Vikan - 15.10.1992, Síða 61
► Egill Eðvarösson upptökustjóri og Bergsteinn Björgúlfsson
kvikmyndatökumaöur spá í spilin og á meöan viröa þeir
Ómar Ragnarsson og Björn Malmquist fyrir sér umhverfiö í
Biskupsbrekkum á Hólsfjöllum.
▼ Jón Haukur Jensson viö kvikmyndatökuvélina og Egill
Eðvarösson upptökustjóri í þungum þönkum í
Kerlingarfjöllum.
fólk til umhugsunar um þau.
Þetta verður gert í fimmtíu og
tveimur stuttum, fróðlegum
þáttum sem sýndir verða
vikulega í heilt ár. Sá fyrsti var
sýndur föstudagskvöldið 9.
október í tilefni af því að þann
dag voru rétt sex ár liðin
síðan Stöð 2 hóf útsendingar,
annars eru þættirnir á dagskrá
á fimmtudagskvöldum.
Með því að skoða ýmis atriði
þessara mála í heimalandi
okkar sjáum við að enginn stað-
ur á jarðarkringlunni er óhultur
fyrir afleiðingum þess hvernig
menn umgangast náttúruna.
Fyrstu þrír þættirnir verða
tíu til fimmtán mínútna langir
og þar verða helstu viðfangs-
efni umhverfismála kynnt með
þeim hætti að farið er á helg-
asta stað íslensku þjóðarinn-
ar, Þingvelli, og ferli vatns-
droþa fylgt eftir úr fjöllunum
ofan við Þingvelli niður í vatn-
ið og þaðan til sjávar. Velt er
við steinum á leiðinni í því
skyni að geta síðar kannað
málin nánar. Á þessu ferða-
lagi vatnsdropans, frá þjóð-
garðinum til sjávar, rekumst
við á hátt í sextíu mismunandi
atriði umhverfismála. Sum
þeirra koma mjög á óvart og
mörg hver eru ekki síður al-
þjóðleg en íslensk.
Næstu fjörutíu og átta þætt-
ir verða sjö til fimm mínútna
langir hver og fjalla um hina
ýmsu málaflokka. Sumir tengj-
ast fyrst og fremst landinu,
aðrir þjóðinni og enn aðrir loft-
hjúpnum og hafinu.
Rætt er við fjölda vísinda-
manna og áhugafólks og
staldrað við á mörg hundruð
stöðum víðs vegar um landið,
allt frá jöklum og afskekktustu
öræfum til ystu stranda. Leit-
ast er við að draga fram flest
þau atriði sem máli skipta og
kynna mismunandi sjónarmið
sem vafalítið eiga eftir að
vekja áhorfendur til umhugs-
unar. Fréttastofa Stöðvar 2 og
Bylgjunnar ætlar að fjalla enn
nánar um mörg þau áhuga-
verðu og fréttnæmu atriði sem
koma fram í þáttunum, eftir
því sem efni gefast til.
Umsjónarmenn þáttanna eru
Sigurveig Jónsdóttir og Ómar
Ragnarsson sem í samvinnu
við Landvernd hafa gert hand-
ritin að þáttunum. Egill Eð-
varðsson stjórnaði upptökum
og gerð þáttanna og aðstoð-
armaður við upptökur, handrit
og dagskrárgerð var Björn
Malmquist. Myndatökumeist-
ari var Jón Haukur Jensson
en fleiri hafa komið þar við
sögu, þar á meðal Bergsteinn
Björgúlfsson og Björn
Sigurðsson. Gunnar Þórðar-
son samdi tónlistina við þætt-
ina. □
m
t*íf
frá Bahlsen
ekki bara gott
báðu megin;
LÍKA ÍMIÐJUNNI
#/#****
íslensk /////
Ameríska
KREMKEX
er framleitt
úr bestu fáanlegu
hráefnum af
brauðgerðar-
meisturum Bahlsen.
Yfir 100 ára hefð
í bökunarlist
tryggir vörugæðin.
GÆLIR VIÐ
BRAGÐLAUKANA
SÚKKULAÐI
21. TBL. 1992 VIKAN 61