Vikan - 16.06.1993, Blaðsíða 13
Brúöarkjólinn þart aö velja vandlega. Valdís fór f Brúóar-
kjólaleigu Dóru og leigói þar glæsilegan kjól.
Gæsapartiió var í dannaóri kantinum. Stelpurnar fóru saman
í sund og boröuóu síóan saman í heimahúsi. Þar var Valdfsi
borin þessi myndarlega kaka, sem ef til vill myndi sóma sér
betur í Bleiku og bláu!
gifta sig snemma um morgun
eða seint að kvöldi, nú eða að
bíða fram á haust.
Kostnaður við að gifta sig í
kirkju er ekki eins mikill og
ætla mætti, aðeins um 22.000
krónur. Innifalið í þeirri upp-
hæð er organisti, kvartettsöng-
ur, kirkjuvörður og prestur.
Mörgum kemur á óvart hversu
lítið presturinn fær í sinn hlut,
aðeins 5.800 krónur, sem ekki
er mikil upphæð miðað við þá
vinnu sem presturinn þarf að
leysa af hendi. Hann hittir
brúðhjónin tvisvar til þrisvar
sinnum fyrir brúðkaupið, sem-
ur ræðu og gefur að lokum
saman.
STEGGJAPARTÍIN EKKI
EINS VILLT OG ÁÐUR
Fatnaður brúðhjónanna er
stórmál, þó er kjóllinn það sem
flestir taka eftir. Kjóllinn sem
Valdís gifti sig í er skjannahvít-
ur, úr satíni, með púffermum,
þriggja metra slóða og tilheyr-
andi. Kjólinn leigði hún f Brúð-
arkjólaleigu Dóru í Faxafeninu
en þar er gríðarlega mikið úr-
val brúöarkjóla, brúðarmeyja-
kjóla og kjólfata á herra í öllum
stærðum, allt frá þeim sem
enn eru með bleiu og til risa á
borð við Guðmund Hrafnkels-
son.
Steggjapartíið, sem haldið
var Gumma til heiðurs og af-
vegaleiðslu, skipulögðu vinir
hans úr handboltanum. Þeir
létu markmanninn hafa það
óþvegið, settu hann meðal
annars í búr f Húsdýragarðin-
um! Vinkonur Valdísar voru
heldur temmilegri í sínu gríni,
létu duga að fara með henni í
sund og síðan borðuðu þær
saman. Margir hafa orðið til að
hallmæla þeim öfgum sem við-
gangast í gæsa- en þó sér-
staklega steggjapartíum. Séra
Pálmi Matthíasson gagnrýndi
þetta í viðtali f Morgunblaðinu
síðasta sumar og sagðist telja
að fyrr eða síðar hlyti að koma
að því að einhver bæði mikinn
andlegan eða líkamlegan
skaða af fíflaskapnum sem oft
er viðhafður. Það er reyndar
skoðun blaðamanns að mikiö
hafi dregið úr fíflaskapnum eft-
ir ummæli Pálma í Morgun-
blaðinu.
Veislan er kapítuli út af fyrir
sig. Gummi og Valdfs ákváðu
að halda síðdegisboð með
kampavfni og pinnamat. Þetta
er hægt að gera á tvo vegu,
annars vegar með því að
kaupa allan mat frá smur-
brauðsstofum og greiða fyrir
það töluvert fé, hins vegar er
hægt að búa allan matinn til
LAUGAVEGI 30 - SIMI 624225
SENDUM I POSTKROFU
AUSTURSTRÆTI 8 - SIMI 14266