Vikan


Vikan - 15.10.1992, Síða 44

Vikan - 15.10.1992, Síða 44
JONA RUNA KVARAN Frh. af bls. 41 Þú átt erfitt meö aö tjá þig og þaö er mjög algengt, sér í lagi hjá norrænu fólki. Þaö þýðir þó ekki aö þú kærir þig um aö ykkar mál séu afgreidd meö því aö hún í vanstillingu sinni vegna meðal annars þess arna grípi til þeirrar ófyrirleitni aö berja þig eins og næstu öskutunnu. Ef þú ert kominn í þaö innra þrot að vilja jafnvel ekki lifa lengur sting ég upp á að þú hafir samband viö geðlækni eöa sál- fræðing og þá ekki seinna en núna. Þar fengir þú fræðslu og ráögjöf sem myndi jafnframt öðru duga þér til aö fá botn í þín mál gagnvart konunni og gæti orðið til þess aö uppræta á- standið. TILFINNINGAÞROSKI BARNA Um áhyggjur þínar út af því hvort þetta verði til þess aö valda börnum ykkar skaöa er þetta aö segja: Ef þú ekki færö fram breytingar á þessu skakka ástandi samskipta, sem eiga sér staö á milli ykkar, foreldra þessara barna, er nokkuð Ijóst aö þessi möguleiki gæti orðið staðreynd - þó síöar yröi kannski meira áber- andi. Börn, sem alast upp í spennu og óör- yggi sem barsmíöar og rifrildi skapa, eru sett í þá áþján sem venjulegast fylgir ofsaveöri og þaö hlýtur einfaldlega aö setja mark á þau. Þau geta hvorki treyst ykkur tilfinningalega né félagslega, auk þess sem þaö er alrangt að bjóða börnunum sínum upp á aö horfa á ann- aö foreldri sitt niðurlægt gróflega af engu tilefni. BRENGLAÐ ATFERLI OG SKILNAÐUR Þannig atferli foreldris ruglar ekki bara siö- ferðiskennd þessara barna heldur hefur þaö gífurleg áhrif til skaöa á tilfinningalega upp- byggingu þeirra og getur fjötraö þau í sam- skiptum viö aðra þó síöar verði. Af þessum á- stæðum og mýmörgum öörum er mjög eðli- legt aö þér detti í hug aö reyna aö leita lausna á þessum heimilisvanda þannig aö börnunum verði bjargað frá skaöa sem síöar verður ef til vill ekki bættur þeim, þó flestir vildu. Hvaö varðar að skilja við konuna er erfitt aö svara nokkru. Þó fráleitt sé að segja þaö getum viö elskaö maka okkar þó hann leggi sig eftir því aö brjóta af sér viö okkur. Tilfinningar eru bara til staðar og koma og fara en ansi fátt sem hægt er aö gera til aö uppræta þær. Viö biðjum ekki um þær, þær bara koma allt í einu og þurfa hvorki aö vera tilkomnar vegna útlits eöa aöstæöna þess sem þær beinast aö. Mitt hlutverk er kannski ekki aö hvetja þig til aö hafna tilfinningum þín- um til konunnar þinnar, miklu frekar að hvetja þig til aö gæta réttar þíns og benda þér á að viö höfum val í þessum efnum sem mörgum öörum. Ef síðan öll sund lokast þér og ávinn- ingur þinn veröur enginn, þrátt fyrir aö þú leitir þér faglegrar hjálpar í tiltrú þinni á að hægt sé að breyta atferli konunnar, þá er náttúrlega ekkert úrræöi lengur til lausnar annaö en aö þiö farið bara einfaldlega sitt í hvora áttina. ÁGÆTLEGA HEPPNAÐUR ÞRÁTT FYRIR ALLT Hvaö varöar börnin er sennilega betra fyrir þau að hafa ykkur ekki bæði á heimilinu ef samband ykkar einkennist af því að hún gengur yfir þig og beitir þig ömurlegri vald- níðslu haröstjórans sem öllu vill ráöa og veit allt betur en aörir í öllum málum. Ásamt því aö hún neitar aö virða rétt þinn til aö vera meö öllu laus viö átroöslu skakkra tilfinninga og athafna, sem ekkert gera annað en aö valda bæði þér og börnunum ykkar þungum raunum og ömurlegu hlutskipti. Hvað varöar það aö þú kunnir aö vera gjörsamlega mis- heppnaður má benda á að á meðan þér dett- ur þaö í hug sem möguleg skýring eöa á- stæða fyrir ofríki hennar ertu örugglega meira en vel heppnaður. Sennilega er þaö einmitt vegna þægilegra eöliskosta þinna aö hún gengur yfir þig. í stað þess aö viröa þá van- virðir hún þá en nýtur á sama tíma góös af þeim. Hún getur gert nánast hvaö sem hana langar til, samt er hún óánægö. Slíkur aðili ætti aö athuga alvarlega sinn gang því þannig afstaða er satt best aö segja siðlaus og boöar fátt gott fyrir viökomandi siöblindingja. GEÐLÆKNINGAR HEPPILEGAR Eölilegra væri að þaö kynni aö hvarfla aö þér hvort ekki sé eitthvað sem hún er ósátt viö í eigin fari og persónulegri framgöngu og þaö skapaði henni möguleika og vilja til aö láta eins og asni við mann sem elskar hana og lætur flest eftir henni. Ef henni finnst hegðun sín eölileg má fullyrða aö hún sé á einhvern hátt misheppnuö og eigi töluvert ótalaö við sinn innri mann. Hún þarf augljóslega sjálf á góðri geðlækn- ismeðferð að halda. Þaö er langt því frá að það sé eitthvað heilbrigt og heppilegt viö framkomu og atferli sem litast af grófri vald- níöslu og fyrirlitningu á því sem öörum er heil- agt. í þínu tilviki eru þér tilfinningar þínar til hennar heilagar. Hún hefur því sjálf engan rétt til aö gera lítið úr þeim. Heiðarlegra væri, ef hún treystir sér ekki til aö viröa þinn rétt, aö hún færi einfaldlega sína leið - eiginlega þangað til hún treystir sér til aö nálgast þig á jafnréttisgrundvelli þess sem vogar sér ekki þá ófyrirleitni að ganga á annars manns til- finningum eins og um gólfþurrku væri aö ræöa. KARMA Hvað varðar spurningu þína um að þetta á- stand vandræöa kunni aö vera þitt karma er þetta að segja: Ef viö lítum svo á aö þú reiknir meö aö þú kunnir aö hafa lifað áður og sért núna aö taka einhvers konar afleiðingum af fyrri lífum þá er þetta um þaö aö segja: Hvernig má vera að þaö sé heppileg leiö til þroska aö viö séum látin sætta okkur viö mannréttindabrot, hvort sem er heima eða heiman, vegna einhvers sem viö eigum aö læra af því. Mín skoðun er sú aö mjög hæpiö sé að það sem er þvingað fram geti orðið okk- ur til góðs. Þaö er eitthvað mjög rangt við aö beygja aöra undir vilja sinn, hvort sem viðkomandi vill eöa ekki. Ég get því ekki sæst á það aö af karmískum ástæöum eigir þú hugsanlega aö láta þetta hróplega óréttlæti, sem þú býrö viö núna, hafa sinn gang og áhrif á þitt líf. Þetta ástand og þaö sem þú hefur mátt þola er í eöli sínu alrangt og getur ekki orðið lyftistöng fyrir persónulegan þroska þinn hvort sem er. Þér fellur ekki aö láta niðurlægja þig aö ósekju og lái þér þaö hver sem vill. ÆÐRULEYSI OG AUDMÝKT Ef þú aftur á móti kannt í einhverjum mögu- legum fyrri lífum þínum aö hafa brotiö eitthvað af þér, eitthvaö sem krefst endurgreiðslu eða hvers kyns gjalda í þessu lífi, þá væri heldur ósennilegt aö þaö réttlætti hegðun konu þinn- ar viö þig, skyldi maöur halda. Flest sem varöar mögulega forveru okkar er náttúrlega eins og hverjar aörar getgátur. Þaö er ekkert ýkja óskynsamlegt aö álykta sem svo aö við kunnum öll aö eiga okkur forveru því þaö get- ur rökrænt skýrt eitt og annað í reynslu okkar sem ekki veröur eiginlega skýrt öðruvísi. Segjum sem svo að þú þurfir að þjálfast í æðruleysi og auömýkt. Þá er ekki leiðin til þannig þjálfunar sálar þinnar aö berja þig til þess arna. Sennilega má endalaus þrefa um hvort við kunnum með þessari jarðvist aö vera aö greiöa einhverjar karmískar skuldir eða ekki. Málið er bara að þaö hentar sumum okkar vel aö hugga okkur viö þannig afstöðu til erfiðleika augnabliksins og þá er alls ekki víst - einmitt vegna alls kyns tilfinningalegs uppnáms - að viö séum einu sinni dómbær á hvort yfirleitt sé nokkra skulda að gjalda eöa þannig. Vonandi getur þú haft eitthvert gagn af þessum fátæklegu vangaveltum mínum og þær kannski gefið þér kjark til að leita á önnur og ögn heföbundnari miö til aö leita réttar þíns og þá skaltu gera það. Eöa eins og ungi maöurinn sagði eitt sinn í sæmilega góðum félagsskap: „Elskurnar mínar, oft hef ég veriö spældur en aldrei eins og núna og þaö af gefnu tllefni. Kærastan mín er nefnilega alveg hissa á aö ég skuli ekki vilja halda sambandinu á- fram eftir aö hún hárreytti mig og kinn- beinsbraut um daginn og sagöi aö svona fugla þyrfti aö meöhöndla strax meö aga. Ég ætla náttúrlega ekki aö lenda í hjólastól eftir barsmíöar af hennar völdum svo ég sagöi bara bless. Hún er alveg í kerfi og lofar bót og betrun en máliö er bara aö „einu sinni barinn, alltaf barinn". Maöur veröur aö setja mörkin viö þaö að veröa aldrei barinn og þess vegna var eitt skipti bara nóg fyrir mig.“ Guö styrki þig og leiö- beini þér áfram á vegi ofbeldisleysis. Meö vinsemd, Jóna Rúna LAUSN SÍÐUSTU GÁTU + + + + + + + S + + V + + + H + + L + + + + + + HEPPINN + ER + E + + + + + + ofr!ki+gross + + + + + + RJÖL + SKAFTÁM + + + + + + SAFA + TÁGIN + Á + + + + + + K + A + FIRNLAST + BEISKUR + SL + AVE + EI MAGNA + RÖSKAR + EGUM + + K + GNÝ + KARSI + GUM + V + SVUNTA + LÖ + MAUR + FÆ + VANGASKEGG + GR + GYS BIRNIR + ARGALA + BARA + PA + R + ÁRNUN + LÁRUS + GUSAN + INIR + GERETTI + RÖRIN + A + + SEGUL + UÐ fima+er+sátta+lóra + N + R + SÖI+TAU + MUN + + SNÆ+STINGULL + ÓROFA + + SÝNIR + e+ LARÐ + TE1F + TIF AÐ+SIF+UNIR + RR MANIR + GÁLAUSAR + F + A GUGNAR + REGN+’P+ÓA + K + TUG + UÖ + VONBRIGÐIS + ARA + STAUTURINNMAT + RÖRILLA + TROR + L U T U B RUNATRYGGINGl + Ó R A R 44 VIKAN 21.TBL. 1992

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.