Vikan - 15.10.1992, Page 58
Allar myndir fara í gegnum sama prentarann meö sömu stillingunni hjá framköllunar-
fyrirtækjum sem framkalla negatífar litfilmur og skila myndunum eftir klukkutíma. Þó aö
framfarir hafi oröiö hjá mörgum þessara fyrirtækja þá er oftast fólk án sérstakrar Ijós-
myndamenntunar viö stjórnvölinn og árangurinn getur oröiö skrautlegur. Ef þér er sérstak-
lega annt um myndina þína þá er þjónusta sem tekur einn til tvo daga oft betri og ódýrari
kostur. Ekkert slær samt viö litmyndum handstækkuöum af fagmönnum, en þær eru aö
vísu miklu dýrari.
því aö nota þrífót eða flass en
þær skila einstakri breidd í
grátónum og eru því vinsælar
þegar sérstakrar vandvirkni
skal gætt í Ijósmyndalegri út-
færslu á viðfangsefninu, hvort
sem þaö er portrett, landslag
eða kyrralífsmynd.
Ef kringumstæður til
myndatöku eru erfiðar, til
dæmis þegar viöfangsefnið er
Þessar myndir eru báöar
teknar viö birtu frá venju-
legri Ijósaperu innandyra.
Efri myndin var tekin á
svokallaöa „tungstein
skyggnufilmu" en hún er
sérstaklega gerö fyrir svona
lýsingu. Neöri myndin er
hins vegar tekin á venjulega
skyggnufilmu en hún er
hönnuö fyrir bylgjulengd
dagsbirtu eöa leifturljóss
(flass).
á hreyfingu og lýsing tak-
mörkuð eöa ef Ijósmyndarinn
hefur ekki handbæra nógu
Ijósnæma filmu, er hægt að
bregða á þaö ráð aö breyta
ISO stillingunni á myndavél-
inni og undirlýsa allt aö tveim-
ur Ijósopum við myndatök-
una. Þetta var viðkvæðið við
íþróttamyndatökur áður fyrr
því filmur voru mest ISO 400
og oft nauðsynlegt að taka
myndirnar með aðdráttarlinsu
sem þýddi að lokarahraðinn
varö að vera hár. Til að vega
upp á móti þessari undirlýs-
ingu þarf framköllunartíminn á
filmunni að vera lengri. Mér er
ekki kunnugt um að slík fram-
köllunarþjónusta bjóðist á ís-
landi fyrir negatífar litfilmur en
fyrirtæki, sem framkalla svart-
hvítar filmur og skyggnufilmur
(E-6 framköllun), hafa þessa
þjónustu. Athugið samt að all-
ar myndirnar á sömu filmunni
þurfa að vera teknar með
sömu ISO stillingunni.
Eins stuttlega var minnst á í
síðasta þætti er stundum
vænlegasti kosturinn, ef mað-
ur ætlar að ná ,,rétt" lýstri
mynd, að mynda meö tveimur
til þremur mismunandi sam-
setningum á hraöa og Ijósopi
vélarinnar. Margar myndavél-
ar hafa sérstakan hnapp þar
sem hægt er að stilla á undir-
og yfirlýsingu fyrir eitt til tvö bil
(Ijósop) og tekur Ijósmælirinn
þá tillit til þessarar stillingar I
mati á lýsingunni. Negatífar
filmur þola vel aö vera yfirlýst-
ar eitt bil og það tryggir teikn-
ingu í skuggasvæðum mynd-
arinnar en skyggnur verða
hins vegar hálfþunnar og jafn-
vel glærar ef þær eru yfirlýst-
ar. Margir Ijósmyndarar kjósa
því að undirlýsa skyggnufilm-
ur örlítið með því að stilla
filmu sem er til dæmis ISO 64
á ISO 80 og það gefur
skyggnunum þéttari lit. Ef
negatíf filma er aftur á móti
undirlýst of mikið verða tón-
arnir í henni óhreinir og litirnir
missa fyllingu sína.
Það er sama hver filman er;
best er að nota hana fyrir
dagsetninguna sem er stimpl-
uð á umbúðirnar og láta fram-
kalla hana sem fyrst eftir notk-
un. Filmur eru ekki það dýrar
að það taki því að láta
myndavélina liggja tímunum
saman óhreyfða ef nokkrar
myndir eru eftir á filmunni. Þá
er betra að mynda eitthvaö
„ómyndrænt” og brjótast út úr
viðjum vanans eða framkalla
þó svo að filman sé ekki
kláruö. Þaö er gott aö geyma
filmur í kæli ef hægt er og
taka þær út tveimur tímum
fyrir notkun en flestar filmur
þola þó vel stofuhita. Filmur,
sem merktar eru ,,Þro-
fessional”, eru viðkvæmari og
þær skyldi alltaf geyma í kæli.
Þær eru markaðssettar með
stuttan geymslutíma í huga
og meira samræmi er frá einni
filmu til annarrar sömu gerðar
en meðal filmna sem eru ekki
„Professional".
Ljósmyndarar treysta mis-
vel röntgengegnumlýsingar-
tækjum á flugvöllum og það
er sjálfsagt að láta tollverði
handskoða filmur og tölvu-
stýrðan Ijósmyndabúnað.
Þeim mun Ijósnæmari sem
filmurnar eru þeim mun við-
kvæmari eru þær fyrir
röntgengeislunum. Þeim mun
oftar sem filmurnar fara í
gegnum slík tæki þeim mun
meiri getur skaðinn orðið. Þá
getur verið gott að hafa filmur
í glærum plastpoka til að auö-
velda skoöunina en flestir toll-
verðir segja aö tækin skaði
ekki filmur og vilja ólmir setja
filmurnar í gegnum þau.
Það var meiningin að fjalla
einnig um litsíur (filtera) i
þessum þætti en plássins
vegna verður það aö bíða
næsta þáttar.
Hér er listi yfir þær filmur sem ág mæli með. Hann er
engan veginn tæmandi og margar fleiri fyrirtaks
filmur eru á markaðnum. Aðalatriðið er að kynnast
vel hverri filmu fyrir sig með því að halda sig við
sömu filmuna í smátíma (5 til 10 filmur) ef hægt er.
SKYGGNUFILMUR
Kodochromo
64 -
36.:' BL
K0DACHR0ME 64. Örlítið meiri kontrast en
KODACHROME 25 en næstum því sama skerpa og
kornastærð. Þolir vel að vera stillt á ISO 80, sem
gefur litíinum meiri fyllingu.
FUJI VELVIA 50. Nýjasta trompið frá Fuji. Skerpa
og kornastærð svipuð og Kodachrome en litirnir
bjartari. E-6 framköllun sem býðst á íslandi tryggir
hraðari vinnslu og sveigjanleika. Filman þolir vel
undirlýsingu um eitt bil ISO 100 án þess að
kornastærðin fari fram úr hófi, en munið að
framkalla í samræmi við það.
kodncnromc
2®Q£U
5
DKI tlVMP
KODACHROME 200. Filman sem beðið var eftir að
kæmi á markaðinn. Kornastærð viðunandi en ekki
eins góð og á hægari filmum. Mjög þægilegur
hraði og yfirleitt hægt að nota viðunandi
samsetningu á lokarahraða og Ijósopi án þess að
þrífótur sé nauðsynlegur. Góð teikning í
skuggahlutum myndarinnar en varist yfirlýsingu.
FUJICHROME 400D. Sterkir litir og mikil breidd í
lýsingarskilyrðum. Hraðasta skyggnufilman sem
ég mæli með. Ef kornastærð er ekki mjög stórt
atriði þá er vel hægt að nota þessa filmu á ISO 800
án þess að litirnir líði fyrir það.
Kodak
Ektachromo
160]K~
EPT 135-36
EKTACHROME 160. Tugstein filma sem er hönnuð
fyrir „gervilýsingu". Góð til myndatöku innandyra
án flass. Þolir undirlýsingu um allt að tvö Ijósop
(ISO 640).
NEGATÍFAR LITFILMUR
KODAK EKTAR 25. Fínkornaðasta negatífa litfilman
á markaðinum. Mjög hæg en sama sem laus við
korn. Frábær fyrir nákvæmnisvinnu og mikla
stækkun. Litir sannfærandi.
FUJICOLOR REALA 100. Litir mjög raunverulegir
ef myndirnar eru vel prentaðar. Frábær húðlitur og
góð filma til notkunar við blönduð lýsingarskilyrði.
KODAK EKTAR 125. Heitir litir, góð skerpa og
óvenju fín korn miðað við filmu af þessum hraða.
Gætið að nákvæmni i Ijósmælingu til að ná þeim
árangri sem þessi filma getur skilað.
AGFACOLOR XRS 400. Mjög sveigjanleg filma
sem þolir óvenjuvel undir- og yfirlýsingu án þess
að það sé leiðrétt við framköllun. Hentar vel fyrir
smámyndavélar með dimmum zoom linsum.
KODAK EKTAR 1000. Mjög góð kornastærð fyrir
svona hraða filmu. Litir líka vel viðunandi. Ekki
síðri en margar ISO 400 filmur.
SVART/HVÍTAR FILMUR
ILFORD PAN F 50 ISO. Mjög fínkorna og skörp.
Hentar vel fyrir almenna Ijósmyndun, en frekar
hæg, sem kallar á þrífót.
KODAK T-MAX 100. mjög fínkorna filma úr T-
kristöllum sem auka skerpuna. Þolir vel að vera
stillt á ISO 200 en ætti alltaf að framkalla í
sérstökum T-MAX framkallara sem er framleiddur
með þessa gerð kristalla í huga.
[THjXparT
400
136» K
KODAK TRI-X 400. Filman sem aðrar svart/hvitar
filmur eru bornar við. Önnur tveggja filma sem
hefur besta hlutfallið á milli Xornastærðar, hraða
og skerpu. Var vinsæl til undirlýsingar áður fyrr en
T-MAX 3200 hefur tekið við því hlutverki. Tri-X
hefur mikla breidd í grátónum ef myndirnar eru
örlítið yfirlýstar, ISO 320.
KODAK T-MAX 3200. Hraðasta filman á markaðin-
um og jafnvel hugsanlegt að undirlýsa hana um
þrjú Ijósop. ISO 25600. Skilar skörpum myndum
við erfiðar kringumstæður þar sem aðrar filmur
eru ónothæfar.
ILFORD XPI 400. Framleiðandinn segir að hægt sé
að undir- og yfirlýsa þessa filmu frjálslega án þess
að taka tillit til þess í framköllun en það eru ýkjur.
Þessi filma er framkölluð í C-41 eins og negatífar
litfilmur og er því kjörin til að taka svart/hvítar
myndir fyrir þá sem hafa ekki stækkunaraðstöðu.
58 VIKAN 21.TBL. 1992