þúsund manns en ástralska þjóðin er sautján milljónir svo það er hægt að manna herinn með sjálfboða- liðum.” FORINGI i ÁSTRÖLSKUM HER „Ég fór inn í herinn á sérstöku stigi. Ég hafði verið valinn fyrir skóla sem er einn af þremur eða fjórum slíkum skólum í heimi, fyrir æfingu foringjahers. Þannig voru foreldrar mínir hreyknir af mér. Þau héldu að útlendingur yrði aldrei valinn í slíkt. Þetta var rétt hjá þeim að mörgu leyti því þegar litið er yfir nöfn þeirra sem hafa útskrifast úr þessum skóla síðan hann var stofnaður árið 1911, sama ár og Há- skóli íslands, hafa út- skrifast úr honum kannski fimm eða tíu drengir frá öðrum þjóð- um. Það er því ekki al- gengt að útlendir drengir fari inn í þenn- an skóla. Ég komst samt inn, gekk ágæt- lega og útskrifaðist þaðan árið 1977. Síðan hef ég starfað í hernum á ýmsan hátt. Ég hef farið f öll landshorn Ástralíu og bæði inn í eyðimörk landsins og alls staðar út á strönd. Kannski íslendingar ættu að hugsa um það að Ástralía er meira en sjö og hálf milljón ferkílómetra. Ástralska strandlengjan er 40.000 kílómetrar svo þetta er óskaplega víðáttumikið land. Það eru fjögur þúsund kíló- metrar frá strönd til strandar og fjarri því að vera slétt. Landið er því eiginlega ferkantað þó það Ifti ekki þannig út á korti, það er ó- skaplega langt á milli. Til dæmis er borgin sem ég átti heima í sem drengur, Perth í Vestur-Ástralfu, afskekktasta höfuðborg fylkis í heimi. Hún er tvö þúsund kílómetra frá næstu borg, Adelaide.” - Hver er titillþinn íhernum? Sem stendur er ég ofursti í hernum. ÍSLAND ER DRAUMALANDIÐ Þú hefur sagt mér svo skemmtilega hvernig Island er draumalandið I þínum huga. Hefur þú komið til íslands síðan? Hvernig kom það heim og saman við drauminn? Segðu okkur frá því. „ísland varð einhvern veginn að drauma- landi í huga mínum. Ég held að það hafi ver- ið vegna þess að ég var þar í þrettán ár og var þar bara sem drengur. Eins og flestir muna frá ævi sinni er æskan skemmtileg, besti tími lífsins þó maður geri sér ekki grein fyrir því á meðan æskan stendur yfir. Æska mín var náttúrlega alin á Norðfirði í hrúgu af strákum, með foreldrum sem voru ástríkir og á skemmtilegu heimili sem var fullt af hugs- un, bókum og hávaða! Svo var maður alltaf að fiska, alltaf að stela skektu slippsins og fara út á fjörð. Maður var einnig alltaf að koma sér i háska úti í Urðum og Páskahelli, uppi í fjalli og klifra upp og horfa niður í Mjóa- fjörð. Það var hitt og þetta sem maður gerði sem strákur. Þannig fór ég frá íslandi og það var eins og að ganga út frá þrettán ára skemmtun. Svo kom ég hingað og á einni nóttu var lífið orðið erfitt. Ég varð að læra nýtt tungumál, var allt í einu kominn út í straum lífsins og fór aldrei úr honum aftur. Það eina sem skeði hér var bara nám og meira nám og vinna og gifting. Þetta er auðvitað allt hamingja út af fyrir sig og hefur verið gott Iff, hamingja á annan hátt. Þannig varð ísland til í huga mínum sem draumaland. Ég fór til íslands í ágúst 1985, notaði tækifærið því ég hafði verið sendur til Bretlands í skóla og fór í mínu tveggja vikna fríi með konuna mína með mér. Þá voru nær sextán ár síðan ég yfirgaf ísland. Ég var þar hjá vinafólki og frændfólki bæði í Reykjavík og á Norðfirði og held að þetta hafi verið skemmtilegasta tímabil lífs míns. Það skemmtilegasta við þetta var að ég gat komið til íslands sem fullorðinn maður og ver- ið þar í fríi án ábyrgðar. Þegar ég kom aftur til Englands gerði ég mér grein fyrir því að þess- ar draumsýnir, sem ég hafði byggt í hugan- um, höfðu ekki hrunið. Þær voru ennþá til. Mér fannst skemmtilegt að ég skyldi geta farið til íslands sem fullorðinn maður og séð að þar er lífsbarátta eins og annars staðar en landið var ennþá eins í huga mínum. Draumalandið.” SÉRSTAÐA ÍSLENSKS MÁLS - Segðu okkur aðeins meira um tungumála- rækni þína. „Foreldrar mínir héldu málinu í gangi þegar ég var ungur en seinna gerði ég mér betur grein fyrir því, eftir að ég lærði ensku, að ís- lenska er flókið og kjarnmikið mál. Eina leiðin til að útskýra íslensku er að segja að íslensk- an sé rammíslensk og ekkert annað, þetta er sérstætt tungumál. Ég gerði mér grein fyrir því sjálfur eftir að ég komst til fullorðinsára að þetta voru sérstakar aðstæður. Þetta er lítil þjóð sem er að mörgu leyti hreinn kynstofn út af fyrir sig í Norður-Atlantshafi, með sitt eigið einkenni og sitt eigið tungumál. Þetta mál er að þróast og styrkjast á sinn eigin hátt. Á sama tíma eru mörg tungumál og annars staðar í heiminum hreinlega að deyja. íslenskan er sérstætt mál og sérstaklega flókin málfræðilega. Ég gerði mér grein fyrir því seinna vegna þess að á vegum hersins lærði ég rússnesku svona sæmilega, mörgum árum eftir að ég hafði lært ensku. Þá fyrst, þegar ég gat borið saman í huga mínum þrjú tungumál, sá ég að íslenskan ber af með það hvað hún er flókin - og líka með hreinleika FRAMHALD Á BL.S. 23 Einar Víkingur gengur fyrir liöi sinu á velli í Suóur-Ástralíu. 10VIKAN 21.TBL. 1992

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.