Vikan


Vikan - 16.06.1993, Blaðsíða 35

Vikan - 16.06.1993, Blaðsíða 35
Fyrir utan Inselhotel/Steigenberger. Fyrir tveimur árum vorum við vinkonurnar, Sigrún og Anna Linda, búnar að fá okkur fullsaddar af tilbreyt- ingarlausu lífinu hér á íslandi. Okkur datt þá í hug að fá okk- ur vinnu í Þýskalandi yfir sum- arið. Við vorum báðar sautján ára og gátum vart beðið eftir því að fá loksins að standa á eigin fótum á stað þar sem enginn þekkti okkur. Þessi hugmynd var búin að vera að veltast um í okkur býsna lengi en bæði foreldrar okkar og vinir voru sannfærðir um að aldrei yrði neitt úr þessum draumórum. Við vorum ekki á sama máli og eftir að hafa fengið uppgefin heimilisföng hjá hótelum vítt og breitt um Suður-Þýskaland settum. við saman bréf og sendum út fimmtíu umsóknir. Innan tíðar fengum við mörg svarbréf, sum jákvæð en önnur neikvæð. Að lokum ákváðum við að taka vinnutil- boði frá fimm stjörnu hóteli í bænum Konstanz sem liggur við vatnið Bodensee á landa- mærum Þýskalands og Sviss. Ég er fullviss um að það er ein sú „réttasta ákvörðun" sem við höfum tekið, ef svo má að orði komast. Þann 18. maí 1991, daginn eftir að við höfðum tekið við verslunarprófsskírteinunum, héldum við af stað út í óviss- una. Það eina sem við vissum var að við ættum að starfa sem herbergisþernur og fengjum 1400 mörk (u.þ.b. 50.000 krónur, skattfrjálsar) á mánuði í laun, auk fæðis og húsnæðis. Við flugum til Lúx- emborgar og tókum rútu það- an til Stuttgart þar sem Ásgeir Sigurvinsson, frændi Önnu Lindu, tók á móti okkur. Við vorum í Stuttgart í nokkra daga og skemmtum okkur vel með íslenskum námsmönnum og fótboltagæjum. Það kom þó að því að við urðum að segja skilið við hið Ijúfa líf og halda ferðinni áfram. Eftir nokkurra tíma lestar- ferð komum við til Konstanz sem er án efa einn allra fal- legasti bær Þýskalands. Þar búa aðeins rúmlega sjötíu þúsund manns að staðaldri en á sumrin bætist fjöldinn all- ur af ferðamönnum í hópinn, sérstaklega Svisslendingum sem eru að flýja hið stífa og formfasta líf í Sviss. Miðað við Svisslendingana, sem flækt- ust yfir landamærin, voru Þjóðverjarnir afspyrnu hressir og léttir í lund. BROS, TÁR OG AFÞVRRKUNARKLÚTAR OGLEYMANLEGT SUMAR I ÞYSKALANDI Það var engin lúðrasveit sem tók á móti okkur í Kon- stanz og fagnaðarlætin voru heldur dræm. Við komum okkur þó á hótelið en þar vildi enginn kannast við okkur. Byrjar vel! Aðstoðarhótelstjór- inn var sóttur og tók að út- skýra þann misskilning sem hafði orðið (seinna komumst við að því að þar leyndist flagð undir fögru skinni). Hann tjáði okkur að það væri búið að reka starfsmannastjórann sem réð okkur og við brostum taugaveiklað á móti. í geðs- hræringunni fór þýskan alveg öfugt ofan í okkur og við skild- um mest lítið hvað átti að gera við okkur. í sárabætur fengum við herbergi á hótel- inu (nóttin kostaði sem svar- aði vikulaunum okkar) og okk- ur skildist að það ætti með einhverjum leiðum að útvega okkur vinnu þarna. Daginn eftir vorum við sendar til frú Hansen sem reyndist taka goðsögnina um harðstjórnarhæfileika Þjóð- verja heldur alvarlega. Hún átti eftir að vera yfirmaður okkar næstu vikurnar og skipa TEXTI: SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.