Vikan - 15.10.1992, Page 33
verk sýnd samtímis
o
U~l
l/l
I I
ULJ
L/l
'CD
'CO
CD
l/l
u~>
l/l
'CD
Þann 24. október verða
tvö leikrit eftir Rússann
Anton Tsjékov frum-
sýnd sama kvöldið í Borgar-
leikhúsinu - á sama sviðinu,
með sömu leikurunum og í
sömu leikmyndinni. Þetta er
óneitanlega nokkuð óvenju-
legt. Verkin heita Platanov og
Vanja frændi og Leikfélag
Reykjavíkur kynnir þau sem
samstæðu undir heitinu Sögur
úr sveitinni. Mun áhorfendum
gefast kostur á að kaupa sér
aðgang að báðum sýningun-
um saman, jafnvel miða á
báðar sýningarnar sama dag-
inn. Hefst þá fyrri sýningin
síðdegis en hin síðari um
kvöldið.
Einn leikaranna er Theodór
Júlíusson sem lengst af starf-
aði með Leikfélagi Akureyrar
en siðastliðin þrjú ár hefur
hann helgað Leikfélagi Reykja-
víkur krafta sína.
í fyrra verkinu bregður hann
sér í gervi ólánsams vinnu-
manns með vafasama fortíð
að baki en í hinu fer hann
með hlutverk sjálfs Vanja
frænda.
Tíðindamaður Vikunnar hitti
Theodór að máli skömmu fyrir
morgunæfingu fyrsta dag
októbermánaðar. Hann var
beðinn um að gera örlitla
grein fyrir þessu óvenjulega
og skemmtilega verkefni sem
leikhúsgestum gefst nú kostur
á að sjá.
„Bæði verkin gerast í rúss-
neskri sveit um aldamótin.
Það er tíu manna leikhópur
undir stjórn Kjartans Ragnars-
sonar sem stendur að sýning-
unni. Við höfum æft bæði
verkin samtímis og eftir því
◄ Theodór
lék í mörg
ár hjá
Leikfélagi
Akureyrar
en hefur
leikió í
Borgar-
leikhúsinu
síóan
1989.
Leikhópurinn sem stendur aó báóum sýningunum undir
stjórn Kjartans Ragnarssonar. Standandi frá vinstri: Egill
Ólafsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Ari Matthíasson, Helga
Braga Jónsdóttir og Guómundur Ólafsson. Sitjandi frá
vinstri: Theodór Júlíusson, Guðrún Gísladóttir, Pétur
Einarsson og Erla Rut Haróardóttir.
21.TBL. 1992 VIKAN 33