Vikan


Vikan - 15.10.1992, Qupperneq 52

Vikan - 15.10.1992, Qupperneq 52
Hann tveggja ára og ég fjögurra ára gamlan strák. Bjarki er ennþá að leika sér og Anton, hinn gítarleikarinn. Vikan: Hvað um konurnar. Taka þær fullan þátt í tónlistarsmekknum? Bjarki: Já, kærastan mín er alveg hundrað prósent á bak við mig í þessu. Ragnar: Konan mín þekkti þetta ekkert en hlustar núna á Stones þó að hún sé aðeins öðruvísi týpa en kærastan hans Bjarka. Bjarki: Já, hinar eru allar harðir Stones-að- dáendur. Vikan: Myndir þú segja að þú sért ímynd hljómsveitarinnar? Bjarki: Nei, alls ekki. Við erum allir mjög ó- líkir, viljum frekar láta ímyndina bara koma þegar hún kemur. Það er enginn einn sem ræður. Vikan: Hvernig verða lögin til hjá ykkur? Bjarki: Maður raular kannski eitthvað, til dæmis byrjun á texta áður en maður skrifar hann. Við skrifum samt engar nótur. Ef við erum búnir að gleyma lögurtum daginn eftir að þau verða til hugsum við sem svo að það hafi þá ekkert verið í þau varið. Vikan: Breytast þá ekki lögín, jafnvel milli æfinga? Bjarki: Við reynum náttúrlega að bæta lög- In milli æfinga og tökum þau upp-til að geyma Þau- , '"V Ragnar: Lögin, sem koma og við erum á- nægðir með, æfum við mjög 'n?jklð. Kf|í Vikan: Hver er byrjunm, upphaf æviferi' lags? Bjarki: Yfirleitt kemur einhver okkar með laglínur og hinir segja álit sitt á þeim og ef mönnum líst á þetta þá reynum við að spila út frá því, láta það flæða. Það þýðir ekkert að setjast niður og ætla að semja. Andagiftin verður að koma yfir mann. Vikan: Hver semur textana? Bjarki: Ég sem þá. Ragnar: Upp á síðkastið hafa lögin komið bara út úr djammi. Þá erum við að spila eitt- hvert lag og við byrjum að spila út frá því. Þannig hafa þau orðið til mörg. Bjarki: Við hljóðupptökur reynum við líka að láta ekki allan tímann fara í upptökur með því að taka upp hvert hljóðfæri í einu. Það er miklu skemmtilegra að gera allt í einu og eyða síðan meiri tíma í hljóðblöndunina. Þannig náum við að halda neistanum í þessu. Við reynum engu að síður að gera hlutina eins vel og við getum. Vikan: Hvað um hinn venjulega mennta- veg. Gangiö þið hann? Bjarki: Ég var í Fjölbrautaskólanum í Ár- múla og síðan í Bandaríkjunum og á ein tvö ár eftir í stúdentinn. Vikan: Ætlarðu að klára hann? Bjarki: Ja, það fer bara eftir því hvernig þessi mál þróast. Vikan: En trommarinn. Ragnar: Ég var í Iðnskólanum og í Ár- múlanum á tölvubraut og á þar svolítið eftir. En ég opnaði pitsustað í Breiðholti sem gekk ekkert voðalega vel. Nú er ég að vinna mig upp úr því. Vikan: Fórstu á hausinn? Ragnar: Nei, ég hætti áður en til þess kom. Samt sem áður var eitthvað sem ég þurfti að borga. Vikan: Hvað gerir þú, Bjarki, annað en að spila og syngja? Bjarki: Ég sé um viðskiptahliðina og hef verið í því. Ég hef alltaf gert allt þetta sjálfur, lært af reynslunni og blöðum. Ég hef verið mjög harður í þessu undanfarin þrjú ár, hef spilað á skemmtunum síðan ég var fjórtán ára, i skólum og einnig átt ýmsar skemmtileg- ar uppákomur fyrir Kiwanis og kvenfélög. Þannig hef ég haldið dampi og öðlast reynslu í sviðsframkomu. Vikan: Hvað er langt síðan Lipstick Lovers hófu göngu sína? Ragnar: Það var í janúar síðastliðnum. Vikan: Þannig að núna fyrst er þetta allt saman að byrja fyrir alvöru. Bjarki: Já. Vikan: Þið segist vera rokkarar en ef vin- sældirnar aukást þurfið þið að fara að selja plötur. Fariö þið þá að poppast? Bjarki: N éi. Það hafa margir beðið okkur urp að Íétfa upp tónlistina, fara að syngja á ís- lensk'u og svona, en við höldum okkar stefnu, ' aritíað gæti þýtt endalok hljómsveitarinnar. Mér finnst nauðsynlegt að við höfum eitthvað ákveðið til að stefna að. Vikan: Er það einhver dauðadómur að syngja á íslensku? Bjarki: Það er náttúrlega enginn dauða- dómur en ég sem alla texta og finnst það koma best út að syngja á ensku. Ragnar: Útgáfufyrirtækin.recu ekkert of á- nægð með ensku textana. Bjarki: Nei, en ég reyni þá bara að hafa þá betri fyrir bragðið. Síðan er maður mjög fljótur að lækka í gæðum og það er mjög erfitt að syngja rokk og ról texta á íslensku, það verð- ur að vera þessi Smokey-fílingur. Ég kann bara ekkert að semja á íslensku, það er bara svo einfalt og aðalástæðan. Við prófuðum að vísu að taka upp tvær útgáfur af sama laginu, aðra með íslenskum texta. Enska útgáfan heitir Sad Boy og var í íslensku útgáfunni Uppþornuð tár! Ég held ég þurfi ekki að segja meira. Ragnar: Það var alveg hryllilega væmið. Vikan: Hver er síðan stefnan? Bjarki: Stefnan er að spila á fullu en ekki endilega að gefa út plötu. Við viljum heldur gera það almennilega þegar að því kemur. Ég hef séð margar svona ungar hljómsveitir flaska á því að vera að flýta sér við að gefa út plötur sem verða þá bara lélegar. Vikan: Hvað um bókanir? Bjarki: Þær hafa gengið vel og ég hef verið að hringja um allt og skipuleggja tónleika. Þegar við höfum fengið peninga notum við þá til þess að borga myndbandagerð og kostnað af tónleikunum. Vikan: Þið hafið borgað það allt saman sjálfir? Ragnar: Já, við borguðum það áður en við gerðum samning við Skífuna. Bjarki: Við gerðum myndbandið við lag sem er á safnplötunni Sólargeislanum. Vikan: Hafið þið fundið einhver viðbrögð við því að vera í sjónvarpi? Ragnar: Já, sérstaklega er það skrítin til- finning úti á landi, hvað það eru margir sem þekkja okkur þar. Bjarki: Við spiluðum fyrir norðan með Síð- an skein sól í vor og þá vissi ég ekki hvert ég ætlaði þegar ég sá fólk vera að syngja með okkur lög sem ekki voru einu sinni komin út ennþá. Vikan: Hvers má vænta í náinni framtíð? Bjarki: Bara spilamennsku en það er engin plata í deiglunni, ekki nema við verðum á safnplötu, það gæti verið. Ragnar: Það verður engin plata með okkur sérstaklega fyrr en í vor í fyrsta lagi. Bjarki: Það er líka ýmislegt í bígerð sem við vitum ekkert hvað verður úr. Það er spurn- ing um að fara að spila úti en það er mjög erfitt um þetta að segja. Vikan: Hvar úti? Bjarki: í Ameríku, New York og Vermont, jafnvel í Finnlandi. Ragnar: Það er líka okkur í hag hvað við þekkjum marga í Bandaríkjunum, ættingja og vini, þannig að ferðalagið þyrfti ekki að verða mjög dýrt. Vikan: Finnland, segirðu. Kanntu eitthvað í finnsku? Bjarki: Nei. Ja, bróðir minn, sem býr úti, hefur verið mjög iðinn við að kenna mér ýmis orð sem ekki má viðhafa hér. Hehe! Helsinki er bara ekki eins mikil tónlistarborg og Reykjavík, það verður að segjast eins og er. Þannig er nú það. Þeir eru sem sagt ekki gangandi um með neinar ofurstjörnur í augum heldur láta lífið hafa sinn gang með öllum þess duttlungum og tiktúrum. Engu að síður stefna menn hátt, Lipstick Lovers eru að öil- um líkindum komnir til að vera, ‘að mínnsta kosti sannfærist maður um það þegar svona spjall fer fram og greinilegt að þarna fara menn sem ekki gera ráð fyrir að leggja heim- inn að fótum SérJalla vega ekki í einu vet- fangi. Og það er nú gott og blessað, slíkir menn eiga oft á tíðum hvað bjartasta framtíð fyrir sér og við hér höfum fulla trú á fyrirbær- inu, bíðum spennr eftir fleiri lögum, þó þau séu sungin á ensku. □ 52 VIKAN 21.TBL. 1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.