Vikan


Vikan - 16.06.1993, Blaðsíða 17

Vikan - 16.06.1993, Blaðsíða 17
MATTHÍAS Á. MATHIESEN OG SIGRÚN ÞORGILSDÓTTIR Matthías var langt frá sölum Al- þingis er hann sá Sigrúnu fyrst. Hann var á leið í sveit í Borgar- firði, sex ára gamall, þegar hann sá hana út um glugga. Sigrún bjó í Reykholti en Matth- ías var í sveit á Stóra-Ási. Kynni þeirra hófust hins vegar ekki fyrr en þau voru tólf ára gömul, er þau hittust á sveita- balli þar sem Matthías heillaði stúlkuna með harmóníkuspili og útlitinu auðvitað, en hún segir hann strax þá hafa verið mjög myndarlegan. Að auki kom í Ijós að Matthías var góð- ur dansari en hann bauð Sig- rúnu upp í dans þegar hann fékk að hvíla nikkuna um stund. Líklega hefur þeim verið ætlað að eigast því svo fór að þau lentu í sama bekk í mennta- skóla og stuttu eftir stúdents- prófin hófst sambandið fyrir al- vöru. Þau fóru á gamlar slóðir upp í Borgarfjörð til að trúlofa sig og giftu sig eftir fjögur ár í festum, hinn 10. apríl 1956. ÁSGEIR ELÍASSON OG SOFFÍA GUÐMUNDSDÓTTIR Ásgeir Eltasson, þjálfari ís- lenska landsliðsins ( knatt- spyrnu, og Soffía kona hans kynntust í gegnum íþróttaiðk- un hvors um sig. Þau voru bæði á keppnisferðalagi með unglingalandsliðum í hand- bolta og kynntust á skemmti- stað í Kaupmannahöfn. Ásgeir segir að sig hafi langað til að dansa og því hafi hann rokið á myndarlegustu stúlkuna, það er að segja Soffíu. Þetta átti sér stað árið 1966 en fjórum árum síðar, nánar tiltekið 27. desember 1970, gengu þau í hjónaband. Að vísu fóru þau ekki að vera saman fyrr en nokkru eftir komuna frá Dan- mörku. Þá hittust þau í Glaumbæ. Ásgeir var feiminn á þessum árum og Soffía seg- ist oftast hafa þurft að hafa orðið og líklega þurft að brjóta fsinn og hringja í hann að fyrra bragði í fyrsta skipti sem þau töluðu saman í síma. SÆMUNDUR PÁLSSON OG ÁSGERÐUR ÁSGEIRSDÓTTIR Sæmundur Pálsson eða Sæmi rokk kyssti Ásgerði konu sína í fyrsta skipti í aftur- eftir þegar Sæmi kom fljót- andi á vindsæng niður ána sem liggur í gegnum Vagla- skóg, framhjá Ásgerði og vin- konum hennar sem voru að sleikja sólina. Tíminn leið og sætinu á bílnum hans Gulla Bergmann. Þá var snótin að- eins fimmtán ára og Sæmi, sem var tuttugu og eins árs, var nýbúinn að heilla hana er hann sveiflaði henni til og frá á dansgólfi af sinni alkunnu snilld. Þetta var á Akureyri, þar sem Ásgerður var búsett, en Sæmi, Gulli og fleiri vinir voru á skemmtiferð um versl- unarmannahelgi. Fundum þeirra bar aftur saman daginn fyrr en varði bauð Sæmi móður Ásgerðar í bíltúr. Er- indið var að biðja um hönd dóttur hennar sem þá var að- eins sextán ára gömul. Engu að síður fékk Sæmundur vil- yrði frá móðurinni, með því skilyrði að hann skilaði stúlkunni ekki aftur. Sautj- ánda júní 1958 trúlofuðu Sæ- mundur og Ásgerður sig og sama dag ári seinna gengu þau í hjónaband. 12.TBL. 1993 VIKAN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.