Vikan


Vikan - 16.06.1993, Blaðsíða 42

Vikan - 16.06.1993, Blaðsíða 42
TEXTI: GERÐUR KRISTNÝ Margar stúlkur láta sig dreyma um fyrirsætustörf á erlendri grund og oft berast fréttir af þeim sem hafa fengið draum sinn uppfyllt- an. Aftur á móti hefur minna heyrst af þeim sem koma vonsviknar tii baka eftir að hafa freistað gæfunnar. Ágústa Hilmarsdóttir vann Ford-keppnina á íslandi árið 1988, aðeins sextán ára gömul. Hún starfaði við fyr- irsætustörf víðs vegar um heiminn næstu fjögur árin og gekk vel en árið 1992 var hun ráðin til fyrirtækis í Par ís sem virtist hafa óhreint mjöl í pokanum. Við Ágústa hittumst á kaffi- húsi í miðbænum þar sem hún fær sér stundum kaffi á milli þess sem hún rýnir í skólabækurnar á Landsbóka- safninu. Hún er Ijóshærð og hávaxin eins og krafist er af fyrirsætum og andlitið ber yfir sér klassíska fegurð. Hún klæðist ekkert ósvipað öðrum skólastúlkum. bláum gallabux- um, rauðri rúllukragapeysu og svörtu vesti. Hún er ekki lík þeirri glæsidömu sem ég hef séð á myndum af henni. Mér leikur forvitni á að vita hvernig fyrirsætuferill hennar hófst. „Ég hafði unnið í eitt ár í Módelsamtökunum áður en ég vann Ford-keppnína og hafði satt að segja ekki hugs- að mér nein frekari störf á þeim vettvangi. Ég var síðan hvött til að taka þátt i keppn- inni og'-án' jjess' að hafa búist við því sigraði ég.“ segir Ágústa. „Aðalkeppnin var haldin í Los Angeles og þar var ég yngsti keppandinn. Ég komst ekki í úrslit en meðal dómara var þýsk kona sem bauð mér vinnu i sínu heima- landi. Hún átti umboðsskrif- stofu fyrir fyrirsætur í Ham- borg og ég fékk að búa heima hjá henni. Þarna dvaldist ég í fimm mánuði og starfaði við myndatökur fyrir ýmsa pönt- unarlista, auglýsingar og einnig á hársýningum." Árið 1989 fór Ágústa að hugsa sér til hreyfings og hélt til London þar sem hún starf- aði í fjóra mánuði. Þar var ekki eins gaman og hún hafði búist við. „Ég kynntist fáum þar og leiddist mikið. Þó var alveg nóg að gera fyrir mig. En ári síðar fór ég til Mílanó og þar var mjög skemmtilegt. Eftir að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.