Vikan - 15.10.1992, Side 64
LOFTUR ATLIEIRÍKSSON SKRIFAR FRÁ LOS ANGELES
út frá. Hann segist hafa viljað
gefa nýju myndinni nýtt útlit
því hann hafi ekki verið sér-
staklega hrifinn af fyrri mynd-
inni um leðurblökumanninn.
Vissulega hafi Jókerinn staðið
fyrir sínu en myndina vantað
persónulegt yfirbragð Burtons
sem Bo lýsir sem blöndu af
guðlausum óhugnaði og frík-
uðu ævintýri.
Hann er lærður arkitekt en
hefur starfað við sviðsmynda-
gerð í Hollywood í sextán ár.
Hann vildi ná þeim áhrifum að
Gothamborg hefði yfir sér
stærra yfirbragð en í fyrri
myndinni; á svipaðan hátt og
eldri bandarískar stórborgir.
Til að ná því takmarki sínu
hannaði hann útlit myndarinn-
ar eftir rúðuneti með sterkum
lóðréttum línum sem voru ör-
lítið á skjön en það skapar
meiri spennu en ef línurnar
eru fullkomlega samsíða og
öll horn rétt.
Borgin er þunglyndisleg yf-
irlitum og samsett úr frum-
skógi skýjakljúfa sem eru yfir-
þyrmandi og gefa áhorfand-
anum tilfinningu fyrir að vera
fórnarlamb sem auðveldlega
verði troðið undir. Bo segist
sjá Gothamborg sem myndlík-
ingu fyrir bandarískar stór-
borgir sem nú eru að rotna
innan frá og göturnar eru eins
og myrkvuð gil á milli skýja-
kljúfanna.
Það þarf ekki að líta langt til
baka í sögu lista og húsa-
gerðar til að koma auga á
helstu áhrifavalda sviðsmynd-
arinnar. Það eru sterk tengsl
við byggingarlist Alberts
Speer, húsagerðarmeistara
Þriðja ríkisins, og þess
fasíska arkitektúrs sem Hitler
og Mussolini voru helstu drif-
fjaðrirnar fyrir. Einnig segist
Bo hafa sótt hugmyndir í verk
bandaríska raunsæismálar-
ans Charles Sheeler sem
I málaði myndir með sterkum
LEIKMYNPIN
ER PERSONA
SNILUNGURINN Á BAK VIÐ BATMAN
Að undanskildum leik
Jacks Nicholson í hlut-
verki Jókersins í
Batman má telja fullvíst að
sviðsmyndin stórkostlega,
sem hönnuð var af Bretanum
Anton Furst, sé það sem vakti
mesta athygli í myndinni. Got-
hamborg var í senn nútímaleg
og gamaldags en frjálslega
var gengið í smiðju kvik-
myndasögunnar og skírskot-
að til vísindaskáldsagna-
mynda á borð við Metropolis
eftir Friz Lang og Blade Runn-
er eftir Ridley Scott. Engu að
síður hafði sviðsmyndin þá
sérstöðu að blandað var sam-
an stórbrotnu yfirbragði ópera
og kyndugum andblæ frá
teiknimyndum.
Búast hefði mátt við að Tim
Burton, leikstjóri Batmans,
leitaði ekki langt yfir skammt
og notaði aftur gömlu sviðs-
myndina, sem hlaut óskarinn,
við gerð myndarinnar um end-
▲ Leikstjórinn, Tim Burton,
segist hafa mest gaman af
litríkum persónum sem geta
komið manni á óvart. Hann
lítur á nýju myndina sem
sjálfstætt verk, en ekki
framhald.
▼ Sviðsmyndin er hönnuö
af Bo Welch og þykir
stórkostleg.
urkomu leðurblökumannsins
en Furst var látinn og Burton
ákvað því að byrja við teikni-
borðið að nýju. Þar að auki
leit Burton ekki á nýju mynd-
ina sem framhald af þeirri
eldri heldur sem sjálfstætt
verk. Það var engu að síður
Ijóst frá upphafi að sviðs-
myndin, sem leikstjórinn ungi
lítur fremur á sem sjálfstæðan
karakter en umgjörð, yrði bor-
in saman við fyrri myndina og
hefði því mikið að segja í að
leðurblökumanninum fataðist
ei flugið. Tim Burton leitaði
því til gamals samstarfs-
manns, Bo Welch að nafni, en
hann hafði séð um sviðs-
myndina í myndum Burtons
um drauginn Beetlejuice og
ofurraunsæjan draumaheim
svefnbæjarins i Edward Sc-
issorhands.
Bo var kunnugt um að leik-
stjórinn var ekki að fullu sáttur
við fyrri myndina og á þeim
forsendum hafði hann ákveð-
inn sveigjanleika til að vinna
64 VIKAN 21.TBL. 1992