Vikan


Vikan - 15.10.1992, Page 22

Vikan - 15.10.1992, Page 22
JONAS JONASSON SKRIFAR ▲ Svona ambassa- dorar eru dýrmætir fyrir þetta skrýtna land. g er hættur viö aö nudda C í ergi um mál hvunn- E dagsins. Mig langar þess í staö aö pistla dálítið um ambassadora. Ekki þá sem vinna hjá Jóni Bald- vini og eru í útlegð heldur þá sem aöallega vinna hjá sjálf- um sér og eru ambassadorar fyrir þaö sem þeir trúa á. Lengi hefur okkur verið talin trú um að listamenn þjóðar- innar búi allir í miöbænum í Reykjavík og þar í kring séu listneytendur í landinu. Aö nokkur sála meö ríka sköpun- argleði eöa hæfileika til að hlusta á sígilt efni geti lifaö hinum megin viö Elliöaárnar er talið út í Hróa hött, viö höf- um ekkert aö sækja út á landsbyggðina, þar búi bara fólk sem hægt sé aö græöa á með því að förumannaflokkar þeysi þar um og skemmti meö böllum i félagsheimilum eöa efni til nautaats á túnum, með yfirbyggðri senu og gámum til að setja fyllikallana í þegar þeir loks ganga fram af nefnd- inni. Fólk sem býr úti á landi kann vel aö meta listamenn sem nenna aö leggja þaö á sig aö heimsækja þaö, jafnvel á minnstu stöðunum. Þaö er samt ekki algengt að lista- menn vilji heimsækja þá staöi. Þar býr þó fólk sem hugsar, finnur til, gleöst, eins og viö hin. Ég þekki ágætan ambassa- dor sem fellur inn í þessa hugleiðingu, Jónas Ingimund- arson frá Þorlákshöfn. Og hvað meö hann? Jú, hann er meö iðnari listamönnum viö aö fara á litlu staöina og spila fyrir fólkiö og skiptir hann þá engu máli hvort áheyrendur eru fáir eöa margir. Jónas heldur um fimmtíu tónleika á ári og hefur gert síöan 1970 og þar af fjölmarga úti á landi. Sjálfur segir hann aö líf fólks og þarfir sé eitt og hiö sama hvar sem þaö býr, nafli al- heims sé þar sem maður er sjálfur hverju sinni. Ég baö hann eitt sinn aö nefna mér einhvern afskekkt- an staö þar sem hann heföi haldiö tónleika og hann sagö- ist hafa farið meö Sigríði Ellu Magnúsdóttur noröur í Tré- kyllisvík á Ströndum áriö 1981. Þar sungu þau í litlu samkomuhúsi og komust tón- leikagestir varla fyrir I svo litlu húsi. Þegar Jónas Ingimundar- son heldur tónleika á þessum litlu stööum gerir hann meira en aö „opna þennan svarta kassa, sem er píanó“. Hann talar viö gesti sína um tónana sem hafi ákveöna tjáningu og segi þér eitt en mér annaö og við skynjum báöir rétt. Hann segir fólkinu aö tónarnir séu viökvæmir og þaö þurfi aö fara vel með þá og fólk þrái alls staðar fegurð, þrái aö finna ilminn af blóminu, hvar sem þaö vaxi. Jónas kann aö spila á pí- anó, þekkir tónverkin sem hann leikur og reynir að koma boðskap tónanna til fólks og gleðja það meö því. Hann er ekki aö þessu til aö upphefja sína eigin persónu meö því, hve Beethoven syngi fallega, heldur telur sig ekki vera of góðan til að gera þetta ef að- stæöur eru fyrir hendi. Þaö eru góö hljóöfæri um allt land og Jónas segir aö besti flygill á landinu sé í Stykkishólmi. Jónas fór ( tónleikaferö í sumar meö Gunnari Guð- björnssyni söngvara: „Viö sungum á sjö stöðum," segir listamaöurinn. „Þaö var yndis- legt að syngja á Hvamms- tanga, þar er mjög góður tón- leikasalur. Þaö kom að vísu ekki margt fólk f þaö sinnið en þaö var heldur ekkert aðalat- riöi heldur að þeir sem komu fóru glaðir." Framhaldsskólinn á Húsa- vík átti fimm ára afmæli ný- lega og Jónas var beðinn aö koma noröur og hann spilaði fyrir allan skólann. Svo hélt hann tónleika um kvöldið fyrir íbúana. Síöan fór hann aö Laugum í Reykjadal og spilaöi fyrir nemendur þar og spjall- aði, fékk þá til að hlusta meö sér. Jónas reyndi meö oröum aö beina Ijósgeisla aö þvi sem hann var aö gera: „Til þess aö opna hug og hjörtu, bæöi mitt og þeirra sem voru viðstaddir, svo aö viö heföum öll meiri ánægju af tónlistinni og augnablikinu. Enginn fékk prógramm fyrr en af tónleikum loknum. Ég las ekki upp úr prógramminu hvaö kæmi næst heldur sagöi ég þeim þaö og þá allítarlegar en hægt er að prenta,“ segir Jónas Ingimundarson. Einn morgun nýlega fór Jónas austur á Selfoss. 22 VIKAN 21.TBL. 1992

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.