Vikan


Vikan - 16.06.1993, Blaðsíða 33

Vikan - 16.06.1993, Blaðsíða 33
breytileg eftir því hvað um er að vera. í vetur höfum við fengið hingað hljómsveitir að sunnan, á borð við Bogomil Font og Síðan skein sól. Svo erum við einnig með hljóm- sveitir af svæðinu, eins og Bergmál til dæmis. Stundum erum við aðeins með hluta salarins og er þá reynt að mynda kráarstemningu og fengnir trúbadorar til að troða upp. Það kom mér mikið á óvart þegar ég fluttist hingað austur hvað í raun var mikið um að vera í skemmtanalíf- inu. Um hverja einustu helgi hafa verið dansleikir hér, ým- ist á föstudags- eða laugar- dagskvöldum og jafnvel bæði kvöldin enda eru hér tveir skemmtistaðir, Valaskjálf og Munaðarhóll sem er í Fella- hverfinu hérna hinum megin við Fljótið." RÁÐSTEFNUSKRIFSTOFA í samvinnu við Ferðamiðstöð Austurlands hefur Valaskjálf stofnað Ráðstefnumiðstöð Austurlands og er tilgangur fyrirtækisins að markaðssetja Egilsstaði á sviði ráðstefnu- halds. Harpa var beðin um að segja undan og ofan af því hvað til stæði. „Það getur verið mjög gott að fara með ráðstefnur út á land. Ég þekki það sjálf að þegar ráðstefnur eða fundir eru haldnir í borginni þá eru allir þátttakendur jafnan upp- teknir í fundarhléum og á kvöldin. Fólk er þá að reka ýmis erindi sín í öllum hléum og síðan í frítímanum á kvöld- in. Uti á landi, eins og hér á Egilsstöðum, hafa ráðstefnu- gestir tækifæri til að borða og spjalla saman í hléum og á kvöldin næst gjarnan mikil samheldni og fólk gerir eitt- hvað í sameiningu. Á Egils- stöðum er mjög góð aðstaða til ráðstefnuhalds. Bæði er það að hér er allur búnaður og tækjakostur sem nauðsyn- legur er auk þess sem húsa- kostur er góður. Við getum tekið á móti 400 ráðstefnu- gestum í Valaskjálf. Auk gist- ingarinnar getur Ráðstefnu- skrifstofan útvegað aðstöðu í heilsársbústöðunum í ná- grenninu, í gamla gistiheimil- inu á Egilsstöðum og víðar. Alls er unnt að hýsa 380 manns á veturna í aðstöðu á vegum fyrirtækisins og um 480 manns á sumrin.“ REGNBOGAHÓTEL - Hótel Valaskjálf er eitt hinna ellefu Regnbogahótela sem eru hringinn í kringum landið. I hverju er samstarfið fólgið? „Þetta samstarf er í raun ekki langt á veg komið og er enn í mótun. Regnbogahótel- in bjóða ferðamönnum til dæmis upp á svokallaðan förunaut. Þá verður maður að kaupa minnst fjórar nætur í einu og gildir förunauturinn sem afsláttarmiði á Regn- bogahótelunum hvar sem er á landinu en aðeins er unnt að bóka síðustu nóttina fyrirfram. Hótelin eiga það öll sameigin- legt að bjóða upp á herbergi með baði og alla helstu þjón- ustu eins og mat og vínveit- ingar. Það má segja að við bjóðum upp á næsta stig ofan við sumargistinguna eins og á Eddu-hótelunum.“ - Hvað um verðið? „Á sumrin er verðið lægra en á hótelum í Reykjavfk en heldur hærra en á Eddu-hót- elum. Hvað Hótel Valaskjálf áhrærir ætla ég að vera búin að móta nýja stefnu í þessum efnum fyrir næsta vetur. Við höfum verið með helgar- pakkaverð í vetur og það er sambærilegt við það sem stóru hótelin í Reykjavík hafa boðið upp á. Við höfum mik- inn áhuga á að laða að gesti af Reykjavíkursvæðinu á vet- urna. Bæði höfum við aðstöð- una hér auk þess sem fólk getur gert sér margt til dægra- styttingar. Skíðasvæðin á Fjarðarheiði og í Oddsskarði eru mjög frambærileg en það síðarnefnda er jafnvel talið eitt það besta á landinu. Vetrar- ferðir á jökulinn eiga framtíð fyrir sér og í sumar er í bígerð stofnun fyrirtækis, Jeppa- ferða, sem hyggst kveðja sér hljóðs á þeim vettvangi. Farin var tilraunaferð um páskana og gekk mjög vel. Þar var fólki meðal annars sýndur feikna- mikill íshellir sem aðeins er hægt að komast að yfir vetrar- tímann. Ég hef mikla trú á þessu.“ - Þið bjóðið líka upp á veð- urblíðu. „Allir þekkja til góða veðurs- ins á Austurlandi á sumrin en á veturna er veðrið líka gott þó ekki sé nema vegna þess hvað hér eru oft miklar stillur þó svo að vindurinn gnauði víða annars staðar." □ 12.TBL. 1993 VIKAN 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.